Morgunblaðið - 28.05.2016, Page 26

Morgunblaðið - 28.05.2016, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Vladimír Pút-ín, forsetiRússlands, er staðráðinn í því að gera Rússland að stórveldi á ný. Til þess er ýmsum brögðum beitt. Rússar fara fram með hernaði og stunda áróður og njósnir. Í heims- mynd Pútíns eiga Rússar sér marga óvini og þar fara Bandaríkjamenn fremst og Evrópusambandið er skammt undan. Þau ríki sem Pútín tel- ur að séu á „áhrifasvæði“ Rússa fá á baukinn ef þau halla sér að ESB. Hagsmunir Rúss- lands eru alls staðar þar sem Rússa er að finna. Pútín hefur sagt að ekki megi láta þá Rússa lönd og leið sem lentu utan landamæranna þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. „Ekki gleyma því að í þágu almenns öryggis og friðar í Evrópu lét Rússland af frjáls- um vilja risastór landsvæði af hendi til fyrrverandi lýðvelda Sovétríkjanna, þar á meðal landsvæði sem sögulega hafa alltaf tilheyrt Rússlandi,“ sagði Pútín á ráðstefnu undir yfirskriftinni „Rússland og vestrið“. „Þar er ég ekki að- eins að hugsa um Krím og Norður-Kasakstan, heldur til dæmis einnig Kaliníngrad- svæðið.“ Pútín lét þessi orð ekki falla í gær eða fyrradag, heldur í mars 1994 þegar hann var varaborgarstjóri Péturs- borgar. Forseti Rússlands fylgir nú eftir hugmyndum sem mótuðust á ferli hans í sovésku leyniþjónustunni. Þær snúast ekki um að endurreisa Sovétríkin en þeim er heldur ekki afneitað. Um leið er horft aftur til rússneska keisara- dæmisins. Þegar Pútín lagði Krím- skaga undir sig fylgdi hann eftir orðum sínum í ræðunni fyrir rúmlega tveimur áratug- um. Stuðningur hans við upp- reisnarmenn í austurhluta Úkraínu hlýtur því að flokkast undir vernd við Rússa utan landamæra Rússlands. Aðgerðir Rússa á hinum ýmsu sviðum hafa vakið ugg og ótta í ríkjum sem liggja að Rússlandi. Enda hafa rúss- neskir ráðamenn látið liggja að því að ekki sé víst að þeir hafi látið staðar numið. Fyrir tveimur árum sagði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, að Eystrasaltsríkin skyldu draga lærdóm af átök- unum í Úkraínu. Eftir rúman mánuð munu leiðtogar ríkja Atlantshafs- bandalagsins funda í Varsjá. Pólskum stjórnvöldum er mjög í mun að áhyggjur þeirra vegna grannans í austri verði teknar til greina á fundinum. Í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins er fjallað um viðhorf Pólverja og áhyggjur. Pólverj- ar voru í tæplega hálfa öld undir hæl Sovétríkjanna og stendur því ekki á sama um hernaðarumsvif Rússa. Í frásögn af blaðamanna- fundi í Varsjá með forsætis- ráðherra, utanríkisráðherra og varnamálaráðherra Pól- lands kemur skýrt fram það viðhorf að sá viðbúnaður sem talinn var duga þegar kalda stríðinu lauk og friður blasti við dugi ekki til. Ágengni Rússa blasi við á hverjum degi. Rússar hafi ekki staðið við fyr- irheit sín að loknu kalda stríð- inu og NATO þurfi að bregðast við. Ekki gangi að hafa minni varnir á austurvængnum en al- mennt gerist í ríkjum banda- lagsins. Witold Waszczykowski, utanríkisráðherra Póllands, var til svars þegar spurt var hvort NATO vanmæti hættuna af Rússum. „Pólverjar eru venjulega vitrir eftir á,“ sagði hann. „Nú viljum við vera vitr- ir áður en hlutirnir gerast, koma í veg fyrir atburði, frem- ur en að þurfa að endurheimta land.“ Beata Szydlo, forsætisráð- herra Póllands, sagði að á fundinum í Varsjá myndi gef- ast tækifæri til að endurnýja skuldbindingar í öryggis- málum. „Við þurfum að ræða um að styrkja bandalagið,“ sagði hún. „Við lifum á þannig tímum. Skammt er síðan Úkra- ína var friðsælt land. Ekki lengur. Það sýnir hversu brot- hætt öryggi okkar er. Þess vegna þurfum við að vera á verði og gæta öryggis okkar.“ Hugveitan Rand í Banda- ríkjunum birti fyrir nokkrum vikum niðurstöður greiningar þar sem farið var ofan í hvað myndi gerast ef Rússar réðust inn í Eistland og Lettland. Einu gilti hvernig dæmið var reiknað, Rússar myndu létti- lega geta farið framhjá sveit- um NATO eða gjörsigrað þær. Rússar gætu eftir 36 til 60 klukkutíma staðið við borg- arhlið Ríga og/eða Tallinn. Hjá NATO er treyst á fælingar- máttinn. Vissan um að aðild- arríki bandalagsins muni bregðast við þótt þeir gætu haft yfirburði í upphafi hafi slíkan fælingarmátt að Rússar muni ekki aðhafast. Þetta kann að duga þeim sem eru fjær landamærunum og telja fjar- stæðukennt að Rússar muni ráðast inn í aðildarríki NATO en uggurinn á austurvængnum er raunverulegur. Aðildarríki NATO með landamæri að Rússlandi vilja auk- inn viðbúnað} Uggur á austurvæng H eilbrigðisþjónustan stendur víð- ast hvar frammi fyrir gríð- arlegum áskorunum, meðal annars vegna mikillar fjölg- unar aldraðra. Stjórnvöld um allan heim leita ráða til að stemma stigu við útbreiðslu sjúkdóma og draga úr kostnaði, en sú barátta hefur tekið á sig ýmsar myndir. Í Bretlandi og Frakklandi hafa lokkandi sígar- ettupakkingar til að mynda verið gerðar út- lægar; nú skreyta umbúðirnar viðvaranir við skaðlegum áhrifum reykinga en merki fram- leiðandans er prentað á pakkann í staðlaðri leturgerð. Þá má leiða líkur að því að innan fárra ára verði sykurinn næsti óvinur númer eitt, en samkvæmt skýrslu Credit Suisse frá 2013 eru 30-40% af heilbrigðisútgjöldum í Bandaríkjunum tilkomin vegna kvilla sem rekja má til óhóflegrar sykurneyslu. Sykurskatturinn er dæmi um tilraunir yfirvalda til að ná tökum á vandanum, en birtingarmyndir hans eru meðal annars offita og syk- ursýki 2. Á dögunum greindi AFP frá enn einu vandamálinu sem stjórnvöld og heilbrigðisyfirvöld eiga við að etja en það er gríðarlegur kostnaður vegna nýrra lyfja. Ný lyf eru sumhver verðlögð þannig að stjórnvöld eru sögð glíma við þá spurningu hversu mikils virði mannslífið er og hyggst Francois Hollande Frakklandsforseti bera málið upp á fundi G7-ríkjanna sem hófst á fimmtudag. Tilefni umfjöllunar AFP er verðlagningin á lyfjum bandaríska lyfjafyrirtækisins Gilead Sciences gegn lifr- arbólgu C, en þau heita Sovaldi og Harvoni. Sovaldi kom á markað 2013 en það var ekki fyrr en í fyrra, eftir mikil mótmæli, að stjórn- völd á Spáni ákváðu að greiða fyrir lyfið og þá aðeins fyrir þá sem þjáðust af langt genginni lifrarbólgu C. Kostnaðurinn við þessa ákvörð- un var svo mikill að fjármálaráðherra lands- ins, Cristobal Montoro, sagði að hún væri ein af ástæðum þess að ríkinu hefði ekki tekist að ná markmiðum sínum í ríkisfjármálunum árið 2015. Tólf vikna meðferð kostaði þá 56.000 evrur í Frakklandi en í dag kostar hún 13.000 evrur á Spáni, vegna aukinnar samkeppni. Á Íslandi varð Harvoni fyrir valinu en í jan- úar síðastliðnum fór af stað átak sem miðar að því að útrýma lifrarbólgu C hér á landi og felur meðal annars í sér að öllum þeim sem njóta sjúkratrygginga á Íslandi og smitaðir eru af sjúkdómnum fá meðferð sér að kostnaðarlausu. Um er að ræða samstarf milli Gilead og Landspítalans en þegar átakinu var hrundið úr vör sagði Sigurður Ólafs- son, umsjónarlæknir lifrarlækninga á spítalanum, að um einstakt verkefni væri að ræða. Í öðrum löndum stæði Harvoni aðeins þeim sjúklingum til boða sem væru hvað lengst leiddir. Niðurstöður verkefnsins gætu því skipt sköpum á heimsvísu og orðið öðrum þjóðum fyrirmynd. Það er vonandi, og í það minnsta gott að vita að jafnvel þótt deilt sé um staðsetningu nýs spítala og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu virðist ríkja einhugur um að þrátta ekki um fjárhagslegt virði þjóðfélagsþegna. holmfridur@mbl.is Hólmfríður Gísladóttir Pistill Heilbrigðið metið til fjár STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Fjármálaráðherra hefur lagtfram þingsályktun-artillögur á Alþingi umfjármálaáætlun og fjár- málastefnu til fimm ára, 2017-2021, á grundvelli nýrra laga um opinber fjármál sem tóku gildi 1. janúar sl. Eru þessar tillögur því lagðar fram í fyrsta sinn. Tilgangur fjármálastefnu er að setja almenn markmið um þróun opinberra fjármála, sem breið sátt á að geta náðst um, eins og það er orð- að í athugasemdum við tillögurnar. Fjármálaáætlunin felur í sér ítarlegri útfærslu á markmiðum fjármála- stefnunnar um tekjur, gjöld og efna- hag ríkis og sveitarfélaga. Tvö skilyrði fjármálastefnunnar, um afkomu- og skuldaþróun, eru sögð uppfyllt á fyrstu tveimur árum áætl- unarinnar. Það felur m.a. í sér að á næstu fimm árum er áætlað að heildarjöfnuður verði ávallt jákvæður og í öðru lagi að heildarskuldir hins opinbera hafi lækkað um 30% af vergri landsframleiðslu þegar í lok árs 2018 og haldist vel undir þeim mörkum á seinni hluta tímabilsins. Fjölmargar athugasemdir Eftir á að koma í ljós hversu breið sátt næst um fjármálaáætlun- ina. Miðað við innsendar umsagnir hagsmunaaðila eru gerðar fjölmargar athugasemdir við tillögurnar. Al- mennt fagna þó flestir þessir aðilar viðleitni stjórnvalda. Þannig eru fjöl- margar athugasemdir frá ASÍ, Sam- tökum atvinnulífsins, BHM, Sam- tökum iðnaðarins og Viðskiptaráði. Einnig gerir Seðlabankinn ýmsa fyrirvara, þó að því sé fagnað að af- koma hins opinbera í heild sinni sé birt og að markmið um lækkun skulda ríkissjóðs sé metnaðarfullt. Í umsögn bankans segir að gangi áform fjármálaáætlunar eftir verði aðhald ríkisfjármála samkvæmt fjár- málastefnunni líklega hlutlaust á tímabilinu. Telur bankinn það æski- legra, í ljósi hagsveiflunnar, að aðhald í ríkisfjármálum verði hert, þannig að stefnan leggist á sveif með peninga- málastefnu Seðlabankans. Bankinn telur mikilvægt að stjórnvöld geri sér grein fyrir að spár um efnahags- umsvif svo langt fram í tímann séu háðar mikilli óvissu. Því sé mikilvægt að langtímaáætlanir séu varfærnar. Samband ísl. sveitarfélaga sendir inn ítarlega umsögn en haft var samráð við sveitarfélögin um þá þætti er snúa að samstarfi þeirra við ríkið. Hafa þau sett sér sömu markmið í gerð fjár- málaáætlana, skv. sérstöku sam- komulagi frá í vor, en telja sam- komulagið þó ekki binda ákvarðanir einstakra sveitarfélaga. Tillögunum er fagnað en ýmsar ábendingar eru við einstaka málaflokka. Mesta gagnrýni er að finna í um- sögnum ASÍ og SA. Vitnar ASÍ til ályktunar miðstjórnar, þar sem for- gangsröðun í ríkisfjármálum sem birt- ist í fjármálaáætluninni er harðlega gagnrýnd. Þar sé hvorki að finna merki þess að stefna stjórnvalda muni treysta efnahagslegan stöðugleika né undirbyggja félagslega velferð og auk- inn jöfnuð í samfélaginu. Telur ASÍ að þessi stefnumörkun stjórnvalda sé ekki sá nauðsynlegi grundvöllur að samningamódeli á vinnumarkaði sem til þurfi. Leggur ASÍ til að skattkerf- isbreytingar verði endurskoðaðar, m.a. tekinn aftur upp auðlegðarskattur, veiðigjöld hækkuð og „alvöru“ há- tekjuskattur verði lagður á ofurlaun. Samtök atvinnulífsins vara í um- sögn sinni við auknum útgjöldum rík- isins og lýsa miklum áhyggjum af af- leiðingunum. Ríkið ætli með auknum umsvifum sínum að taka fullan þátt í og ýta undir þenslu á vinnumarkaði, með hættu á sívaxandi launaskriði og verð- bólgu í kjölfarið. Telja SA nauðsynlegt að breyta áætluninni og hemja út- gjaldaaukninguna. Þess í stað verði tekjum varið til að greiða enn frekar niður skuldir en gert sé ráð fyrir. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ríkisfjármál Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur lagt fram þingsályktunartillögur um fjármálaáætlun og fjármálastefnu til 2021. Fjármálaáætlunin fær misjöfn viðbrögð Áskorun til þingmanna » Bandalag háskólamanna, BHM, skorar í sinni umsögn á alþingismenn að afgreiða ekki fjármálaáætlunina óbreytta. » BHM gagnrýnir að í áætl- uninni sé ekki gert ráð fyrir auknum ríkisframlögum til há- skólanna. » Tekið er undir áhyggjur rektora af undirfjármögnun háskólastigsins. » BHM bendir á að sókn til framfara og atvinnuuppbygg- ingar verði hér eftir sem hing- að til byggð á háu mennt- unarstigi þjóðarinnar. » Bæði Náttúruminjasafn Íslands og Hið íslenska nátt- úrufræðifélag (HÍN) hafa sent inn umsagnir þar sem lýst er áhyggjum af stöðu safnsins. Hvergi sé minnst á það í fjár- málaáætluninni. » Í umsögn safnsins er bent á að frá árinu 2007 hafi það átt verulega undir högg að sækja hjá fjárveitingavald- inu. » HÍN segir Náttúruminja- safnið búa við óviðunandi að- stæður og skorar á Alþingi að gera safninu kleift að sinna lögbundnu hlutverki sínu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.