Morgunblaðið - 30.03.2016, Side 19
19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2016
Páskahret Það fór aldrei svo að ekki snjóaði í Reykjavík um páskana. Snjórinn minnti enn einu sinni á að allra veðra er von í mars og þó birtan aukist með hverjum degi er enn vetur.
Styrmir Kári
Hart hefur verið
sótt að Sigmundi Dav-
íð Gunnlaugssyni for-
sætisráðherra eftir að
eiginkona hans upp-
lýsti að hún ætti eign-
arhaldsfélagið Wintris
Inc. sem er skráð á
Bresku Jómfrúr-
eyjum. Hann þykir
liggja vel við höggi.
Pólitískir andstæð-
ingar telja að loks hafi skapast færi
til að koma höggi – jafnvel rothöggi
– á forsætisráðherra. Þeir velta
fyrir sér að leggja fram vantrausts-
tillögu á ráðherrann og hugleiða
hvort ekki sé rétt að stofna enn
eina rannsóknarnefndina. Nær
daglega eru fluttar fréttir af þess-
um vangaveltum, þótt engir form-
legir fundir hafi verið haldnir, eng-
ar ákvarðanir teknar. Allt bara
spjall yfir kaffibolla að því er virð-
ist.
Helgi Hrafn Gunnarsson, þing-
maður Pírata, var fljótur að lýsa
því yfir að óhugsandi væri að for-
sætisráðherra sæti áfram. Frétta-
stofa ríkisins upplýsti landsmenn
um að vantrauststillaga hefði „kom-
ið til tals innan allra
stjórnarandstöðuflokkanna á
þingi“. Tekið var fram að flokk-
arnir hefðu ekki „rætt saman form-
lega um sameiginlega vantrauststil-
lögu“. Róbert Marshall, sá hinn
sami og varði vinstristjórn Jóhönnu
Sigurðardóttur falli, vill vantraust á
forsætisráðherra.
Í viðtali við vef Hringbrautar
lýsir Birgitta Jónsdóttir, þingmað-
ur Pírata, því yfir að enginn vafi
leiki á því að hún „muni beita sér
fyrir því að vantrauststillaga verði
lögð fram á hendur Sigmundi Dav-
íð“. Þetta er ekki í fyrsta og líklega
ekki í síðasta skipti
sem Birgitta boðar til-
lögur af þessu tagi.
Ráðist á forseta
Alþingis
Í janúar 2012 lýsti
miðstjórn Ungra jafn-
aðarmanna yfir van-
trausti á Ástu Ragn-
heiði Jóhannesdóttur,
forseta Alþingis, fyrir
að hafa greitt atkvæði
gegn frávísun á tillögu
um að afturkalla
ákæru á hendur Geir H. Haarde.
Frávísuninni var ætlað að koma í
veg fyrir að tillagan um afturköllun
fengi þinglega meðferð. Fréttastofa
ríkisins hafði það eftir Jóhönnu
Sigurðardóttur forsætisráðherra að
forseti Alþingis yrði að gera það
upp við sjálfan sig hvernig brugðist
skyldi við yfirlýsingum um van-
traust. Mörgum þóttu þetta kaldar
kveðjur frá Jóhönnu til Ástu Ragn-
heiðar, sem hafði um árabil verið
einn nánasti samverka- og stuðn-
ingsmaður hennar í stjórnmálum,
meðal annars í Þjóðvaka.
Birgitta Jónsdóttir, helsti sér-
fræðingur landsins í að boða til-
lögur um vantraust án þess að
leggja þær fram, lýsti því yfir í við-
tali við Egil Helgason í Ríkissjón-
varpinu að hún stæði fyrir undir-
skriftasöfnun meðal þingmanna til
að lýsa vantrausti á forseta Alþing-
is. Skömm forsetans var að hafa
sett tillöguna um afturköllun ákær-
unnar á dagskrá þingsins.
Birgitta, sem þá var þingmaður
Hreyfingarinnar, sagði sér misboð-
ið. Hún neitaði hins vegar að upp-
lýsa hvaða þingmenn hefðu þegar
lagt henni lið:
„Ég byrjaði nú bara á þessum
undirskriftalista eftir atkvæða-
greiðsluna en það eru komnir að-
ilar úr þremur flokkum. Ég mun
ekki birta nöfnin nema okkur takist
að fá 32.“
Listinn var aldrei birtur og ekki
kom tillaga frá Birgittu um van-
traust á forseta Alþingis.
Málfundaæfingar
Birgitta Jónsdóttir lítur á van-
trauststillögur sem eins konar mál-
fundaæfingar – eða kannski tæki-
færi til að komast hjá því að ræða
efnislega mál sem krefjast annars
en innantómra yfirlýsinga.
Í mars 2013 var tekin fyrir til-
laga um vantraust á ríkisstjórn Jó-
hönnu Sigurðardóttur. Flutnings-
maður var Þór Saari, félagi
Birgittu í Borgarahreyfingunni og
síðar Hreyfingunni. Vantraustið
var fram komið vegna þess að ekki
hafði tekist að tryggja breytingar á
stjórnarskrá. Þór sagði í stuttri
greinargerð að „vantrauststillaga
sem hér er lögð fram beinist gegn
ríkisstjórninni þar sem hún situr í
umboði meirihluta þingsins, en
þingið getur ekki afgreitt frumvarp
til stjórnskipunarlaga byggt á þeim
drögum sem samþykkt var að
leggja til grundvallar nýrri stjórn-
arskrá og samþykkt voru með yf-
irgnæfandi meiri hluta í þjóð-
aratkvæðagreiðslu 20. október
2012“.
Birgitta studdi tillögu Þórs en
með furðulegum hætti eins og kom
fram þegar hún gerði grein fyrir
atkvæði sínu:
„Ég vona þó að þetta já mitt
verði ekki til þess að fella rík-
isstjórnina, eins fáránlega og það
hljómar, einfaldlega út af því að ég
er svo hrædd við þetta ferli.“
Jóhanna Sigurðardóttir og ríkis-
stjórn hennar stóðu af sér van-
traustið með stuðningi tveggja
þingmanna Bjartrar framtíðar –
Guðmundar Steingrímssonar og
Róberts Marshall.
Rannsóknarnefnd
„af minna tilefni“
Svandís Svavarsdóttir, þing-
flokksformaður Vinstri-grænna, vill
að skipuð verði sérstök rann-
sóknarnefnd vegna Wintris-
málsins. Í viðtali við fréttastofu
ríkisins síðastliðinn föstudag benti
hún á að samkvæmt nýjum siða-
reglum sem Alþingi hefði sam-
þykkt væri hægt að setja á stofn
siðaráð:
„Siðaráð gæti þá farið í saumana
á þessu máli. Og svo kæmi auðvit-
að til greina að setja á stofn sér-
staka rannsóknarnefnd um þetta
mál. Við höfum nú gert það af
minna tilefni.“
Formaður þingflokks Vinstri-
grænna hélt því fram í viðtalinu að
forsætisráðherra græfi undan efna-
hagslegu fullveldi landsins með
eignarhaldi eiginkonunnar á Wintr-
is. Kannski er þetta aðeins kald-
hæðnislegt grín hjá þingflokks-
formanninum sem gekk hart fram í
að Icesave-samningar síðustu ríkis-
stjórnar næðu fram að ganga.
Hersir Sigurgeirsson, dósent í
fjármálum við HÍ, hefur komist að
þeirri niðurstöðu að eftirstöðvar
Svavars-samninganna svokölluðu
næmu um 208 milljörðum króna
miðað við 100% heimtur úr
þrotabúi Landsbankans. Sjö ára
skjólinu sem samningarnir áttu að
tryggja, og Jóhanna, Steingrímur
og Svandís fögnuðu svo ákaft, væri
að ljúka í júní næstkomandi.
Í tíð ríkisstjórnar Samfylkingar
og Vinstri-grænna kom engum í
hug að mögulegt væri að end-
urheimta fé úr þrotabúum bank-
anna. Sá sem nú er sakaður um að
ógna efnahagslegu fullveldi var
harðlega gagnrýndur fyrir slíkan
málflutning og talinn sýna ábyrgð-
arleysi.
Þegar tæp þrjú ár eru liðin af
kjörtímabili ríkisstjórnar Fram-
sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks
liggur fyrir að vegna aðgerða
stjórnvalda við afnám fjármagns-
hafta og uppgjör þrotabúanna
munu greiðslur til ríkisins nema
nær 500 milljörðum króna. Mun-
urinn á aðgerðunum og Svavars-
samningunum er um og yfir 700
milljarðar.
Vantrauststillaga
Orðin sem hafa fallið undanfarna
daga eru stór og ekki verður séð
hvernig þeir stjórnarandstæðingar,
sem lengst hafa gengið, komast hjá
því að leggja fram formlega tillögu
um vantraust á forsætisráðherra.
Sjálfur segist ráðherrann fagna
slíkri tillögu. Fjölmiðlar munu
örugglega „halda málinu vakandi“
fram að því að tillagan lítur dagsins
ljós.
Þegar þingmenn hafa rætt van-
trauststillöguna og greitt um hana
atkvæði hljóta þeir að sækja í hug-
myndasmiðju Svandísar Svavars-
dóttur. Það er a.m.k. tilefni til að
sérstakt siðaráð eða rannsóknar-
nefnd fari yfir það og meti hvernig
stjórnvöld hafa staðið vörð um
efnahagslegt fullveldi þjóðarinnar
frá falli bankanna. „Við höfum nú
gert það af minna tilefni,“ svo vitn-
að sé í orð þingflokksformanns
Vinstri-grænna.
Eftir Óla Björn
Kárason » Það er a.m.k. tilefni
til að siðaráð eða
rannsóknarnefnd fari
yfir og meti hvernig
stjórnvöld hafa staðið
vörð um efnahagslegt
fullveldi þjóðarinnar.
Óli Björn Kárason
Höfundur er varaþingmaður
Sjálfstæðisflokksins.
Vantraust, málfundaæfingar
og ógn við efnahagslegt fullveldi