Morgunblaðið - 30.03.2016, Page 26

Morgunblaðið - 30.03.2016, Page 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2016 Sonur minn áttifimm ára af-mæli 23. mars og við ætlum að halda sameiginlega upp á það,“ segir Auður Jónsdóttir sem býr í Berlín ásamt eigin- manni sínum, Þórarni Böðvari Leifssyni, rit- höfundi og teiknara, og syni þeirra, Leifi Ottó. Þegar blaðamaður ræddi við Auði í gær var hún á leið út á flugvöll að taka á móti systur sinni, Göggu Jónsdóttur kvikmyndagerðar- konu, og eiginmanni hennar, Þorsteini Bachmann leikara og tveimur dætrum þeirra. „Við mæðginin ger- um þetta stundum að halda sameiginlega upp á daginn og það var hentugt að halda upp á daginn núna þótt afmælið verði meira fyrir strákinn því flugmiðarnir eru ódýrir rétt eftir páskana. Við ætlum að hafa Star Wars-köku og gera eitthvað fleira skemmtilegt fyrir krakkana. Svo fáum við okkur pitsu og freyðivín fyrir okkur full- orðna fólkið þegar líður á afmælið og vinir okkar í Berlín koma í heimsókn.“ Auður og fjölskylda hafa búið í Berlín í tvö og hálft ár. „Það er mjög gaman og sérstaklega núna þegar vorið er komið, að hlusta á fuglasönginn og kirsuberjatrén eru byrjuð að blómstra. Fyndið að fara út á flugvöll að taka á móti fólki sem lenti í tvísýnu við að kom- ast á Keflavíkurflugvöll,“ en eins og landsmönnum er kunnugt snjó- aði á suðvesturhorninu í gær. „Núna er ég að safna saman hugmyndum fyrir næstu bók, en það er mikið að gerast í Berlín og mig langar að skrifa um það, t.d. það sem varðar fólkflutninga. Annars gengur lífið svipað fyrir sig og það myndi gera á Íslandi. Ég fer með soninn á leikskóla og skrifa svo allan daginn. Tek að mér verkefni, skrifa pistla og þess háttar. Við erum með litla íslenska verksmiðju hérna á heimilinu í Berlín og vinnum með íslenska tungu alla daga. Ég reyni líka að koma mér inn í þýskuna með því að lesa mikið.“ Rithöfundurinn Auður tekur á móti viðurkenn- ingu úr Rithöfundasjóði RÚV í byrjun ársins. Heldur upp á af- mælið með syninum Auður Jónsdóttir er 43 ára í dag Morgunblaðið/Eggert R ósa Björk fæddist í Reykjavík 30.3. 1931 og ólst þar upp: „Við bjuggum víða í Reykja- vík í mínum uppvexti og fylgdum eiginlega byggingarsögu bæjarins þegar byggðin var að teygja sig yfir Skólavörðuholtið, í Norðurmýrina og upp í Hlíðar. Fyrstu fimm árin mín vorum við á Framnesvegi, bjuggum síðan við Eiríksgötu og fluttum þaðan í Norðurmýrina þar sem faðir minn byggði hús á Vífilsgötu 24. Þá féll hann af vinnupalli, slasaðist og átti í því í nokkur ár. Það slys setti strik í reikninginn varðandi búsetu og af- komu foreldra minna. Við áttum síð- an heima á tveimur stöðum við Bar- ónsstíginn, í Eskihlíð og loks byggðu svo foreldrar mínir í Drápuhlíð og settust þar að. En við systurnar vorum líka í sveit á sumrin. Eldri systir mín fór í Kerl- ingardal í Mýrdal en við yngri syst- urnar vorum á barnaheimili í sveit eins og fjöldi annarra reykvískra barna á stríðsárunum. Við vorum á Staðarfelli á Fellsströnd og síðan á Löngumýri í Skagafirði. Ingibjörg Jóhannsdóttir frá Löngumýri var forstöðukona þessara heimila. Ég fékk nú heimþá og var svolítið hnuggin fyrstu dagana en þarna átt- um við góðar stundir og lærðum handavinnu, garðyrkju og húshjálp.“ Rósa var öll barnaskólaárin í Aust- urbæjarskólanum: „Þar hafði ég af- bragðs kennara; Valgerður Guð- mundsdóttir var minn aðalkennari og Valgerður Briem var teiknikenn- ari og mikil listakona, báðar há- menntaðar og færar í sínu fagi.“ Rósa fór síðan í Ingimarsskóla við Lindargötu, stundaði nám við MR og lauk stúdentsprófi þaðan 1950, lauk síðan kennaranámi á einum vetri og loks BA-prófum í ensku og dönsku við HÍ. Rósa Björk Þorbjarnardóttir, fyrrv. endurm.stj. KHÍ – 85 ára Kaffipása við kartöfluuppskeru Rósa Björk með Árna Pál í fanginu, Þórólfur, Anna Katrín og Þorbjörn Hlynur. Samhent og vinsæl hjón Með barnabörnum Friðrik Björn Árnason, Árni Pálsson, afmælisbarnið og Kristín Manúelsdóttir á leið til Kaupmannahafnar í fyrra – og hlakka til. Reykjavík Emma Vikt- oría Peipina fæddist 15. mars 2016 kl. 15.04. Hún vó 4.256 g og var 53 cm löng. Foreldrar hennar eru Alise Peip- ina og Kristaps Peipins. Nýir borgarar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. þegar þú vilt kvarts stein á borðið Blettaábyrgð Viðhaldsfrítt yfirborð Slitsterkt Bakteríuvörn Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | www.rein.is By Cosentino

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.