Morgunblaðið - 28.05.2016, Side 23

Morgunblaðið - 28.05.2016, Side 23
FRÉTTIR 23Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2016 Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI Ávarp Lars Christensen, alþjóðahagfræðingur Kynnir skýrslu sína,Our Energy 2030 Umræður Gunnar Tryggvason Verkefnastjóri KPMG Jóhann Þór Jónsson Formaður Data Center Iceland Bryndís Skúladóttir Forstöðumaður framleiðslu- og matvælasviðs SI H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 6 -1 7 4 3 Orkan okkar –Our Energy 2030 Samkeppni ogumbætur á raforkumarkaði –HiltonReykjavíkNordica, fimmtudaginn2. júní kl. 8.30–10.00 Ekkert land í heiminum framleiðir meiri raforku á hvern íbúa en Ísland. Iðnaðurinn á Íslandi notar um 80% þessarar orku og nýting hennar er uppspretta um fjórðungs útflutningstekna landsins. Hinn kunni hagfræðingur Lars Christensen hefur unnið ítarlega skýrslu að beiðni Samtaka iðnaðarins. Í skýrslunni er raforkumarkaðurinn á Íslandi greindur, samkeppnishæfnin skoðuð og rýnt í helstu áskoranir sem framundan eru. Dagskrá Lars Christensen er danskur hagfræðingur sem hefur sérhæft sig í alþjóðahagfræði, peningahagfræði og málefnum nýmarkaðsríkja. Hann hefur yfir tuttugu ára reynslu úr fjármálageiranum og stjórnsýslu. Lars er stofnandi og eigandi Markets and Money Advisory og situr m.a. í ráðgjafaráði Adam Smith stofnunarinnar í London. Boðið verður upp á léttan morgunverð frá kl. 8. Skráning á www.si.is Fundarstjóri: Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri SI Undanfarin ár hafa Faxaflóahafnir sf. til- nefnt fyrirtæki á hafnarsvæði sínu, þ.e. Akra- nesi, Borgarnesi, Grundartanga og Reykja- vík, til umhverfisverðlauna fyrirtækisins. Verðlaunaafhendingin fer fram á sama tíma og ársskýrsla fyrirtækisins er opinberuð fyr- ir almenningi, en það var gert í fyrradag. „Eftir vel ígrundaða umhugsum þar sem umhverfismál voru höfð að leiðarljósi var ákveðið að Fjörusteinninn fyrir árið 2016 myndi fara til Sérferða ehf. Fyrirtækið legg- ur gríðarlega áherslu á góða umgengni um sitt svæði, stendur vel að þjónustu við ferða- fólk og almenning. Þar að auki býður það upp á margvíslega afþreyingu með hafsæk- inni starfsemi. Það sem heillaði Faxaflóa- hafnir mest var hversu vel Sérferðir ehf. starfar eftir umhverfisstefnu sinni, þ.e. hvað varðar eldsneytisnotkun, flokkun sorps og hvað það leggur mikla áherslu á góða um- gengni um auðlindir hafsins,“ segir í niður- stöðu dómnefndar. Sérferðir hófu starfsemi sína árið 1996. Fyrirtækið býður upp á blöndu af ferðum í hvalaskoðun, lundaferðir og náttúrulífs- ferðir. Þar að auki leggur fyrirtækið fram skipin Skúlaskeið og Rósina fyrir Sjóferð um Sundin sem er samfélagslegt verkefni fyrir 6. bekkinga á Faxaflóahafnarsvæðinu. Ásta María Marinósdóttir, sölustjóri Sérferða, tók við verðlaununum fyrir hönd fyrirtækisins. Gömlu verbúðirnar og Hampiðjan voru einn- ig tilnefnd. sisi@mbl.is Sérferðir fá Fjörusteininn Ljósmynd/Faxaflóahafnir Afhending S. Björn Blöndal borgarfulltrúi og Ásta María Marinósdóttir.  Mikil áhersla á góða umgengni um auðlindir hafsins Eyrir Invest hagnaðist um 112,2 milljónir evra á síðasta ári, sem jafn- gildir um 15,7 milljörðum króna á núverandi gengi. Þetta er verulegur viðsnúningur frá afkomu ársins 2014 þegar 33,7 milljóna evra tap var á rekstri félagsins. Langstærsta eign Eyris er tæp- lega þriðjungshlutur í Marel, en auk þess á félagið Eyri Sprota sem fjár- festir í nýsköpunarfyrirtækjum. Inni í reikningum síðasta árs er 17% eignarhlutur í hollenska félaginu Stork Technical Services, en Eyrir tilkynnti um sölu á þeim hlut í nóv- ember síðastliðnum og er gert ráð fyrir að salan gangi í gegn á fyrri hluta þessa árs. Markaðsvirði 29,3% hlutar Eyris í Marel liðlega tvöfaldaðist á síðasta ári og nam hækkunin 193 milljónum evra eða 27 milljörðum króna, sam- kvæmt ársreikningi. sn@mbl.is Eyrir nýt- ur góðs af Marel  16 milljarða króna hagnaður á síðasta ári Morgunblaðið/Styrmir Kári Hagnaður Þórður Magnússon er stjórnarformaður Eyris Invest. WOW air mun fá þrjár glænýjar farþegaþotur til viðbótar í flota sinn á næstu misserum. Fyrirtækið hefur skrifað undir samning við bandarísku flugvélaleiguna Air Lease Corporation sem er ein stærsta flugvélaleiga heims. Samn- ingurinn hljóðar alls upp á fimm þotur en tvær af þessum þotum eru Airbus A320neo og Airbus A321neo. Önnur þeirra verður af- hent á fyrsta fjórðungi ársins 2017 og hin eftir áramót 2018. Hinar þrjár þoturnar eru einnig glænýjar Airbus A321 vélar en ein þeirra var afhent núna í vikunni og önnur mun afhendast í júlí. Næsta nýja Airbus A321 vél verður afhent í haust. Morgunblaðið/Golli Þota Freyja er meðal véla WOW. Þrjár nýj- ar þotur til WOW

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.