Morgunblaðið - 04.03.2016, Síða 32

Morgunblaðið - 04.03.2016, Síða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MARS 2016 ✝ Ólafur Péturs-son fæddist í Reykjavík 9. desem- ber 1938. Hann lést í Osló 20. febrúar 2016. Ólafur var sonur hjónanna Þórunnar Kjaran Ólafsson, f. 1917, d. 1966, og Péturs Ólafssonar, f. 1912, d. 1987. Systkin hans voru: Magnús, f. 1937, d. 2013, sem var kvæntur Valdísi Björgvins- dóttur, Soffía, f. 1941, gift Gunn- ari Erni Ólafssyni, Pétur Björn, f. 1946, kvæntur Kristínu Blön- dal og Borghildur, f. 1954, gift Ólafi Hauki Johnson. Ólafur kvæntist Lise Eng 1965 og eiga þau tvo syni: 1) Tryggva, f. 1967, í sambúð með Marianne Thor- valdsen, f. 1969. Þau eiga börnin Nanni, f. 1992, og Ask, f. 1994. 2) Pétur Magnús, f. 1975, kvæntur Laila Huseby, f. 1974, og eiga þau Malene, f. 1991. Malene á soninn Levi Huseby-Kristiansen, f. 2015. Ólafur lauk stúdentsprófi frá MR 1959 og fékk styrk til náms í Bandaríkjunum í eitt ár. Tók þá við hagfræðinám í Þýskalandi þaðan sem hann útskrifaðist sem þjóðhagfræðingur 1968. Hann vann í fyrstu hjá Seðlabanka Ís- lands frá 1968-1972 og fyrir hans hönd vann hann um tveggja ára skeið við Al- þjóðagjaldeyr- issjóðinn í Wash- ington D.C. Ólafur var ráðinn sem starfsmaður í Sam- göngunefnd Norð- urlandaráðs árið 1975, með aðstöðu í Stokkhólmi. Þar dvöldu þau Lise og fjölskylda til 1978 að leiðin lá til Osló- ar, en þar vann Ólafur hjá Nor- rænu ráðherranefndinni til 1984. Þá fékk hann starf í norska fé- lags- og heilbrigðisráðuneytinu, en þegar því var skipt upp árið 1988 flutti Ólafur í félagsmála- ráðuneytið og starfaði þar uns hann hætti störfum árið 2006. Lise og Ólafur bjuggu lengst af á Rosendalsveien á Nord- strand í Osló þar sem drengirnir ólust upp og gengu í skóla. Lise og Ólafur skildu árið 1989 og flutti Ólafur skömmu síðar á Brageveien við Adamstuen, þar sem hann bjó síðan. Ólafur tók virkan þátt í félagsstarfi, bæði í skóla og starfi, hérlendis sem erlendis. Var hann m.a. formaður í deild málstolafélags í Osló á síðasta ári. Útför Ólafs fer fram í dag, 4. mars 2016, frá Vestre Gravlund- kapellunni í Osló og hefst at- höfnin klukkan 14. Velkominn – vertu blessaður. Hversu oft hefi ég ekki heilsað Óla og kvatt. Í æsku, þegar hann fór í sveit í Drangshlíð, þegar hann öll sumur fór í síldina á Sigló og þegar hann fór í nám, auk allra gagnkvæmra heim- sókna. Óli passaði mig iðulega í æsku minni. Þá kynntist ég vin- um hans, Jóni og Guðjóni Þór, seinna kynntist ég nokkrum skólafélögum Óla í MR, Lúlla, Kjartani og Kobba og í Köln þeim Garðari Ingvars og Unni og Jóni Sæmundi og Biggu. Eftir stúd- entspróf mitt fórum við þrír fé- lagar í ferð um Evrópu og „lán- aði“ Óli okkur bílinn sinn. Við dvöldum hjá Óla og Lise í skamma stund og tóku þau fé- lögum mínum sem sínum vinum. Samband okkar Óla varð æ nán- ara og þegar Óli og Lise komu heim til Íslands, spiluðum við hjónin badminton með þeim. Ekki stöldruðu þau lengi við á Ís- landi en lögðust í ferðalög og end- uðu í Osló. Lise og Óli skildu 1989 og flutti Óli skömmu síðar á Brageveien, sinn loka-samastað. Óli var skemmtilegur, elskaði líf- ið og naut þess, samkvæmismað- ur mikill. Óli var laghentur, skar m.a. út í tré á sínum yngri árum. Þegar veiðarfærin voru komin í flækju á Þingvöllum var kallað á Óla. Óli var ágætur námsmaður, hafði yndi af mannkynssögu, las m.a. öll bindi Grimbergs. Fyrir ekki löngu hannaði Óli „tímalínu“ fyrir lexikoninn og sendi útgef- endum og voru þeir hrifnir af framtakinu. Óli var góður tungu- málamaður. Áður en hann fór í ferðalag til Frakklands með Magnúsi syni sínum, lá hann yfir frönskum bíómyndum og bókum og varð nokkuð ágengt í frönsk- unni. Norskur vinnufélagi Óla sagði mér að þegar rita þurfti vandað mál í ráðuneytinu var leit- að til Óla, enda grúskaði hann mikið í norskunni. Yfirmaður hjá Seðlabankanum hér heima sagði Óla hafa verið afar góðan starfs- mann og samstarfsmann. Óli málaði nokkuð og þó enginn væri hann „Muggur“ hafði hann næmt auga fyrir listinni. Einnig skrif- aði hann smásögur, sem hann las fyrir strákana sína. Óla þótti gaman að ferðast, fór víða með fjölskyldunni og eftir skilnaðinn kom hann oft til Íslands með strákana, enda báðir miklir Ís- lendingar. Þegar Ísland spilaði við Noreg í íþróttum var aldrei spurning með hvorum þeir héldu. Áfram Ísland! Við Kristín fórum þrisvar í sumarfrí með Óla, til Rhodos, Barcelóna og Sarasóta. Við heim- sóttum Óla oft til Oslóar og hann og þeir komu oft heim og bjuggu þá yfirleitt hjá okkur. Óli var mikill græjukarl. Líf hans breyttist mjög með tilkomu Skype. Í fyrstu töluðum við sam- an nokkrum sinnum í mánuði, síðar spjallaði Magnús bróðir okkar við hann reglulega, en þeir voru allt frá æsku mjög nánir. Eftir andlát Magnúsar hittumst við Óli á Skype nánast daglega. Þetta voru ekki alltaf löng samtöl en afar gefandi. Óli greindist með krabbamein fyrir tíu árum og varð fyrir öðrum áföllum en and- lega leið honum vel. Nú er tóm- legt fyrir framan tölvuna. Skype- ið hefur ekki verið notað um tíma. Nú verða kveðjurnar ekki fleiri. Ég kvaddi Óla – í síðasta sinn á Skype-inu. Góða ferð, elsku bróð- ir. Pétur Björn. Ólafur Pétursson HINSTA KVEÐJA Það þurfti ekki að eyða mörgum stundum með Óla frænda til þess að elska hann. Hlýja og gleði ein- kenndi hann og samveru- stundir okkar. Innilegar samúðarkveðj- ur til Tryggva, Magnúsar og fjölskyldna þeirra. Hug- ur okkar er hjá ykkur. Ólafur Haukur, Pétur Örn og Arna Margrét Johnson. Amma sýndi mér hvar litli vísirinn á klukkunni inni í stofu yrði staðsettur þegar afi kæmi heim úr vinnunni. Vísinum fylgdist ég vel með á hverjum degi og beið eftir að geta gert eitthvað skemmtilegt með afa. Við afi eyddum miklum tíma saman í sveitinni, við borðuð- um harðfisk, slógum fífla með golf- kylfum, vökvuðum golfvöllinn og tefldum. Afi kenndi mér mjög margt um ævina, hann kenndi mér að keyra bíl, hann kenndi mér að spila golf og kenndi mér að tefla ásamt svo mörgu öðru. Við áttum góða tíma saman. Ég sakna þín. Ólafur Arnar. Það er æði margt sem kemur mér í hug þegar ég minnist bróður míns Gústa, allt frá barnæsku á Hólaveginum á Siglufirði til kveðjustundar. Hann var elstur okkar systkina og vildi gjarnan leiðbeina okkur yngri um margt af því sem fengist var við í uppvext- inum. Gústi stundaði skíðin frá barn- æsku eins og margir gerðu á Siglu- firði enda aðstæður frábærar og var æfingasvæðið m.a. í Hafnar- hyrnunni rétt fyrir ofan heimili okkar. Gústi varð frábær skíða- maður, keppti í öllum greinum íþróttarinnar á unglingsárunum, göngu, stökki og svigi, en lagði mesta rækt við svigið. Ég minnist þess enn þegar hann náði því að stökkva yfir 50 metra í Stórabola, stærstu stökkbraut landsins, þá aðeins 15 ára. Vegna náms og starfa fjarri heimabyggð lét hann af þátttöku í skíðakeppnum, því miður alltof snemma, en naut þess alla tíð að fara á skíði. Áhugamálin voru mörg auk þess að stunda skíðin á uppvaxt- arárunum. Hann lék m.a. í meist- araflokki KS í knattspyrnu á Siglu- firði, tók þar virkan þátt í félagsstörfum skíðamanna, var m.a. formaður Skíðafélags Siglu- Gústav Nilsson ✝ Gústav Nilssonfæddist 16. maí 1934. Hann lést 23. febrúar 2016. Útför Gústavs fór fram 3. mars 2016. fjarðar Skíðaborg um skeið. Hann stundaði hesta- mennsku bæði á Siglufirði og í Mý- vatnssveit. Hann var einn þeirra sem beittu sér fyrir gerð níu holu golfvallar í Mývatnssveit og tók virkan þátt í upp- byggingu hans og síðar viðhaldi og hirðingu. Golfið varð hans íþrótt þegar á leið ævina og það eru ófáir golfhringirnir sem við lékum sam- an bæði í Mývatnssveitinni og síðar í Garðabænum. Gústi var mikill keppnismaður og það var ekki gott að gera mikil mistök væri maður í liði með honum. Hann gerði kröfur til annarra, en hann gerði þó mest- ar kröfur til sjálfs sín bæði í leik og starfi. Við höfðum gott útsýni yfir eyr- ina og síldarverksmiðjurnar á Siglufirði af Hólaveginum og ég minnist þess að á meðan Gústi starfaði í verksmiðjunum sem vél- stjóri og síðar sem framkvæmda- stjóri fylgdist móðir okkar vel með því hvort ekki væri eðlilegur reyk- ur úr verksmiðjunum þegar síldin var brædd. Ef reykurinn dökknaði um of eða úr honum dró sagði hún gjarnan að nú væri eitthvað bilað hjá Gústa. Vélar og tæki voru hans ær og kýr og allt snérist um að halda þeim gangandi með eðlileg- um hætti. Heimsóknir fjölskyldu okkar hjóna til fjölskyldu Gústa og Þóru, hvort sem var á Siglufirði eða í Mý- vatnssveit, lifa í minningunni, ekki aðeins gestrisni þeirra heldur einn- ig ógleymanlegar samverustundir, hestaferðir, veiðiferðir og skoðun- arferðir um náttúruna. Efst í huga er mér þó þakklæti fyrir hjálpsemi Gústa alla tíð við hvers konar framkvæmdir eða við- gerðir bæði innan húss og utan. Hann mátti aldrei sjá illa farinn eða úr sér genginn hlut án þess að hefjast þegar handa við lagfæring- ar og ekki var hætt fyrr en allt var komið í lag. Nokkrar eru vorferð- irnar sem við fórum saman í sum- arbústaðinn á Rangárvöllum til að undirbúa traktora og sláttuvélar undir sumarið. Ég veit að afkom- endur þeirra hjóna hafa einnig not- ið þessarar miklu hjálpsemi. Ég kveð minn góða bróður með þakklæti og sendi Þóru og börnum og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Ólafur Nilsson. Gústi föðurbróðir okkar er fall- inn frá. Á slíkum stundum reikar hugurinn til baka. Við eigum margar góðar og dýr- mætar minningar frá fjölmörgum heimsóknum til Þóru og Gústa bæði sem börn og unglingar og einnig frá fullorðinsárum eftir að við stofnuðum okkar eigin fjöl- skyldur. Á okkar yngri árum bjuggum við fyrst á Akureyri og síðan Eskifirði og það var okkar lán að Gústi og Þóra bjuggu til- tölulega nálægt okkur. Benni man eftir heimsóknum til þeirra á Siglu- fjörð. Bogi var skírður þar á sínum tíma og veislu slegið upp á Hlíð- arveginum að hætti Þóru og Gústa. Síðar var Bogi oft hjá þeim á Hlíða- veginum í Mývatnssveit, meðal annars þegar Anna María fæddist. Mývatnssveitin var ævintýra- heimur. Náttúran, hestarnir, Jón Sig, snjósleðinn, hverabrauð með silungi, Hektor, Kísiliðjan og að sjálfsögðu Gústi og Þóra og fjöl- skylda. Gústi frændi var aðalhetj- an í ævintýralandinu við Mývatn. Hann gat allt og okkur leið mjög vel í návist hans enda var hann óspar á brosið og nálgaðist okkur ávallt sem jafningja með glettni í augum og hnyttni í tilsvörum. Gústi gat spjallað um alla heima og geima þótt heldur fækkaði um- ræðuefnunum okkar á milli þegar hann færði sig úr hestamennsk- unni yfir í golfið – eftir það komst bara eitt að. Okkur leist í upphafi ekkert allt of vel á vallarstæðið þegar Gústi ásamt félögum sínum byrjaði að byggja upp golfvöllinn við Mývatn, en eins og áður segir, Gústi gat allt. Gústa frænda verður sárt sakn- að og við systkinin og fjölskyldur okkar vottum Þóru, Svövu, Gerði, Nilla og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Anna María Bogadóttir, Bogi Nils Bogason, Bernhard Bogason. Ég kynntist Gústav F. Nilssyni þegar ég varð framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar hf. en þar var hann framleiðslustjóri og hafði starfað við fyrirtækið nánast frá upphafi þess. Fyrstu kynni okkar þróuðust fljótt í traust samstarf og góða vin- áttu. Áður hafði Gústav verið fram- kvæmdastjóri hjá Síldarverk- smiðjunni Rauðku á Siglufirði og gegndi síðar stöðu verksmiðju- stjóra hjá Síldarverksmiðjum rík- isins á sama stað. Mér varð strax ljóst að þar fór maður með mikla reynslu og þekkingu. Það var gott að finna hve mjög hann bar hag fyrirtækisins fyrir brjósti, en störf hans einkenndust af nákvæmni og vandvirkni. Gústi var skipulagður maður sem ávallt gekk vel undirbúinn til allra verka. Hann var töluglöggur og reiknaði og skráði skilmerkilega það sem hann taldi máli skipta fyrir rekst- urinn. Þær upplýsingar voru ávallt vel flokkaðar og á vísum stað á skrifstofunni hans. Það var nánast hægt að fletta upp í Gústa ef eitt- hvað vantaði að vita, slík var yf- irsýn hans og þekking varðandi sögu og rekstur Kísiliðjunnar hf. Gústi gat verið mjög ákveðinn og fylginn sér enda metnaðarfullur skapmaður sem gerði kröfur til annarra en krafðist þó alltaf mests af sjálfum sér. Þegar mikið lá við og eitthvað olli truflunum í rekstri verksmiðjunnar var Gústi ávallt í fararbroddi enda var hann einstak- lega röskur maður og úrræðagóð- ur. Mér er sérstaklega minnisstætt hvað hann var traustur, ósérhlífinn og hjálpsamur þegar upp komu vandamál og á reyndi. Þegar ein- hvers staðar var þörf fyrir hjálp eða greiða af hans hendi þá var alltaf gott að leita til Gústa en hann var ávallt tilbúinn og virtist njóta þess að liðsinna öðrum. Það var gaman að deila tíma með Gústa utan vinnutíma og eru margar góðar minningar tengdar þeim samverustundum. Stundum var farið í göngu til að kanna og upplifa hið magnaða umhverfi Mý- vatnssveitar og nágrennis. Þá var ekki síður gaman að spila golf eða badminton sem við gerðum reglu- lega með góðum hópi. Gústi var mikill og fimur íþróttamaður og keppnisskapið var ósvikið. Eftir góðan leik var farið í heita pottinn og þá voru stjórnmálin og fleira rætt, oft af talsverðum ákafa. Gústi hafði sterkar skoðanir á ýmsum þjóðfélagsmálum og var mjög rás- fastur þegar kom að stjórnmála- skoðunum. Ætíð var samt stutt í gamansemina enda var Gústi félagslyndur og með skemmtileg- an húmor. Um leið og ég þakka kær og lærdómsrík kynni vil ég senda Þóru og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Kristján Björn Garðarsson. Hann kunni að njóta og lifði góðu lífi. Hann var sjen- tilmaður fram á síðasta dag. Dag- inn áður en hann kvaddi vildi hann láta snyrta sig, fór í rakstur og klippingu. Við vissum ekki að daginn eftir myndi hann fara aft- ur á fund ömmu sem hann sakn- aði svo sárt. Auðvitað fór hann til þessa fundar á sjálfan konudag- inn. Við sem kveðjum þennan ein- staka mann munum halda minn- ingu hans á lofti með því að varð- veita það sem skipti hann mestu máli, fólkið hans og gleðina. „Hvernig gengur í pólitíkinni, eru karlarnir almennilegir við þig?“ spurði hann mig í hvert sinn eftir að ég byrjaði að hafa formleg afskipti af pólitík. Afi passaði upp á sitt fólk. Honum var annt um það að okkur liði vel og jafnframt að okkur gengi vel. Haukur Guðjónsson ✝ Haukur Guð-jónsson fæddist 3. maí 1926. Hann lést 20. febrúar 2016. Haukur Guð- jónsson var jarð- sunginn 1. mars 2016. Afi var flinkur að hrósa fólki og seinni árin var hann orðinn verulega væminn á köflum. Það sagði ég honum reglulega og hann hló í hvert sinn og sagðist bara orðinn svo gamall, þetta fylgdi ellinni. Vinir mínir hafa sagt mér sögur af því þegar þeir hittu hann á Garðatorgi þar sem afi ræddi um hversu bjart væri yfir þeim og hversu lánsamir þeir væru með börn sín og fjölskyld- ur. Afi hafði áhuga á mönnum og málefnum. Hann var barnakarl og börn hændust að honum. Hann var alltaf til í að fíflast eitt- hvað með þeim, veitti þeim óskipta athygli og gætti þess allt- af að eiga eitthvert góðgæti handa þeim. Góðgætið bar hann alltaf fram á bakka og fékk því viðurnefnið afi bakki, sem átti vel við þar sem afi og amma byggðu sitt hús og bjuggu lengst af á Bakkaflöt. Hjá afa bakka voru börn alltaf mikilvægustu gestirn- ir. Og mínir drengir fengu heldur betur að njóta þess. Afi var þeim góð fyrirmynd og þeir voru nánir og miklir vinir. Söknuður sona minna er því mikill. Það eru for- réttindi fyrir unga snáða að fá að umgangast langafa sinn og lang- ömmu. Þeir eyddu mörgum góð- um stundum í faðmi þeirra þar sem hraðinn var minni, tíminn meiri og athyglin öll þeirra. Fyrir það er ég þakklát. Hann afi minn var húmoristi og hörkutól. Stoltur og stór. Hláturmildur og hlýr. Hann stóð fast á sínu og elskaði sitt fólk. Hann kenndi mér að standa með sjálfri mér og gleyma aldrei að það þarf að vera gaman. Lífið er til að njóta. Afi er eini maðurinn sem ég hef þekkt sem tók hatt sinn ofan þegar hann heilsaði. Nú tek ég of- an fyrir afa mínum um leið og ég þakka samfylgdina. Áslaug Hulda Jónsdóttir. Langafi minn, afi Haukur, lifði langa ævi og sá því tímana tvenna á sinni tíð. Ég ræddi við hann um æsku og uppvöxt fyrir skólaverk- efni fyrir nokkrum árum. Hann sagði mér frá því þegar hann var að alast upp í Reykjavík með bræðrum sínum tveimur, þeim Jónasi og Sigurjóni. Hann mundi enn eftir því þegar hann flutti þriggja ára gamall milli hverfa og að flutningurinn fór fram á hest- vagni um hávetur. Foreldrar hans voru dugnaðarfólk, faðir hans var sjómaður og móðir hans vann við saltfiskverkun. Þetta fólk byggði síðar stórhýsi við Mávahlíð með eigin höndum. Á þessum tíma þótti gott að hafa vinnu yfirhöfuð þannig að afa mínum fannst þau hafa notið nokkurrar blessunar. Sjálfur byrjaði hann að vinna sem sendi- sveinn hjá fisksala um 10 ára gamall. Hann fór með sendingar á reiðhjóli bæjarenda á milli. Hann réð sig á togara 16 ára gamall og enskan sem hann lærði í skóla kom sér vel þegar siglt var til Englands því þá gat hann túlk- að fyrir félagana. Seinna var hann verkstjóri, bæði á láglend- inu og upp til fjalla við stórfram- kvæmdir, t.d. við Sigöldu- og Búrfellsvirkjun. Hann vann stór- an hluta starfsævinnar sem verk- stjóri, síðustu starfsárin hjá Grjótmulningsstöð Reykjavíkur sem nú heitir Höfði malbikunar- stöð. Þegar ég spurði afa hvort mikill munur væri á lífinu í gamla daga og nú sagði hann svo ekki vera. Vissulega væri meiri vel- megun en annars reyndi fólk að gera eins vel og það gæti við sína nánustu. Fjölskyldan hefur í gegnum tíðina átt margar góðar stundir á Garðatorgi og þar áður á Bakka- flöt. Þau afi og amma voru ráða- góð og gott fólk heim að sækja. Við verðum alltaf þakklát fyrir góðar stundir, veislur og punk- tapartíin góðu sem afi fann upp á. Þeim þótti alltaf gaman að fá okkur krakkana í heimsókn, ekki síst nú undir það síðasta þegar afi var orðinn gamall og lasinn. Þorri Hauksson. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandend- ur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.