Morgunblaðið - 30.03.2016, Qupperneq 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2016
• Konica Minolta fjölnotatækin (MFP) eru
margverðlaunuð fyrir hönnun, myndgæði, notagildi,
umhverfisvernd og áreiðanleika.
• Bjóðum þjónustusamninga, rekstrarleigusamninga og
alhliða prentumsjón.
• Viðskiptavinir Kjaran eru lítil og stór fyrirtæki,
stofnanir og prentsmiðjur sem eiga það sameiginlegt
að gera kröfur um gæði og góða þjónustu.
• Kjaran er viðurkenndur söluaðili á
prentlausnum af Ríkiskaupum.
Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is
BLI A3 MFP Line of the Year:
2011, 2012, 2013, 2014
bizhub margverðlaunuð fjölnotatæki
BLI Pro Award:
2013, 2014
Þann 2. júlí 2004
voru Þingvellir sam-
þykktir á heims-
minjaskrá Menningar-
málastofnunar
Sameinuðu þjóðanna
(UNESCO) og þar
með fyrsti staðurinn á
Íslandi, sem skráður
var á heims-
minjaskrána.
Í fundargerð Þing-
vallanefndar frá 29. nóvember 2010
segir m.a þetta orðrétt: „Þingvellir
hafa einstakt menningarlegt gildi
fyrir Íslendinga sem helgur staður
bundinn fornum hefðum. Hin tákn-
ræna merking hans tengist hinu
náttúrulega og upprunalega um-
hverfi og hve ósnortinn þjóðgarð-
urinn er af nútímalífsháttum. Til að
viðhalda þessum eiginleikum á
stóru og opnu svæði er nauðsynlegt
að huga að öllum atriðum er við-
koma þjóðgarðinum. Heims-
minjaskráin fylgir því vel eftir að
staðir sem skráðir eru sem heims-
minjastaðir standi undir skráning-
unni. Með tilnefningu Þingvalla
fylgdi listi yfir fimm atriði sem
ICOMOS (sjálfstæð eftirlitsstofnun)
taldi mikilvægt að koma reglu eða
skipulagi á, þ.e.: endurgerð vegar
nr. 365, sumarbústaðir, skógrækt,
fornleifar, bílastæði/brúin yfir Öx-
ará.“
Hvað liðinn skógrækt snertir, þá
höfðu á Þingvöllum verið gróðursett
barrtré, það fyrsta árið 1899, sem
var upphaf barrtrjáræktar á Ís-
landi. Amaðist eftirlitsstofnunin við
þessum trjám, þar sem þau til-
heyrðu ekki náttúrulegum og upp-
runalegum gróðri á Þingvöllum.
Leiddi það til þess, að barrtrén
voru strax felld næst þingstaðnum
og önnur síðar. Spyr maður sig þá,
hvernig það megi vera, að fyrst
engin barrtré megi sjást þarna, þá
hafi á hinn bóginn verið heimilað
fyrir nokkrum árum að smíða og
festa í gjábarminn í Silfru stál-
mannvirki, þ.e stigapall og stiga,
sem rúmlega tuttuguþúsund frosk-
kafarar fóru um á síðasta ári. Ekki
er þetta stálmannvirki upphaflegt
frekar en barrtrén eða að það til-
heyri hinu náttúrulega umhverfi
Þingvalla og ekki verður því mót-
mælt, að froskköfun heyri til nú-
tímalífshátta og að forfeður okkar
Íslendinga hafi heldur ekki klæðst
froskmannabúningum.
Hvort eftirlitsstofnunin hafi yf-
irhöfuð vitað fyrir árið 2004 af þess-
ari lífshættulegu atvinnustarfsemi
og því sem henni fylgir, þegar sótt
var um að koma Þingvöllum á
heimsminjaskrá, þá er nú fyllsta
ástæða til að láta þessa eftirlits-
stofnun vita um stöðu málsins í dag
og fá það á hreint, hvort forsendur
séu brostnar fyrir því, að þjóðgarð-
urinn á Þingvöllum sé áfram á
heimsminjaskrá UNESCO. Varla
vilja menn í þessum efnum frekar
en öðrum, að hlutirnir séu gerðir á
röngum eða fölskum forsendum og
síst nú þegar vilji er til að stækka
þjóðgarðinn. Það hlýtur að vera far-
sælla að við sjálfir sjáum til þess að
fyrra bragði, að þessir hlutir séu í
lagi og Þingvellir standi enn undir
því að vera á heimsminjaskránni, en
lendi ekki á áhættulista
UNESCO vegna stál-
virkisins í Silfru og
þessarar starfsemi.
Það yrði mikill álits-
hnekkir fyrir okkur Ís-
lendinga.
Ekki þarf að bíða
eftir fleiri banaslysum í
Silfru til viðbótar þeim
þremur, sem þegar
hafa orðið til þess að
tekið verði á þessu
máli, nema menn telji
þau enn vera undir þol-
mörkum hvað dánartíðni snertir
varðandi þessa mannskæðu at-
vinnustarfsemi, sem þarna er rekin
í miðjum þjóðgarðinum og aldrei
átti að leyfa. Á hinn bóginn mælir
ekkert gegn því, að t.d. aðilar
tengdir náttúruvísindum eða vís-
indatímaritum fái sérstakt leyfi til
köfunar í Silfru, en ekki tugþús-
undir froskkafara í afþreying-
arskyni til að skapa einhverjum að-
ilum í ferðaþjónustunni tekjur.
Hefur Þingvallanefnd í dag úthlutað
sjö aðilum rekstrarleyfum til frosk-
köfunar, en einn þessara aðila lét
sig hafa það, en án árangurs, að
kæra bæði til Umboðsmanns Al-
þingis og Samkeppnisstofnunar þá
ósvinnu að hans mati, að hann en
ekki almenningur væri látinn greiða
fyrir þá þjónustu, sem þjóðgarð-
urinn lagði sérstaklega til vegna
rekstrar þessarar atvinnustarfsemi
hans í Silfru. Lágt geta menn lagst,
þegar aurinn er annars vegar.
Það skal áréttað hér enn og aftur,
að það er ekki hlutverk Þingvalla-
nefndar að sjá mönnum fyrir að-
stöðu með útboði svo þeir geti fé-
nýtt sér þjóðgarðinn í ábataskyni
og skapað jafnframt ferðaiðn-
aðinum einhver viðskiptatækifæri,
þótt einhverjar krónur verði greidd-
ar
fyrir þá aðstöðu. Þjóðgarðurinn
er ekki skemmtigarður og þarf
Þingvallanefnd því ekki að hafa af
því áhyggjur eða sektarkennd,
hvort gestir þjóðgarðsins telji sig
ekki fá nægilega upplifun af nátt-
úrunni einni og sér, en vilji til við-
bótar fá afþreyingu eða upplifun til
þess að verða ekki fyrir vonbrigðum
með komuna til Þingvalla, þessarar
náttúruperlu. Þá spyr maður sig
hvernig þetta gat allt saman farið
svona úr böndunum, eins og raun
ber vitni, en væntanlega getur og
verður Þingvallanefnd að útskýra
það fyrir mönnum, hvernig og hve-
nær eigi að stöðva þessa starfsemi
og fjarlægja stálmannvirkið, enda
varðar það allan almenning í land-
inu, hvernig farið er með þjóðgarð-
inn á Þingvöllum.
Að endingu skal áréttuð nauðsyn
þess að séð verði til þess, að ferða-
iðnaðurinn fái ekki tækifæri til að
gera þjóðgarðinn á Þingvöllum,
önnur friðuð svæði eða hálendið að
féþúfu. Það er vonandi ekki allt til
sölu, sem Íslendingum er kært.
Þingvellir og
heimsminjaskrá
Eftir Jónas
Haraldsson
Jónas Haraldsson
»Hefur Þingvalla-
nefnd í dag úthlutað
sjö aðilum rekstrar-
leyfum til froskköfunar.
Höfundur er lögfræðingur.
Ofanritað heiti á
grein í Morgunblaðinu
hinn 7. febrúar 2016 er
athyglisvert sem og
orð sem höfð eru eftir
lögmanni í greininni.
Ærumeiðingar eru
illur kostur gagnvart
sumum persónum sem
ausa mannorðsmorðum
yfir einstaklinga eins
og dómarar gera. Á
meðan allir þegnar
samfélagsins þurfa ekki að fara að
lögum eins og dómarar haga sér
sem löglegir glæpamenn eru öll
meðul notuð til að ná fram rétti
sínum, sem eru mannréttindi.
Mannréttindi íslenskra þegna
eru brotin af löglegum lögbrjótum
(dómurum) vegna hræðslu stjórn-
valda og Alþingis við dómsvaldið
svo og hræddum lögmönnum.
Af hálfu Alþingis (þingmanna)
eru sett lög sem ætlast er til að
þegnarnir fari eftir, að viðlögðum
refsiákvæðum ef út af er brugðið.
Þegar það vandamál kemur upp að
aðeins hluti af þegnum ríkisins
þarf að fara að lögum og til séu
löglegir lögbrjótar (ódæðismenn) í
æðri stöðum ríkisins sem eru und-
anþegnir lögunum þá vandast mál-
ið. Fyrir þá sem verða fyrir
barðinu á löglegum lögbrjótum og
geta ekki fengið leiðréttingu mála
gagnvart hinum löglegu lög-
brjótum er komin upp alvarleg
staða.
Þegar stjórnvöld (fram-
kvæmdavald og lögregla) hunsa
það að veita þegnunum þá vernd
sem þeir eiga rétt á og stjórnvöld
eiga að tryggja, gegn (ó)löglegum
lögbrjótum, samkvæmt stjórn-
arskrá (þ.e. mannréttindi sam-
kvæmt fjölþjóða samþykkt) er fátt
fyrir þolendur lögbrotanna annað
að gera en taka refsiaðgerðirnar í
eigin hendur.
Ein af þeim refsiaðgerðum sem
fært er að beita er notkun nýtísku-
fjölmiðla til að koma hreyfingu á
málin.
Eftir lögmanninum
Ragnari Tómasi
Árnasyni (RTÁ) er
haft að vernda þurfi
friðhelgi persónu,
æru og einkalíf. Má
skilja það svo að
þessi vernd eigi að-
eins við hina (ó)
löglegu lögbrjóta
sem ekki þurfa að
fara eftir lögunum.
Einnig er haft eft-
ir lögmanninum að
„ærumeiðingar geti
haft mjög alvarlegar
afleiðingar fyrir þann sem verður
fyrir þeim og raunverulegir hags-
munir í húfi“. Ekki er getið um
það í grein um lögmanninn að
sumir af þeim sem gagnrýndir eru
harkalega eru án æru eftir ólög-
legar athafnir sínar. Er ekki
ástæða til þess að verja æru og
eigur þeirra einstaklinga sem sví-
virtir eru með utanlagadómum
dómara.
Í umræddu viðtali kemur einnig
fram að hin öra þróun í tækninni
gefi fólki marga kosti til tjáningar.
Einnig vitnar hann til túlkunar
laga af dómurum.
Lögmannastéttin hefur verið
lögleidd sem aðstoðaraðilar fyrir
þegnana, þegar reka þarf mál fyrir
dómi, til að fá skýringu á því hvað
vakað hefur fyrir löggjafanum með
lagasetningunni.
Því er hér með háttvirtur lög-
maður, RTÁ, spurður að því: Hver
ástæðan sé fyrir því að lögmenn
neita að taka að sér mál ef meintur
lögbrjótur (ákærður) hefur titilinn
dómari?
Er það rétt að lögmenn séu svo
hræddir við hefnigirni dómara með
vísan til framtíðarmála sem við-
komandi lögmaður væri fenginn til
að reka fyrir dómi?
Hvaða leið er fær fyrir íslenskan
þegn til að halda mannréttindum
sínum, æru og eigin hagsmunum
þegar lögbrjóturinn er í stöðu
dómara við utanlagadómssögu sína
og lögmenn hafna aðstoð við mála-
rekstur?
Hefur lögmanninum ekki yf-
irsést að til eru lögbrjótar sem
ekki næst til nema að tjónþoli taki
refsivaldið í eigin hendur.
Því miður má skilja skráð um-
mæli lögmannsins þannig að verið
sé að stefna að því að þrengja
kosti þeirra, sem verða fyrir lög-
brotum af (ó)löglegum lögbrjótum,
til að ná fram rétti sínum.
Lögmaðurinn hefði átt að byrja
á sinni umfjöllun um lög og tján-
ingarfrelsi á því að skerpa þurfi á
ákvæðum laga hvað varðar að allir
þegnar landsins þurfi að fara að
lögum og þar með hinir (ó)löglegu
lögbrjótar eins og dómarar og
æðri embættismenn ríkisins.
Um leið og allir þegnar landsins
þurfa að fara að gildandi lögum, og
þar með taldir menn í æðri stöðum
ríkisins svo og þeir sem geta keypt
sér undanþágur frá lögunum, eru
settir á pláss og þurfa að fara að
gildandi lögum dregur úr eða
hverfa skráðar ærumeiðingar.
Er það stefna lögmanna að ut-
anlagadómar fái þann sess í rétt-
arkerfinu að jafnist á við sett lög
af Alþingi?
Er það stefna lögmanna að
standa undir ummælum dómara að
málsaðili hafi haft lélegan lögmann
fyrir sig við málsmeðferðina.
M.ö.o. að dómsniðurstaðan var
ekki byggð á gildandi lögum, held-
ur orðagjálfri lögmannsins.
Er lögmaðurinn sem nafn-
greindur er í umræddri grein
reiðubúinn til að reka mál fyrir
dómi gegn dómara, og standa heið-
arlega að þeim málarekstri, ef
skriflegar sannanir liggja fyrir um
lögbrot dómarans?
Væri æskilegt að nefndur lög-
maður, RTÁ, beitti sér fyrir því að
mál gegn lögbrjótum í dómarastétt
fái löglega meðferð en ekki sjálf-
dæmi lögbrjótanna.
Hýsingaraðilar
með litla ábyrgð
Eftir Kristján
Guðmundsson »Er lögmaðurinn að
mæla með því að
löglegir lögbrjótar verði
friðhelgir?
Kristján
Guðmundsson
Höfundur er fv. skipstjóri.
– með morgunkaffinu