Morgunblaðið - 04.03.2016, Page 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MARS 2016
Hilmar Sigvaldason, „vitavörður“ á Akranesi, hefur komið vit-unum á Akranesi á kortið sem áhugaverðum viðkomustað oger óþreytandi í að auglýsa þá. Hann var valinn Skagamaður
ársins 2012 og fékk viðurkenningu frá Markaðsstofu Vesturlands árið
2015.
„Ég vakti árið 2011 athygli á slæmu ástandi gamla vitans, en hann
var byggður 1918. Hann var endurgerður í kjölfarið og var valinn
þriðji fallegasti viti í heimi á einni erlendri síðu. Ég kom því einnig til
leiðar að stærri vitinn væri opinn almenningi. Opinber tími er 1. júní
til 31. agúst en aðsóknin er orðin svo mikil að það er orðið meira og
minna opið allt árið.“
Tónleikar hafa verið haldnir í vitanum og m.a.s. upptökur á geisla-
diski. Fjölmargar myndlistarsýningar hafa einnig verið haldnar og
síðasta sunnudag var messað í vitanum. „Það er í fyrsta sinn held ég
örugglega sem messa hefur verið haldin í vita. Í sumar verður svo
keramiklistasýning. Um 30.000 manns hafa komið í vitann frá því
hann var opnaður í mars 2012.“
Hilmar starfar að íþróttamannvirkjum hjá Akranesbæ, hann hefur
áhuga á ljósmyndun og er einn af stofnendum Vitans – félags áhuga-
ljósmyndara á Akranesi.
Hann ætlar að taka það rólega í dag á afmælisdaginn en heldur
veislu á morgun í Vinaminni, safnaðarheimili Skagamanna.
Vitavörðurinn Hilmar með eldri vitann í baksýn.
Stendur vaktina
í Akranesvita
Hilmar Sigvaldason er fimmtugur í dag
B
orghildur fæddist á Ísa-
firði 4.3. 1931: „Þar var
gott að slíta barns-
skónum. Maður var
alltaf úti að leika sér,
hafði nóg að gera og bærinn allur var
okkar leiksvæði.“
Borghildur útskrifaðist úr lands-
prófsdeild Gagnfræðaskóla Ísafjarð-
ar 1947: „Mér er minnisstætt þegar
tvær bekkjarsystur mínar sögðu
mér að þær ætluðu í Kennaraskól-
ann nk. vetur. Ég varð steinhissa því
kennsla var það síðasta sem ég hefði
viljað leggja fyrir mig. Svo þróuðust
hlutirnir þannig, án þess að þar lægi
einhver staðföst ákvörðun að baki,
að ég kenndi í rúm 40 ár og náði
aldrei að fá leiða á því.“
Borghildur stundaði nám við
Myndlista- og handíðaskólann í
Reykjavík 1949-50, við Haand-
arbejdets Fremmes Skole í Kaup-
mannahöfn 1950-52 og útskrifaðist
sem handavinnukennari 1952. Hún
stundaði síðan nám við Kensington
School of Language í London sum-
arið 1956, við Husflidshøjskole í
Danmörku sumarið 1959, við Los
Angeles Trade Technical College í
Kaliforníu í fatahönnun, 1965-68,
stundaði nám við KHÍ vorið 1974 og
lauk prófum í uppeldis- og kennslu-
fræði við KHÍ 1980-82. Auk þess hef-
ur hún sótt fjölda sumarnámskeiða.
Borghildur kenndi við Náms-
Borghildur G. Jónsdóttir, fyrrv. kennari – 85 ára
Eðvarð 90 ára Borghildur og Eðvarð með börnum, tengda- og barnabörnum og Sonju, bróðurdóttur Eðvars.
Frumkvöðull handíða-
brauta framhaldsskóla
Leikfélagar Það fer vel á með þeim Mána Elvari og sæljóninu á Tenerife.
Reykjavík Katla Björg Atladóttir fæddist 19. desember 2015. Hún vó 2.110 g og
var 47 cm löng. Foreldrar hennar eru Atli Björgvin Oddsson og Kristín Anna
Tryggvadóttir.
Nýir borgarar
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.isSmiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt