Morgunblaðið - 04.03.2016, Page 28

Morgunblaðið - 04.03.2016, Page 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MARS 2016 ✝ Sverrir MárSverrisson fæddist í Reykjavík 9. nóvember 1936. Hann lést á Land- spítalanum 23. febrúar 2016. Sverrir var son- ur Huldu Sigmundsdóttur verslunardömu, f. 4. september 1911, d. 1. janúar 2006, og Hermanns Sverris Halldórs- sonar símvirkja, f. 30. mars 1914, d. 14. júlí 1957. Hann ólst upp á Grundarstíg 15b hjá móð- ur sinni og foreldrum hennar. Sverrir tók verslunarskólapróf árið 1955, lauk svo námi í endur- skoðun og starfaði hann við fag- ið fram á síðasta dag. Eftirlifandi eiginkona Sverris er Kolfinna Sigurvinsdóttir ágúst 1971, maki Kjartan Þórð- arson hagfræðingur, og eiga þau þrjá syni, Má, sem lést í frumbernsku, f. 25. apríl 2001, d. 23. janúar 2002, Örn, f. 31. október 2006, og Sverri Má, f. 26. febrúar 2009. Sólrún sjúkra- þjálfari, f. 5. febrúar 1974, dótt- ir hennar og Baldurs Þórs Vil- hjálmssonar er Jóhanna Björg, f. 8. september 2006. Fyrir hjónaband átti Sverrir tvo syni, Bjarna Hermann raf- virkja, f. 8. maí 1961, og Ragnar, f. 5. desember 1961. Eiginkona Bjarna er Erla Vilhelmína Vign- isdóttir og eiga þau alls sex börn og tvö barnabörn. Ragnar, sem er búsettur í Kenía, er kvæntur Agnesi Wambui, hann á tvö börn og eitt barnabarn. Sverrir og Kolfinna hófu bú- skap á Barónsstíg í Reykjavík en þau bjuggu lengst af í Goða- landi 16, Fossvogi, sem þau byggðu sjálf. Síðustu árin bjuggu þau í Efstasundi 37 í Reykjavík. Útför Sverris fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 4. mars 2016, og hefst athöfnin kl. 13. íþróttakennari, f. 25. apríl 1944. For- eldrar hennar voru Jörína G. Jónsdótt- ir kennari, f. 30. september 1900, d. 4. september 2001, og Sigurvin Ein- arsson, kennari og alþingismaður, f. 30. október 1899, d. 23. mars 1989. Sverrir og Kolfinna gengu í hjónaband hinn 15. apríl 1965 og áttu farsælan hjúskap í rúm 50 ár. Dætur Sverris og Kolfinnu eru þrjár: Hulda kennari, f. 4. nóvember 1967, maki Gauti A. Marinósson kennari og eiga þau þrjár dætur, Kolfinnu, f. 9. mars 1996, Rebekku, f. 29. mars 1999, og Aþenu, f. 17. nóvember 2004. Rannveig, lektor við HÍ, f. 27. Dauðinn gerir ekki boð á undan sér og aldrei erum við tilbúin þegar hann ber að dyr- um. Pabbi fékk að fara eftir stutt en erfið veikindi. Hann var kominn hátt á áttræðisald- ur en einhvern veginn hélt ég að við fengjum að njóta hans nokkur ár í viðbót. Það er því sárt að kveðja. Mér er efst í huga þakklæti þegar ég minnist pabba. Hann var alltaf til staðar, greiðvikni og hjálpsemi var honum í blóð borin og hann studdi okkur systurnar í blíðu og stríðu. Pabbi hafði stóran og hlýjan faðm, þar var gott að kúra sem barn í bókstaflegri merkingu en faðmur hans fylgdi mér ein- hvern veginn alltaf í lífinu. Þeg- ar ég bjó í Kaupmannahöfn hringdi pabbi vikulega til að heyra í mér, þegar hann og mamma fóru til útlanda hringdi hann yfirleitt í okkur systur til skiptis, oftast daglega. Faðmur hans umlukti okkur þannig allt- af hvort sem hann var nær eða fjær. Pabbi var stoltur af dætrum sínum og barnabörnunum þeg- ar þau komu. Hann sýndi því sem við gerðum alltaf áhuga og er líklega sá sem hefur mætt á flesta fyrirlestra mína. Hann setti sig inn í það sem við vor- um að fást við og áhuginn var einlægur. Hann var bakland sem alltaf var hægt að treysta á og kynni hann ekki ráð leitaði hann þeirra. Hvort sem það sneri að framkvæmdum eða fjárhag, að sendast eða sækja, alltaf var pabbi tilbúinn að hjálpa. Ef það var einhver sem pabbi var stoltari af en okkur systrum þá var það mamma. Hann sýndi öllum hennar störf- um líka einlægan áhuga og tók þátt í því sem hún tók sér fyrir hendur. Ást hans til mömmu var skilyrðislaus og virðingin sem hann bar fyrir henni svo falleg. Pabbi og mamma kynntu okkur bæði fyrir íslenskri og al- þjóðlegri menningu. Áhugi á Ís- landi og íslenskum þjóðháttum smitaðist til okkar. Við nutum þeirra forréttinda sem börn að fá að ferðast talsvert með pabba og mömmu og þar kynntu þau okkur m.a. erlenda matarmenningu, tungumál og tónlist. Pabbi sá líka um að börn okkar systra fengju að kynnast tónlist og er það ekki síst honum að þakka að þau hafa fengið að stunda tónlist- arnám. Afi mundi líka eftir stóru stundum barnabarnanna; einkunnir, tannmissir og aðrir merkilegir hlutir í lífi þeirra voru verðlaunaðir. Það verður erfitt að venjast því að pabbi sé ekki á sínum stað og að ekki sé hægt að leita til hans með stór og lítil vanda- mál. Faðmur hans og hlýja mun þó umlykja okkur áfram, það er ég viss um, því allt sem hann kenndi okkur lifir áfram. Amma og afi hafa nú tekið á móti hon- um og litli Már. Hafðu þökk fyrir allt, pabbi minn, minning þín lifir á meðal okkar. Hvíl í friði. Rannveig. Það er undarleg tilfinning að missa einhvern sem hefur alltaf verið stór hluti af lífi manns. Það er tómarúm í hjartanu sem er samt ekki tómt heldur upp- fullt af minningum, þakklæti og ást. Pabbi var ljúfur og góður maður. Hann vildi alltaf hjálpa til ef eitthvað bar við og var fljótur í gang ef eitthvað stóð til hjá fjölskyldunni. Hann lagði sitt til, ráð eða aðstoð eins og honum einum var lagið. Hann var svo óendanlega hreykinn af fólkinu sínu og montaði sig af okkur ef honum gafst tækifæri til. Aldrei tranaði hann sér fram. Barnabörnin voru honum mjög hugleikin, hann hvatti þau til dáða, sérstaklega í tónlist- arnámi sem honum fannst skipta miklu máli, og alltaf við sérstök tækifæri í þeirra lífi gaukaði hann einhverju að þeim. Þegar ég var yngri dreif pabbi mig oftar en ekki með sér í ýmis verk á heimilinu. Hann var mikill vinnuþjarkur og ég man varla þann dag sem hann mætti ekki í vinnu, líka á sunnudögum og hátíðisdögum. Hann kom samt alltaf heim í hádeginu og við upplifðum ekki að hann væri ekki til staðar. Þegar kom að hans verkum hvort sem það var að vinna úti í garði, mála strompinn eða hengja upp jólaseríur þá fékk ég oftast hlutverk aðstoðar- manns hans. Hann var dugnað- arforkur og gerði allt sem hann gat sjálfur. Hann hafði gott verkvit og var alltaf fyrstur til að bjóða fram aðstoð ef hann mögulega gat. Fjölskyldan var og er einn stór vinahópur þó svo að ald- ursbil skilji vissa hluti að. Pabbi hefði helst viljað að við byggj- um öll í sama húsinu, allavega sömu götunni. Það var aldrei neitt sem ekki var hægt að ræða, pabbi var fordómalaus þótt hann hefði vissulega sínar skoðanir á mörgum hlutum, hann sagði: „Ekki segja að þetta sé vont, segðu að þér finnist það ekki gott.“ Við fjölskyldan ferðuðumst mikið og voru það mikil forrétt- indi fyrir okkur systur. Ítalía, Húsafell og tjaldvagninn standa helst upp úr. Hin síðari ár nutu þau mamma þess að fara í sól- ina til Tenerife og við öll saman á Þjóðlagahátíðina á Sigló. Pabbi vann í því í mörg ár að ná okkur öllum þangað saman og það tókst honum okkur öllum til mikillar ánægju. Pabbi var mikill sóldýrkandi. Ég fékk ósjaldan símtal frá honum þeg- ar vel viðraði hér heima þar sem hann var að athuga hvort ég væri ekki örugglega komin út í sólina því veðrið væri svo gott. Pabbi og mamma fögnuðu 50 ára brúðkaupsafmæli í fyrra, þau hafa alltaf verið einstak- lega náin og ástfangin. Hann var hægri hönd mömmu í öllu því sem hún tók sér fyrir hend- ur og talaði af mikilli aðdáun um hana, honum fannst mamma geta allt. Þeirra samband var einstakt. Elsku pabbi, ég kveð þig með miklum söknuði. Ég var alveg viss um að þú ættir svo mikið eftir og þegar veikindin skullu á var ekki neinn vafi í mínum huga um að ég ætlaði að koma þér aftur á fætur. En við fáum ekki alltaf ráðið, hversu mikið sem við biðjum og óskum okk- ur. Það er erfitt að sleppa og geta ekki hringt í þig til að leita ráða, eða rölta yfir og drekka með þér einn öl undir góðu spjalli. Blessuð sé minning elsku pabba. Sólrún. Elsku pabbi minn kvaddi þennan heim 23. febrúar eftir fjögurra vikna baráttu sem við vorum sannfærð um að hann myndi vinna. Pabbi átti langt og farsælt líf í nær áttatíu ár. Hann ólst upp í miðbæ Reykjavíkur. Hann fæddist á Grundarstíg 15b og bjó þar með mömmu sinni, ömmu og afa. Ungur missti hann föður sinn sem hann eyddi tíma með þótt hann byggi aldr- ei hjá honum. Pabbi hafði bæði áhuga á lík- amlegri vinnu og vinnu með töl- ur. Hvort tveggja virtist henta honum vel, þegar hann kom heim úr vinnu þreyttur á út- reikningum fór hann gjarnan út í garð og reyndi þar á krafta sína. Hann nam endurskoðun og vann við hana alla tíð en á námsárunum var hann m.a. í brúarvinnu á Vestfjörðum. Það var tími sem hann minntist ætíð með mikilli gleði og fyrir tíu ár- um skoðuðum við margar af þeim brúm sem hann hafði tek- ið þátt í að smíða. Hann hafði alla tíð áhuga á garðrækt og var mikill sóldýrkandi. Hann lagði áherslu á að góða veðrið þyrfti að nýta, ef sólin skein vorum við systur oft vaktar af værum svefni til að fara út í sólina. Pabbi vann alltaf mikið en hann átti sér þó sín áhugamál. Honum þótti mjög gaman að dansa og var í mörg ár félagi í Þjóðdansafélagi Reykjavíkur þar sem þau mamma kynntust árið 1963. Hann dansaði á mörgum sýningum á vegum fé- lagsins, m.a. á nokkrum sýn- ingum í Þjóðleikhúsinu. Hann tók þátt í þjóðdansamótum á Norðurlöndum og víðar í Evr- ópu. Einnig spilaði hann í mörg ár badminton tvisvar í viku með félögum sínum í TBR. Hann var einnig félagi í Kiwanis- klúbbnum Kötlu frá árinu 1969 og tók alla tíð virkan þátt í starfi klúbbsins og sinnti þar ýmsum trúnaðarstörfum. Pabbi var mikill safnari, hann safnaði bæði bókum og gömlum hlutum og eyddi stund- um tíma í að gera þá upp. Hann bar virðingu fyrir því sem var gamalt og geymdi sögu þjóð- arinnar. Áhugi hans á þjóðleg- um hlutum var víðtækur og kynnti hann afkomendur sína fyrir þeim. Hann var líka minnugur. Þegar þau mamma voru að rifja upp gamla tíma kom pabbi ósjaldan með innskot með hvað og hvar þau hefðu borðað, með hverjum, hvaða dag og fleira í þeim dúr. Síðustu árin var líkaminn orðinn lúinn og kraftar farnir að þverra. Pabbi vann fram á síðasta dag og ég hefði ekki getað hugsað mér hann öðru- vísi, það hefði ekki átt við hann að vera aðgerðarlaus. Daginn áður en hann veiktist var hann á skrifstofunni sinni eins og flesta aðra daga. Erfiðisvinnu og íþróttir var hann hættur að stunda og vildi heldur sitja heima í stofu og horfa á hand- bolta eða frjálsar íþróttir með mömmu. Hugurinn var þó enn ungur, hann var alltaf með áform um framtíðina, hann langaði aftur til Finnlands og átti sér þá ósk heitasta að fara með alla fjölskylduna til Salz- burg í Austurríki þar sem hann átti góða vini. Hann elskaði að eyða tíma með mömmu, okkur dætrunum og fjölskyldum okk- ar. Ég kveð með bæninni þinni, pabbi minn, nú leggur þú augun þín aftur í hinsta sinn. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Þín Hulda. Afi Sverrir var mjög góður afi. Hann kom alltaf með gott meðal þegar einhver í fjölskyld- unni var veikur. Hann var öll- um mjög góður. Afi gaf okkur alltaf eitthvað þegar við stóðum okkur vel eða vorum að fara að gera eitthvað sérstakt eins og að fara til útlanda. Hann á stóra fjölskyldu sem mun aldrei gleyma honum. Það var alltaf svo gott að knúsa hann. Ég veit að afi gleymir mér aldrei þótt hann sé uppi á himninum og ég mun aldrei gleyma honum. Jóhanna Björg. Að hafa misst afa er ótrúlega sárt og það mun taka langan tíma að átta sig á að hann sé í raun farinn. Það er erfitt að ímynda sér að einhver sem hef- ur alltaf verið stór hluti af lífi manns muni fara. Ég mun minnast allra góðu minning- anna okkar sem eru svo marg- ar. Afi var góður maður sem margir eiga eftir að sakna. Hann var skemmtilegur og hnyttinn en það sem einkenndi hann hvað mest var dugnaður og hjálpsemi. Það var alltaf hægt að fá hjálp hjá afa, hann vildi alltaf hjálpa til eða redda einhverju. Ég fékk að heyra ótal sinnum að ef ég þyrfti far heim úr skólanum ætti ég bara að bjalla í hann. Enn oftar fékk Sverrir Már Sverrisson Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Ellert Ingason Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfarar- og lögfræðiþjónusta Við önnumst alla þætti undir- búnings og framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SIGURLAUG MARGRÉT ÁRNADÓTTIR, Bólstaðarhlíð 50, Reykjavík, lést sunnudaginn 28. febrúar á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Útför fer fram frá Áskirkju mánudaginn 7. mars klukkan 15. . Arnbjörg Gunnarsdóttir, Finnur T. Guðmundsson, Hallfríður L. Gunnarsdóttir, Skúli S. Engilbertsson, Sigríður Rut Gunnarsdóttir, Ólína G. Gunnarsdóttir, Björn B. Þorvaldsson, Ólafur G. Gunnarsson, Bryndís G. Hauksdóttir, Stefanía Anna Gunnarsdóttir, ömmu- og langömmubörnin. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ALDA GUÐMUNDSDÓTTIR hárgreiðslumeistari, áður til heimilis í Skólagerði 42, Kópavogi, lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi þriðjudaginn 1. mars. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 7. mars klukkan 13. . Sigrún Jónasdóttir Brunhede, Niels Brunhede, Oddrún Jónasdóttir, Guðrún Jónasdóttir, Rúnar Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæri HAUKUR JÓNASSON húsgagnabólstrari, Siglufirði, verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 5. mars klukkan 14. . Rósa Magnúsdóttir, Ómar Hauksson, Kristín Jónasdóttir, barnabörn, makar og langafabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, LÁRUS VALDIMARSSON, fv. bóndi á Kirkjubæjarklaustri II, andaðist á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Klausturhólum mánudaginn 22. febrúar síðastliðinn. Útförin fer fram frá Prestsbakkakirkju á Síðu laugardaginn 5. mars klukkan 13. . Sólrún Ólafsdóttir, Guðrún Lárusdóttir, Þórarinn Leifsson, Fanney Ólöf Lárusdóttir, Sverrir Gíslason, Kristín Lárusdóttir, Guðbrandur Magnússon og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.