Morgunblaðið - 28.05.2016, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.05.2016, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2016 Vertu upplýstur! blattafram.is SUMUM LEYNDARMÁLUM Á EKKI Að ÞAGA YFIR. GEYMIR ÞÚ MÖRG SLÍK? HVAÐ MEÐ KYNFERÐISOFBELDI? Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Ný sending af kjólum og túnikum Eyrnalokkagöt gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn Opið 10-15 í dag Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook Flottar buxur Kr. 15.900 Str. 36-46 • Háar í mittið MENNTUNARSJÓÐUR Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur Auglýst er eftir umsóknum um styrk úr Menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Sjóðnum er ætlað að styrkja tekjulitlar konur til náms.* Styrkurinn er ætlaður þeim sem hyggja á nám á skólaárinu 2016-2017. Fyrir nám sem hefst á vorönn 2017 skal sótt um núna. Gengið verður frá styrkbeiðni þegar öll umbeðin gögn hafa borist og staðfesting hefur fengist á skólavist. Um er að ræða styrk til greiðslu skólagjalda (að ákveðnu hámarki), bókakaupa eða annars sem gerir umsækjanda kleift að stunda og ljúka námi. Umsóknarfrestur rennur út 20. júní 2016. Umsókn skal fylgja f Skattskýrsla síðustu 2ja ára f Tekjuáætlun 2016 f Staðfesting á námsvist Umsóknareyðublað, úthlutunarreglur og allar nánari upplýsingar eru á heimasíðu Menntunarsjóðsins á vef Mæðrastyrksnefndar - www.maedur.is - og Facebook síðu Menntunarsjóðsins. *Menntunarsjóðurinn leggur fyrst um sinn áherslu á að styrkja tekjulitlar konur til náms. Glæsikjólar Skoðið laxdal.is/kjólar Laugavegi 63 • S: 551 4422 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Í umsögn húsnæðisleigufyrirtækisins Airbnb um frumvarp Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um heimagistingu er gerð at- hugasemd við fyrirhugað 90 daga hámark á útleigu, sem sagt er með því strangasta sem gerist í heim- inum. Eru leiddar líkur að því að með því að tak- marka heimild til útleigu í 90 daga borgi sig ekki lengur að leigja út heimagistingu. Er lagt til að með því að hækka heimildina í 120 daga megi koma til móts við þann hagkvæmnisvanda. „Ástæðan fyrir því að við erum að takmarka fjölda daga [...] er sú að við erum að aðgreina á milli deilihagkerfisins og að leigja út eignir í atvinnuskyni. Allir sem vilja skrá eignir sínar áfram munu geta gert það í at- vinnurekstri allt árið en ekki undir þessari löggjöf sem er ætluð fyrir einstaklinga sem taka þátt í deili- hagkerfinu,“ segir Ragnheiður. Hún segir 90 daga hámarkið lagt til af starfshópi en telur aðalatriðið að með þessu sé verið að viðurkenna deilihagkerfið. Vel komi til greina að endurskoða löggjöfina þegar reynsla verði komin á hana. Í frumvarpinu eru einn- ig tilgreindar hámarkstekjur upp á tvær milljónir króna á ári. Að sögn Ragnheiðar var sú tala fengin frá samráðsnefnd sem fór eftir tillögu Ríkisskatt- stjóra. Greiddur er tekjuskattur af heimagistingu. Spurð hvers vegna verið sé að setja slíkar tak- markanir á tekjuöflun fólks segir Ragnheiður að tekjuhámarkið sé mótvægi við ívilnanir vegna heimagistingar. „Við erum að lækka kröfur um t.d. rekstrar- og heilbrigðisleyfi, og það frelsi verður að vera háð einhverjum takmörkunum til þess að það komi ekki niður á þeim sem eru í samkeppninni,“ segir Ragnheiður Elín. Spurð hvort hún telji breyt- ingarnar geta leitt til þess að skortur verði á gisti- rými til þess að taka á móti fyrirhugaðri fjölgun ferðamanna segist hún ekki telja að svo sé. Áfram verði heimilt að leigja út rými allt árið, gegn skil- yrðum um rekstrarleyfi. Ívilnanir réttlæti takmarkanir  Airbnb telur 90 daga há- mark leiða til óhagkvæmni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.