Morgunblaðið - 04.03.2016, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 04.03.2016, Qupperneq 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MARS 2016 Morgunblaðið gefur út þann 10. mars glæsilegt sérblað um HönnunarMars –– Meira fyrir lesendur PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA: fyrir kl. 12, mánudaginn 7. mars. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Hátíðin verður haldin víðs vegar um Reykjavík þar sem saman koma íslenskir hönnuðir og sýna fjölbreytt úrval nýrrar íslenskrar hönnunar og arkitektúrs af margvíslegu tagi. HönnunarMars DesignMarch Reykjavík 10.-13.03.2016 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú gætir náð góðum árangri í starfi á næstunni. Einbeittu þér að því að rækta þau sambönd sem skipta þig einhverju máli, það hjálpar þér að stofna ævilangan vinskap. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er spenna í loftinu varðandi pen- inga og sameiginlegar eignir. Að vandlega íhuguðu máli hlýtur þú að finna bestu lausn- ina. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er ekki til neins að grafa höf- uðið í sandinn. Enginn reynir að fegra neitt og einhver vill fá að vita alla málavöxtu. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Ferðaáætlanir og áætlanir sem tengj- ast útgáfumálum og framhaldsmenntun líta vel út. Gefðu þér tíma til þess og sæktu orku í umhverfi þitt. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Áhættusamt verkefni blasir við, en hversu áhættusamt er undir þér komið. Taktu það ekki óstinnt upp, þótt svörin láti stund- um bíða eftir sér. Reyndu samt ekki að blekkja samstarfsfólk þitt. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú hefur lokað á sköpunarhæfileika þína um tíma svo nú verður ekki lengur við unað. Ef einhver biður þig um álit veit hann líklega að hann fær það óþvegið. 23. sept. - 22. okt.  Vog Reyndu að fullnægja fróðleiksþörf þinni á sem fjölbreyttastan máta. Gættu þess að taka ekki of mörg verkefni að þér í einu. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú þarft að koma þér upp dag- bók og skipuleggja tíma þinn betur. Ef þú leyfir hlutunum að hafa sinn gang munu þeir skýrast fljótt. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er nauðsynlegt að leyfa barninu í sjálfum sér að blómstra. Leggðu áherslu á að umgangast aðeins jákvætt fólk. 22. des. - 19. janúar Steingeit Stundum skjóta upp kollinum mál, sem þú heldur að þú hafir afgreitt endanlega fyrir löngu. Fáðu þér blund, sturtu eða göngu- túr. Láttu aðra um að leysa sín mál og sinntu þínum eigin. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Í dag er gott að ræða við maka og nána vini um framtíðaráform. Haltu í trygga vini og geymdu þá í innsta hring, þar sem þeir eiga heima. 19. feb. - 20. mars Fiskar Sköpunargáfa þín hreinlega blómstrar þessa dagana. Leggðu þig fram og sjáðu til þess að skoðanir þínar séu öllum ljósar. Reyndu að líta upp úr smáatriðunum og fá yf- irsýn yfir verkið í heild. Ég hitti karlinn á Laugaveginumá Austurvelli, – hann hnykkti höfðinu upp til alþingishússins þeg- ar hann sá mig og sagði: Birgitta með bros á vör en beisk í svörum - mikil vöntun varð á þingi á vinnustaðasálfræðingi. Sigurlín Hermannsdóttir segir að hætt sé við því í fannferginu sem verið hefur víða um land að ein- hverjir hafi lent í vandræðum: Komin út kaldan morgun mikill snjór mætti sjónum. Hvít var þúst þar á plani þóttist ég þekkja bíl minn. Brölti aum bíla millum. Skafa beið í bílsætinu. Þreif í hurð hún var frosin lófum með mátti skafa. Undan fönn frelsa bílinn glappaskot glotti við mér; þennan hér þekki eigi minn beið enn miklu utar. Sr. Skírnir Garðarsson hefur lesið búvörusamninginn og sannfærist æ meir um að auglýsingum eftir ráðs- konum í sveit muni fjölga verulega: Bóndinn í Fremstukotum auglýsir. Ráðskonu mig röska vantar, reginflota, Range- mun hún minn Rover nota, við raksturinn á túnum Kota. Bændurnir á Ystunöf skrifa, Ódýrar við eiginkonur óðar ráðum, í vort bú á Ystu- báðum okkur þetta hugnast snáðum. Að lokum bóndinn á Tyrðilmýri … Á landnámsjörð ég lausakonu ljúfa hýri, hún skal hafa hönd á stýri, Hi-Lux-ins á Tyrðilmýri. „Svona auglýsa aðeins snillingar, þ.e. framsóknarmenn,“ eru lokaorð sr. Skírnis. Á miðvikudaginn sagði Sigmund- ur Benediktsson á Leirnum að sólin hefði komið upp í heiðríkju kl. 9 yfir Blikdalnum og útlit fyrir góðan dag. En deginum áður dró konan hann út og gengu Langasand og þá fæddist smá vísa: Minnist græðir ljúft við land, lágvær glæðist kliður. Aldan flæðir upp á sand, aftur læðist niður. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af Birgittu og fannfergi Í klípu HVERNIG HLUTIRNIR ÆTTU AÐ VERA. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „FYRIRGEFÐU. ÉG HÉLT ÞÚ VÆRIR EIGINMAÐUR MINN.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að læra á brimbretti til þess að vera hjá honum. GRETTIR, ÞÚ ÁTT MARGT ÓLÆRT UM ÞAÐ AÐ VERA GÓÐUR VIÐ FÓLK ÉG VEIT ÞAÐ ER UPPÁHALDS AFSÖKUNIN MÍN ÞAÐ VERÐUR EKKERT EINS Á MEÐAN ÞÚ ERT AÐ HEIMSÆKJA MÖMMU ÞÍNA, HELGA! BARA SVO ÞÚ VERÐIR EKKI EINMANA… HEF ÉG BOÐIÐ BRÓÐUR ÓLAFI AÐ GISTA HJÁ ÞÉR ÞANGAÐ TIL VIÐ KOMUM TIL BAKA! MHM.. Ég get gefið þér andlitstattú - ef þú blæst í áfengismæli fyrir mig. Sumir segja að ÍNN og Omega séubestu sjónvarpsstöðvar landsins og Víkverji veltir fyrir sér hvað stjórnendur þeirra voru að hugsa, þegar þeir stukku ekki á vagninn með hinum sjónvarpsstöðvunum og sýndu beint frá Eddunni síðastliðið sunnu- dagskvöld. x x x Ingvi Hrafn hefur oft hitt naglann áhöfuðið í Hrafnaþingi og Eiríkur hefur verið með fróðlega þætti á Omega og því vekur ef til vill enn meiri furðu að þeir hafi látið gull- vagninn með fræga og fína fólkinu í Sjónvarpinu framhjá sér fara. x x x En ekki er allt sem sýnist og Vík-verji er ekki jafn sannfærður um ágæti Eddunnar sem sjónvarpsefnis eins og stjórnendur þeirra stöðva sem sýndu beint frá verðlaunaaf- hendingunni. Víkverji hélt að Eddan væri fyrir kvikmyndagerðarfólk, leik- ara og leikstjóra en svo kemur á dag- inn að hún er einkum fyrir fólk sem nærist á athygli. Skiljanlegt að Stöð 2 vilji ekki vera með og í skugga ann- arra. x x x Er annars ekki eitthvað að þegarboðið er upp á sömu tveggja tíma dagskrána á sama tíma á sunnudags- kvöldi á fjórum af sex opnum sjón- varpsstöðvum? Víkverji er hvorki með Stöð 2 né Netflix en svona ein- hæf dagskrá minnir helst á dag- skrána eins og má ímynda sér að sé í Norður-Kóreu. Kæmi samt ekki á óvart að þar væri hún líflegri og alveg örugglega hnitmiðaðri enda aðeins einn í framboði. x x x Þegar Víkverji er ekki í vinnunni ásunnudagskvöldum vill hann helst horfa á góðan krimma í sjón- varpinu. Sl. sunnudagskvöld stóð val- ið á milli Eddunnar og vandmála- viðtals á Omega eða matreiðsluþáttar á ÍNN. Með fullri virðingu fyrir Omega og ÍNN höfðaði efni stöðv- anna ekki til Víkverja þó maturinn hjá Úlfari Finnbjörnssyni hafi vissu- lega verið girnilegur. Því var bara eitt í stöðinni, að slökkva á sjónvarpinu og snúa sér að öðru. víkverji@mbl.is Víkverji Ef óvin þinn hungrar gefðu honum þá að eta og þyrsti hann gefðu honum þá að drekka. Orðskv. 25:21

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.