Morgunblaðið - 30.03.2016, Síða 12

Morgunblaðið - 30.03.2016, Síða 12
Lydia Gil Keff, lektor við spænskudeild Há- skólans í Denver í Bandaríkjunum, heldur fyrirlestur á vegum Stofn- unar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungu- málum og Rann- sóknastofu í minni og bókmenntum við Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina: „Active Memory: Memorializing Disappearance in Argentina through Literary Testimonies“. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku en í honum fjallar fræðikonan um birtingar- myndir minninga í bókmenntatextum í tengslum við mannshvörf á tímum herforingastjórnarinnar í Argentínu á árunum frá 1976 til 1983. Þá hurfu 30.000 manns. Viðburðurinn fer fram í dag, mið- vikudag, kl. 16:30-17:30 í stofu 103 í Lögbergi í Háskóla Íslands. Allir eru velkomnir. 30.000 manns hurfu á tímum herforingastjórnar í Argentínu Birtingarmyndir minninga í tengslum við mannshvörf AFP Argentína Nýleg ganga í Buenos Aires þar sem borinn var borði með myndum af fólki sem hvarf á árunum 1976-1983 á tímum herforingastjórnarinnar. Lydia Gil Keff 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2016 Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Þetta er algjört met í munst-urreið,“ segir RagnheiðurSamúelsdóttir, reiðkennariog tamningakona, sem stýrði Töltgrúppunni, sem saman- stendur af 62 konur á öllum aldri sem sýndu einstaklega flotta munst- urreið á dymbilvikusýningu hesta- mannafélagsins Spretts í síðustu viku. Undirritaðri þótti tilkomumikið að sjá reiðhallargólfið hreinlega fyll- ast af kraftmiklum flottum konum sem allar riðu í takt við tónlist á hægu tölti. Gleðin og fagmennskan skilaði sér alla leið til áhorfenda og vakti atriðið slíka hrifningu að sýn- ingargestir stóðu upp úr sætum sín- um og klöppuðu þeim lof í lófa en slíkt er ekki algeng sjón á reiðhall- arsýningum. Líklega hafa aldrei fleiri tekið þátt í einu sýningaratriði þar sem riðnar eru svokallaðar töltslaufur. Yfirleitt taka mun færri þátt í álíka munsturreið og teljast sýningar- atriði nokkuð stór og vegleg þegar knapar eru um 20. Ragnheiður segist hafa áttað sig á því á æfingum í vetur að hún hafi verið að gera eitthvað sem aldr- ei hafði verið gert áður. Sú varð ein- mitt raunin. „Það hafa margir komið til mín eftir sýninguna sem sögðust aldrei hafa séð svona áður. Þetta er eitthvað alveg nýtt,“ segir hún ánægð með afraksturinn og bendir á að atriðið hafi vakið athygli út fyrir landsteinana. „Ég er ofsalega stolt „Þetta er algjört met í munsturreið“ Íslandsmet í munsturreið féll í reiðhöll Spretts á árlegri dymbilvikusýningu í liðinni viku þegar 62 konur í Töltgrúppunni riðu töltslaufur. Atriðið vakti mikla hrifningu og sýningargestir stóðu upp í miðri sýningu og klöppuðu þeim lof í lófa. Reiðkenn- arinn Ragnheiður Samúelsdóttir, sem stýrði konunum, var staðráðin í að láta þetta verða að veruleika og lét engin áhrif hafa á sig úrtöluraddir sem töldu þetta ógerlegt. Í Töltgrúppunni eru yfir 80 konur en 62 tóku þátt í þetta skiptið. Saman Það er kúnst að halda hestinum sínum á sama hraða. Flottar Hluti af 62 konum sem sýndu færni sína á dymbilvikusýningunni. Borgarbókasafnið og Kristín R. Vil- hjálmsdóttir, verkefnastjóri safns- ins og nemi í hagnýtri menningar- miðlun, bjóða öllum sem heita María upp á Maríukex, te og kaffi í dag, miðvikudag, á Borgarbókasafn- inu í Tryggvagötu kl. 16.30 til 17.30. Í tilkynningu segir að hugmyndin sé að varpa ljósi á þau mörgu andlit í íslensku samfélagi sem bera þetta alþjóðlega nafn og leiða þau saman á léttum nótum. Gjörningurinn verður notaður í heimildamynd um konur sem heita María, sem verður sýnd í Bíó Paradís hinn 14. apríl næstkomandi og er hluti af verkefni í meistaranáminu hagnýt menning- armiðlun og fjölmenningarstarfi Borgarbókasafnsins. Þátttakendur verða teknir upp á myndband og mega búast við að þeim verði lítil- lega leikstýrt á meðan þeir njóta samverunnar. Heimildarmyndin, Andlit Maríu, á að vekja áhorfendur til umhugsunar um veröldina sem „leikvöll“ okkar allra, sama hvaðan við erum, hvar við búum eða í hvaða átt við viljum fara. Í henni býr fullt af ólíkum manneskjum; manneskjum sem eiga það sameiginlegt – að vera manneskjur. En hversu margar ætli eigi það að auki sameiginlegt að heita María? Hvað þýðir það að heita María og hvernig er það? Hvað skiptir máli í lífi Maríu? Svara við þessu og öðru er leitað í nokkrum stuttum viðtölum við konur sem heita María en hafa fæðst á mismunandi stöðum í heiminum og eru búsettar á Íslandi. Eiga þær annað sameiginlegt en að bera þetta nafn? Mörg andlit Maríu eru hluti af íslensku landslagi og í myndinni munu sum þeirra birtast ásamt skýringu á nafninu. Heitir þú María? AFP María mey Hún er sennilega frægasta María veraldar. Þessi var borin um götur Ítalíu nú á föstudaginn langa, enda Ítalía kaþólskt land og þar býr jú páfinn. Allar Maríur eru boðnar í te, kaffi og Maríukex í dag Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.