Morgunblaðið - 28.05.2016, Side 30

Morgunblaðið - 28.05.2016, Side 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2016 Síðastliðinn fimmtu- dag skrifar rannsókn- arblaðamaðurinn Agnes Bragadóttir all- langa grein í Morgun- blaðið um stjórn- málaaflið Viðreisn. Í undirfyrirsögn er haft eftir Grétari Þór Ey- þórssyni, prófessor í stjórnmálafræði, að það „hafi á sér yfir- bragð félagshyggju og flokkurinn stilli sér augljóslega upp til vinstri við Sjálfstæðisflokkinn, við hlið Samfylkingar“. Þau Agnes og Grétar fundu hvorki frjálslyndi né Evrópustefnu hjá Viðreisn eftir viðamiklar rann- sóknir. Prófessorinn hefur reyndar látið hafa það eftir sér að hann hafi gefið umsögn sína á „hálfgerðum hlaupum“. Það sé í raun PR-klúður Viðreisnar að hann hafi ekki kynnt sér flokkinn eða stefnu hans áður en greiningin birtist í Morgunblaðinu. Agnes segir: „Mesta athygli vekur, þegar hin stutta stefnuskrá nýstofnaðs stjórnmálaflokks, Við- reisnar, er lesin, að ekki er minnst einu orði á nauðsyn þess að Ísland gangi í Evrópusambandið, né heldur á nauðsyn þess að leggja krónuna niður og taka upp evru. Hver skyldi skýringin vera?“ Síðar er haft eftir Grétari Þór: „[Hann] benti á að hvergi væri minnst á frjálslynda stefnu og eins og hann hefði áður sagt væri ekki minnst á Evrópumálin.“ Á heimasíðu flokksins eru fjórir meginpunktar settir í forgrunn und- ir fyrirsögninni Hvað er Viðreisn? Nýtt, frjálslynt stjórnmálafl á Ís- landi. Punktarnir eru: Réttlátt samfélag: Allir skulu hafa rétt til góðrar heilbrigðisþjónustu, menntunar og félagslegrar þjón- ustu. Lífskjör á Íslandi verði svipuð og í nágrannalöndum og gróska í menningarlífi. Jafnvægi: Stöðugt efnahagslíf og fjölbreytt atvinnutækifæri. Sköpun verðmæta með hugviti og skynsamlegri nýt- ingu auðlinda til fram- tíðar. Hallalaus fjárlög og skuldir ríkisins lækkaðar. Viðskiptafrelsi: Markaðslausnir þar sem við á, gjaldeyris- höft felld niður, engar samkeppnishindranir. Frelsi, jafnrétti, lýð- ræði og jafn atkvæðis- réttur fyrir alla. Vestræn samvinna: Þjóðin kjósi strax um hvort ljúka skuli viðræðum um fulla aðild að Evrópusambandinu til þess að ná megi aðildarsamningi sem borinn verði undir þjóðina. Á undirsíðum má svo kynna sér stefnuskrá flokksins í einstökum málaflokkum. Í efnahagskaflanum kemur fram; „Gengi krónunnar verði fest og tekið upp myntráð. Til lengri tíma skal stefnt að upptöku evru með stuðningi Seðlabanka Evrópu.“ Rétt er að halda því til haga að Grétar skrifar í færslu á Facebook að orðalagið „við hlið Samfylking- arinnar [sé] nú viðbót blaðamanns“. Fyrir lesendur Morgunblaðsins, sem hafa rýmri tíma en blaðamaður- inn knái og prófessorinn, er rétt að benda á að ítarlega stefnu Við- reisnar má lesa á heimasíðunni www.vidreisn.is. Einnig má sjá upp- töku af stofnfundinum á Facebook- síðu flokksins. Það er útilokað að menn komist að svipaðri niðurstöðu og blaðamaður Morgunblaðsins og viðmælandi hans eftir að hafa kynnt sér Viðreisn og stefnuna af eigin raun. Óvönduð blaðamennska Eftir Benedikt Jóhannesson Benedikt Jóhannesson » Þau Agnes og Grétar fundu hvorki frjáls- lyndi né Evrópustefnu hjá Viðreisn eftir viða- miklar rannsóknir. Höfundur er formaður Viðreisnar. Spurningarnar, hvort Guð sé til og hvernig hann sé þá, hafa fylgt mannkyn- inu frá örófi alda. Flestir fæðast inn í eitthvert trúar- samhengi og halda trú forfeðra sinna. Aðrir leita á önnur mið og reyna að leysa gátuna um Guð upp á eigin spýtur. Eitt er víst að til þess að trú verði sterk og persónuleg hlýtur að þurfa að fylgja einhver trúarreynsla sem staðfestir fyrir viðkomandi að það sé eitthvað meira á bak við trúna en orðin tóm. Helsta gagnrýni sem ég hef fengið á framboð mitt til forseta er að ég sé trúuð og leiti ráða hjá Guði. Það þykir alls ekki nógu gott. En hvað ef Guð væri til og væri eins og Biblían lýsir honum, ein- hver sem hlustar og talar, er alvit- ur, almáttugur og kærleiksríkur faðir sem lætur sér annt um vel- ferð og líðan fólks, hvernig sneri málið þá? Væri þá ekki betra að hafa hann í liði, svona eins og bak- hjarl sem hægt væri að leita til, sem er alltaf á vakt og bregst aldr- ei? Væri maður þá ekki sterkari heldur en ef maður stæði einn með sína takmörkuðu vitneskju og sýn á málin? Jú, við hljótum að vera sam- mála um að ef Guð er til þá er miklu betra að hafa hann í liði, ekki síður í embætti for- seta. Ég naut þeirra for- réttinda að vera alin upp í kristinni trú þannig að ég hafði grundvöll til að standa á þegar vindar lífsins fóru að blása. Ég þurfti samt sem áður að velja fyrir mig, hvort ég ætlaði að fylgja Guði eða ekki. Sem betur fer hafði ég vit til þess um fermingaraldur. Það var svo ekki fyrr en í mjög svo ævintýralegri hnattferð fyrir 30 árum að verulega reyndi á trúna. Í gegnum reynslu af ýmsum toga getur ekkert lengur haggað þeirri fullvissu minni að Guð er til og að hann er persónu- legur, kærleiksríkur, máttugur og er alltaf til staðar þegar ég þarf á hjálp hans að halda og leita til hans. Ég spyr því, er það styrkleiki eða veikleiki að leita visku og ráða hjá Guði? Fyrir mér er það mikill styrkur að hafa þann möguleika sem forseti, því starfið getur oft á tíðum verið margslungið og því mikilvægt að hafa góða ráðgjafa. Eitt af mínum uppáhaldsversum úr Biblíunni sem ég trúi að eigi er- indi við íslenska þjóð í dag er í Je- remía 6.16: Nemið staðar við veg- ina og litist um, spyrjið um gömlu göturnar, hver sé hamingjuleiðin og farið hana svo þér finnið sálum yðar hvíld. Við sem þjóð höfum leitað langt yfir skammt. Gamla góða trúin sem forfeður okkar höfðu og hefur mót- að samfélag okkar fram á þennan dag er eins og vandlega falinn fjár- sjóður sem þó er enn í fullu gildi og stendur öllum til boða. Ég veit ekkert betra fyrir íslenska þjóð en þennan fjársjóð sem veitir frið í sálina. Þarna eru rætur okkar, gömlu göturnar sem vísa okkur hamingjuleiðina. Sem forseti mun ég leggja mitt af mörkum til að þessi dýrmæti fjársjóður verði grafinn upp og að þjóðin fái að njóta hans. Hvað ef Guð væri til? Eftir Guðrúnu Margréti Pálsdóttur Guðrún Margrét Pálsdóttir » Væri þá ekki betra að hafa hann í liði, svona eins og bakhjarl sem hægt væri að leita til, sem er alltaf á vakt og bregst aldrei? Höfundur er hjúkrunarfræðingur og forsetaframbjóðandi. Vegna mikillar sölu vantar okkur fasteignir á höfuðborgarsvæðinu, á söluskrá. Ef þú ert í söluhugleiðingum, endilega hafðu samband sem fyrst, í síma 5334200 eða : arsalir@arsalir.is Ef þú vilt selja, kaupa eða leigja fasteign, hafðu samband í síma 533-4200 eða arsalir@arsalir.is Ágæti fasteigna eigandi ! Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali Örugg og traust þjónusta í fasteignaviðskiptum í áratugi. Laugavegi 7 | 101 Reykjavík | Sími: 551 3033 Flottir í fötum Frábært úrval af herrafatnaði fyrir útskriftina frá BERTONI & CARL GROSS Fyrir nokkrum ár- um leyfði ég mér að benda á hversu nauð- synlegt það væri að koma upp fjölbreyttu afþreyingarsvæði fyr- ir börn í borginni og benti á í því sambandi hversu heppilegt Nauthólsvíkursvæðið væri til þess. Í Nauthólsvík er að vísu viss aðstaða fyrir börn og unglinga, en þar mætti koma upp mun fjölbreyttara fjölskyldusvæði til leikja og útiveru sem næði að Öskjuhlíð. Jafnframt benti ég á að Húsdýragarðurinn þyrfti nauðsyn- lega á enduruppbyggingu að halda þar sem margt á svæðinu væri orðið hálflaskað, leiktæki sem ann- að. Úr þessu var bætt nokkru síðar, en sl. sumar sýnist mér ástandið hafa dalað á ný. Sem fyrr er að- staða fyrir dýrin til fyrirmyndar í garðinum og viðmót starfsfólks mjög gott. Mikilvægt er að börn geti kynnst dýrum og um- hverfi þeirra þar sem borgarbörn komast lítið í sveit núorðið. Fyrri hluta sl. sum- ars fór ég í nokkur skipti með átta ára sonardóttur mína í garðinn eins og svo oft áður. Fiskasafnið var lokað, var reynd- ar orðið til vansa sem og tæki sem þar voru. Ég efast ekki um að sjáv- arútvegsfyrirtæki væru tilbúin að styrkja þarna uppbyggingu á fiskasafni og fleiru. Sum tækin í garðinum voru ekki í umferð, t.d. vatnabátar og fleira, og önnur tæki inni á milli að sjá heldur þreytt, a.m.k. í útliti. Úti- grillin hefðu mátt vera betur þrif- in og tjarnirnar hreinni. Mér heyrðist að bætt hefði verið úr þessum þáttum nokkru síðar að hluta og vonandi verður ástandið varðandi þessa þætti gott í sumar og áfram. Ég held að það hljóti að vera metnaðarmál hjá borginni hverju sinni, þ.e. eins og til var stofnað í upphafi, að hafa þarna glæsilegt útivistar- og afþreyingarsvæði með fjölbreyttu tækjavali fyrir börn. Segja má að þetta sé eina úti- vistarsvæðið með afþreyingu fyrir börn í borginni, þ.e. fyrir utan sund- og íþróttasvæði. Hópur fólks sækir garðinn heim með börn og unglinga, jafnt inn- lendir sem erlendir aðilar. Það er nokkuð dýrt fyrir barna- fjölskyldur að fara í garðinn, t.d. mega ekki aðrir en foreldrar fylgja barni inn á svæðið með fjölskyldukort/árskort, ekki ömm- ur og afar sem gjarnan fylgja börnum í garðinn meðan foreldr- arnir vinna. Það er talað um, a.m.k. í hátíð- arræðum, hversu nauðsynlegt það sé að börn og foreldrar/fjölskyldur haldi hópinn til leikja og sam- verustunda. Þarna er upplagður staður til þess með bættum tækjakosti o.fl. Ég treysti borgaryfirvöldum til að koma þarna myndarlega að verki þannig að garðurinn verði áhugaverður fyrir börn sem fyrr. Sem fyrr hafa margir áhuga á að komið verði upp víðtæku barna- og unglingasvæði við Naut- hólsvík, alla vega yfir sumartím- ann þegar vantar afþreying- arsvæði til leikja. Svæðið er kjörið til þess þar sem það er mjög aðgengilegt með frábærum göngu- og hjólastígum og bílastæðum. Þar mætti jafnframt koma upp flugvéla- og tæknisafni sem ungir sem eldri hefðu gaman af að skoða. Þess skal getið í lokin að margir leikvellir hafa verið aflagðir í borginni á undanförnum árum, þvert á það sem sumir borg- arfulltrúar töluðu um í kosninga- baráttunni 2006. Töluðu um að gera leiksvæði barna í borginni til jafns við þau bestu í Evrópu. Mér sýnist að eitt- hvað hafi gleymst í þeim áformum. Bæta þarf leik- og útivistar- svæði fyrir börn í borginni Eftir Ómar G. Jónsson »Ég treysti borgaryf- irvöldum til að koma þarna myndarlega að verki. Ómar G. Jónsson Höfundur er fulltr./adst. og talsmaður sjálfstæða framfara- hópsins fyrir betri borg. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.