Morgunblaðið - 28.05.2016, Side 37

Morgunblaðið - 28.05.2016, Side 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2016 ✝ Gunnar Eirík-ur Bjarnason fæddist í Böðv- arsholti í Staðar- sveit 16. nóvember 1922. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands Akra- nesi 20. maí 2016. Foreldrar hans voru Bjarni Niku- lásson, og Bjarn- veig Vigfúsdóttir, sem bjuggu í Böðvarsholti. Gunnar var næstyngstur átta systkina sem öll eru látin. Gunn- ar giftist Áslaugu Sesselju Þor- steinsdóttur 31. maí 1952. Börn þeirra eru: 1) Þorsteinn, f. 1949. Maki hans er Helga Guðmunds- dóttir, börn þeirra eru fjögur var Gíslína Erlendsdóttir, f. 1961. Þau eignuðust tvo syni en slitu samvistum 1990. Seinni kona hans er Sunna Svanhvít Söebeck, f. 1970, og eiga þau tvo syni. Barnabörnin eru fimm. 7) Rúnar Atli, f. 1962. Kona hans er Margrét Björk Björns- dóttir, og þau eiga fjögur börn og eitt barnabarn. Gunnar og Áslaug bjuggu all- an sinn búskap í Böðvarsholti ásamt foreldrum Gunnars en tóku síðar alfarið við búinu. Gunnar gegndi ýmsum félags- störfum í sveitinni. Hann var hreppstjóri frá 1969 til 1992. Áslaug lést 1988 og 1992 taka Rúnar og Margrét alfarið við búinu. Gunnar flutti þá til Reykjavíkur og hóf sambúð með Guðrúnu Guðmundsdóttur þar til haustið 2015 er hann flutti á dvalarheimilið Jaðar í Ólafsvík. Útför Gunnars fer fram í dag, 28. maí 2016, frá Búða- kirkju og hefst hún klukkan 14. og barnabörnin níu. 2) Bjarnveig, f. 1953, maki hennar er Gunnar Vil- helmsson, eru börn þeirra þrjú og barnabörnin sjö. 3) Eyjólfur, f. 1954. Maki hans er Hild- ur Sveinbjörnsdótt- ir og eiga þau eina dóttur og tvö barnabörn. 4) Atli, f. 1956, d. 1957. 5) Bjarni, f. 1959, kona hans var Elín Katrín Guðnadóttir, f. 1945, d. 2005. Þau eignuðust tvö börn. Seinni kona hans er Lára Heiður Sig- björnsdóttir, f. 1962, og á hún tvö börn. Barnabörnin eru sex. 6) Þórður, f. 1960, fyrri kona Það var 13. maí að við Sunna vorum nýkomin í Urðarmúla þeg- ar Maggý hringir og segir okkur að það eigi að flytja pabba á sjúkrahúsið á Akranesi. Hann var búinn að vera mjög lélegur alla vikuna. Ég sagði við Sunnu að ég vonaði að sjúkrabíllinn færi Stað- arsveitina suður á Akranes því að þetta gæti verið hans síðasta ferð um sveitina sína, og það reyndist vera svo. Elsku pabbi, þú varst mjög ljúfur faðir og einstaklingur þótt þú værir ekki mikið fyrir að kyssa okkur og knúsa. Þú varst trúaður og kirkjurækinn og sagðir okkur stoltur að þú hefðir alltaf verið með tíu í einkunn í biblíusögum eins og það hét þá. Starf þitt í kirkjukórnum gaf þér mikið. Þú varst mjög skilningsríkur á okkar athafnaþörf. Það var sama hvað við vorum að brasa eins og þú kallaðir það, saga niður spýtur til að smíða bíla og fleira dót, nota nagla sem var kannski ekki mikið til af og skrúfa sundur gamlan jeppablöndung á eldhúsborðinu. Þetta athafnafrelsi sem þú og mamma veittuð okkur hefur verið góður skóli inn í lífið. Mér þótti skemmtilegar sögurnar sem þú sagðir af jeppanum þegar þú sett- ir hann á tvöfalt og barst trélista þar þvert á til að komast meira í mýrlendi og snjó. Minningin þeg- ar mamma var að ýta saman heyi með heyýtu sem þú lést smíða á jeppann og ég, Bembi, Dúni og Fúsi lágum á gólfinu aftur í til að hlusta á gírkassahljóðið, virkar hreinskilnislega skrýtin í dag. Það var sama hvort það var þegar ég keyrði undir aldri Mosk- ann, Moscovish, á girðingu á af- leggjaranum heima því ég náði ekki beygjunni eða þegar það kviknaði í bílskúrnum þegar við vorum að fikta með bensín, allt í þágu vísindanna; þú varst alltaf pollrólegur en hleyptir kannski í brýnnar. Já, frelsið sem við feng- um hjá þér og mömmu í sveitinni var mikið. Minningarnar úr sveit- inni eru góðar og ég Sunna og strákarnir sækjum þangað mikið af þeim sökum. Því miður kynnt- ust strákarnir okkar ekki ömmu sinni. En þeir kynntust þér vel og sögðu alltaf „afi er svoddan dúlla og krútt“. Þegar þú hættir bú- skap og fórst að búa í Reykjavík með Guðrúnu fóruð þið að ferðast innanlands og utan. Slíkt tæki- færi hafðir þú ekki í sveitinni. Sex vikur á Kanarí var kannski ekki þinn tebolli sem hafðir alltaf unn- ið sjö daga vikunnar en þú hafðir góða heilsu og naust þess að fara í sveitina, hvort heldur var að vinna í kartöflum á Hraunsmúla, réttir, þorrablót eða jól. Elsku pabbi, nú er þín vist hér búin og þín er sárt saknað, en ég trúi því að þú og mamma séuð sameinuð á ný, það veitir mér huggun. Elsku pabbi, takk fyrir allt. Guð geymi þig og mömmu. Þórður Gunnarsson. Það var vorið 1991 að ég var á leið í sveitina þína, nýorðin ást- fangin af Þórði mínum. Ég var kvíðin fyrir því að hitta fjölskyldu þína en hann hvarf strax þegar ég hitti þig. Ég fann strax fyrir miklu trausti, yfirvegun og hlýju frá þér. Ég komst fljótlega að því að þú varst mjög forvitinn um menn og málefni. Þú passaðir þig alltaf að vera snyrtilegur og vel greidd- ur og gekkst með greiðuna í rass- vasanum. Það voru aðeins liðin rúm tvö ár frá því að Áslaug þín féll frá. Því miður fékk ég og drengirnir mínir ekki að njóta ömmu sinnar en við fengum fallegar frásagnir um hana frá þér. Þegar yngsti sonur minn fædd- ist árið 1999 var aldrei neinn vafi á því að hann yrði skírður höfuðið á þér. Ég var mjög stolt og ég veit að þú varst mjög ánægður með nafna þinn. Þú varst afi krútt eins og synir mínir Örn Bragi og Gunnar Snær sögðu. Við eigum fallegar minningar úr sveitinni með þér og hér fyrir sunnan. Ekki má gleyma stafnum sem fylgdi þér síðustu árin. Strákunum fannst sniðugt þegar þú notaðir stafinn til að pota í ým- islegt eins hurðaropnarann í Sól- túninu. Tilvera okkar er fátækari og söknuður er mikill. Afi er farinn og kominn til ömmu. En við erum rík af góðum minningum sem geymast vel í hjarta okkar og eiga eftir að gleðja okkur um ókomna tíð, elsku tengdapabbi og afi. Elskum þig, hvíl í friði. Sunna Svanhvít Söebeck. Hann Gunnar í Böðvarsholti hefur kvatt þetta jarðlíf og er horfinn á vit feðra sinna. Þar hef- ur hann átt góða heimkomu, því hann er sá síðasti af þeim sjö systkinum frá Böðvarsholti sem kveður. Þessi systkini, börn Bjarnveigar og Bjarna, voru al- veg einstök að því leyti hversu samheldni og virðing var mikil á meðal þeirra allra. Hann Gunnar föðurbróðir minn var einstakt ljúfmenni, um það get ég vitnað eftir að hafa al- ist upp í miklu nábýli við hann alla tíð. Þeir bræðurnir Gunnar og Þráinn faðir minn bjuggu alla tíð hlið við hlið og á milli þeirra ríkti mikill kærleikur sem aldrei bar skugga á. Gunnar og Áslaug kona hans bjuggu í Böðvarsholti frá árinu 1952, þegar pabbi og mamma fluttu í nýja húsið í Hlíðarholti. Það voru forréttindi að fá að alast upp í nálægð við þau og einnig fjölda frændsystkina. En lífið var ekki alltaf auðvelt hjá þeim hjónum Gunnari og Ás- laugu, þriðja barn sitt, Atla, misstu þau nokkurra mánaða gamlan. Ég man vel sorgina sem grúfði yfir bæjunum þá. Síðar veiktist Áslaug og þurfti að fara í mikla aðgerð til Kaupmanna- hafnar. Sem krakka fannst mér voða- lega gaman að fara í heimsókn til þeirra niður í Böðvarsholt, Ás- laug var borgarstúlka og mér fannst hún alltaf svo flott og Gunnar svo ljúfur og yndislegur. Á jólum voru kaffiboð á milli bæj- anna og var alltaf tilhlökkun að fara í þau. Sérstaklega hlakkaði ég til að fá brúntertuna góðu sem Áslaug bakaði. Allt eru þetta góðar minningar sem ekki gleymast. Gunnar var góður söngmaður og söng í kirkjukórnum og hafði gaman af. Hann hafði gleði af því að vera á meðal fólks og hafði alltaf eitthvað til málanna að leggja. Gunnar eignaðist snemma flottan Willys-jeppa sem gerði honum kleift að ferðast á milli bæja og fengum við Hlíð- arholtsfólk oft að njóta þess að sitja í hjá honum en pabbi eign- aðist ekki bíl fyrr en 1958. Hann var mikill töffari á þessum tíma eins og það kallast í dag. Systkini Gunnars og pabba komu reglulega í heimsókn í sveitina og var þá farið á báða bæina. Það er svo eftirminnilegt hvað þau voru alla tíð mjög sam- heldinn hópur og báru mikla virðingu og væntumþykju hvert fyrir öðru. Þessu fólki var gefin svo mikil frændrækni í vöggugjöf sem þau hafa í gegnum tíðina miðlað til okkar afkomendanna og við notið frá þeim. Í september á síðasta ári flutti hann á dvalarheimilið Jaðar í Ólafsvík. Hann átti því láni að fagna að þangað komu margir til að hitta hann og spjalla um dag- inn og veginn og þar undi hann hag sínum vel. Með þessum línum kveð ég þig, kæri frændi, og fyrir hönd okkar systkinanna frá Hlíðar- holti þakka ég Gunnari frænda okkar langa samfylgd og alla hans gæsku í gegnum árin. Guð geymi þig. Þú varst lífsins bestu kostum búinn baðst þú ei um heimsins tign né reisn. En þér var lánuð tryggðin, vonin og traustið tókst með stilling móti öllu í heim. (Ólöf Bjarnadóttir) Kæru frændsystkin og fjöl- skyldur, innilegar samúðarkveðj- ur til ykkar, þið eigið góðar minn- ingar um yndislegan föður, afa og langafa. Margrét (Gréta). Föðurbróðir minn, Gunnar í Böðvarsholti, svo sem hann var jafnan nefndur, verður jarðsung- inn frá Búðakirkju í dag, laugar- daginn 28. maí. Gunnar er síðast- ur þeirra Böðvarsholtssystkina til að kveðja þessa jarðvist eftir langa og farsæla lífsgöngu. Ég kynntist Gunnari vel enda mikill samgangur á milli heimilis for- eldra minna í Ólafsvík og fjöl- skyldunnar í Böðvarsholti þar sem Gunnar var fæddur og bjó lengst af. Það tíðkaðist að bræður foreldra minna sóttu vinnu til Ólafsvíkur og voru þeir þá á heim- ili okkar á Borg hluta úr vetri vegna starfa sinna. Þá kynntist ég þessum glaðlynda öðlingi sem Gunnar vissulega var. Hann skipti sjaldan skapi, var barngóður og ljúfur í umgengni. Gunnar var ræðinn, fróður um landshagi og hafði mikinn áhuga á mönnum og málefnum. Ævistarf Gunnars var starf bóndans. Hann var góður og hygginn bóndi sem vann jafnt við ræktunarstörf í þess orðs fyllstu merkingu sem og hvers konar smíðar og uppbygg- ingu á jörðinni sem hann tók við af foreldrum sínum þegar þau brugðu búi. Það var gott að koma til þeirra Áslaugar og Gunnars í Böðvarsholti og finna hlýjuna og samheldnina sem var einkenn- andi fyrir þau og börnin þeirra. Gunnar var félagslyndur og naut þess að vera þátttakandi í kórastarfi enda hafði hann góða söngrödd sem kom sér vel í sveit- inni. Hann tók þátt í því einstaka samfélagsverkefni sem starfið í kirkjukórunum er og verður seint fullþakkað svo mikilvægt sem það er í hverju samfélagi að hafa sönginn til staðar og ekki síst á helgum stundum. Gunnar var áhugamaður um þjóðmál og einlægur stuðnings- maður Sjálfstæðisflokksins. Hann sótti kjördæmisfundi og flesta landsfundi flokksins og naut þess að fylgjast með og hafa áhrif á framvinduna í stjórnmál- um með umræðum og starfi í stofnunum Sjálfstæðisflokksins á Snæfellsnesi og í kjördæminu. Þar lágu leiðir okkar saman og naut ég stuðnings hans og hollra ráða. Eftir að Gunnar fluttist á hjúkrunarheimilið Jaðar í Snæ- fellsbæ kom ég til hans og gladd- ist fyrir hans hönd yfir þeim góða aðbúnaði sem hann naut þar. Var ánægjulegt að kynnast því hversu vel hann kunni að meta að vera aftur kominn á Snæfellsnesið eftir að hafa dvalið um hríð í höfuð- borginni. Það sýndi vel hug hans til átt- haganna að hann gat ekki hugsað sér annað en að eiga lögheimili sitt í Böðvarsholti. Með þessum fáu línum vil ég minnast frænda míns með virðingu og þakklæti fyrir frændrækni og einstaka um- hyggju í garð foreldra minna. Ég sendi börnum og öllum afkom- endum Gunnars og Áslaugar samúðarkveðjur frá okkur Hall- gerði. Blessuð sé minning Gunn- ars í Böðvarsholti. Sturla Böðvarsson. Föstudaginn 20. maí síðastlið- inn lést afi minn, hann Gunnar Ei- ríkur Bjarnason frá Böðvarsholti. Hann hefði orðið 94 ára 16. nóv- ember á þessu ári. Ég á margar góðar og fallegar minningar um afa enda voru það ófáar ferðirnar í sveitina, Böðvarsholt, sem mað- ur fór í þegar maður var yngri. Alltaf tóku afi og amma manni fagnandi og afi hafði alltaf tíma fyrir mann og aðstoðaði mann af alúð og áhuga þó oft á tíðum hafi maður verið örlítið, að mínu mati, erfiður. Ég man aldrei eftir að hafa séð afa reiðan eða að hann skammaði mann enda var hann með rólyndisgeð og endalausa þolinmæði fyrir manni. Betri afa hefði ekki verið hægt að hugsa sér. Þegar ég var ungur þá kom hestur í sveitina, en hann var ekki til þess fallin að verða reiðhestur og átti að lóga hestinum. Afi tók það ekki í mál þar sem honum þótti hesturinn fallegur og gaf mér hestinn og var honum gefið nafnið Glói. Mér þótti einstaklega vænt um Glóa en þarna mátti sjá að afi mátti aldrei neitt aumt sjá. Maður var ekki hár í loftinu þegar afi var farinn að lofa manni að keyra traktorana í sveitinni og einnig voru farnar ófáar ferðir á bílnum hans afa niður afleggjar- ann þar sem maður fékk að keyra bílinn fyrst í fanginu á afa og svo að keyra hann sjálfur. Afi sýndi manni alltaf áhuga og því sem maður gerði og sýndi það sig best þegar ég útskrifaðist úr lögregluskólanum að hann var stoltur af stráknum, og þegar við hittumst þá spurði hann ævinlega hvernig gengi í vinnunni. Eitt sem ég er óendanlega stoltur af er að ég og afi deildum sama afmælis- degi sem er 16. nóvember og alla tíð hefur sá dagur verið mér meira en bara afmælisdagur, það hefur verið dagurinn okkar afa. Ég ætla að vona að ég geti sýnt og gefið mínum barnabörnum í framtíðinni þá þolinmæði, ást og alúð sem afi sýndi manni alltaf. Elsku afi minn, ég á eftir að sakna þín mikið en þá get ég líka hugsað um allar skemmtilegu og góðu minningarnar um þig. Það hefur verið vel tekið á móti þér á þeim stað sem þú ert kominn á núna af ömmu og Atla heitnum syni þínum og nú eruð þið sam- einuð á ný eftir langa fjarveru hvort frá öðru. Hvíldu í friði, elsku afi minn, við sjáumst aftur síðar. Þitt barnabarn, Atli. Gunnar E. Bjarnason ✝ Hulda Ásgríms-dóttir fæddist 3. nóvember 1958 á Sauðárkróki. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Norður- lands á Sauðárkróki 13. maí 2016. Foreldrar henn- ar eru Ragnhildur Lúðvíksdóttir, f. 18. febrúar 1938, og Ásgrímur Helga- son, f. 12. mars 1933, d. 14. októ- ber 2010. Þann 30. desember 1978 giftist Hulda Jóni Sigurðs- syni, f. 26. apríl 1957, bónda að Stóru-Ökrum 2 í Blönduhlíð. Foreldrar hans voru Sigurður Jóelsson, f. 21. maí 1923, d. 4. júní 2015, og Anna Jónsdóttir, f. 25. júní 1925, d. 1. mars 1999. Börn Huldu og Jóns eru: 1) Ragnhildur Jónsdóttir, f. 29. maí 1980, maki Agnar Gíslason, f. 24. janúar 1977. Þau eiga þrjú börn. 2) Anna Hlín Jóns- dóttir, f. 22. ágúst 1985, maki Magnús Barðdal, f. 24. nóv- ember 1985. Þau eiga tvö börn. 3) Óskar Már Jónsson, f. 9. desember 1986, maki Guðrún Eik Skúladóttir, f. 18. febrúar 1988. Þau eiga tvö börn. Hulda útskrifaðist úr gagnfræðaskóla árið 1975. Á yngri árum starfaði Hulda við ýmis þjónustustörf, þar á meðal við afgreiðslu í Sauðárkróks apó- teki og síðar á skrifstofu Kaup- félags Skagfirðinga. Hulda og Jón fluttu að Stóru-Ökrum árið 1978 þar sem þau bjuggu síðan. Hulda var þar húsmóðir og sinnti bústörfum. Útför hennar fer fram frá Miklabæjarkirkju í dag, 28. maí 2016, klukkan 14. Nú kveðjum við þig, elsku Hulda mágkona, í síðasta sinni. Við minnumst Huldu með þakk- læti fyrir samfylgdina í gegnum lífið. Hún var föður okkar ein- staklega góð, og þau Nonni gerðu það að verkum að hann gat verið lengur heima. Faðir okkar beið alltaf eftir að Hulda kæmi í heimsókn, sem hún gerði nær daglega og sagði hon- um fréttir úr sveitinni. Hulda var einstaklega dugleg, ákveðin og skipulögð og það var allt á sínum stað. Það var gaman að koma til þeirra Huldu og Nonna, heimilið þeirra var einstaklega fallegt og mikið af fallegum hlutum sem var komið fyrir af mikilli smekkvísi, og alltaf var fullt borð af heima- bökuðu bakkelsi. Það er einstak- lega fallegt að líta heim að Ökr- um og vitum við að Hulda átti stóran þátt í að halda öllu fallegu og snyrtilegu á jörðinni. Við vott- um fjölskyldunni okkar dýpstu samúð, megi allar góðar vættir umlykja ykkur. Við kveðjum þig, kæra mág- kona, með ljóði eftir föður okkar Sigga Jóels. Nú ég gisti háa höll og hugann læt þó geyma. Blönduhlíðar fögur fjöll og fegurðina heima. Hólmfríður, Ingibjörg, Sólveig, Helga, Ragna og Katrín. Hulda Ásgrímsdóttir Létt er að stíga lífsins spor, ljúf er gleðin sanna, þegar eilíft æsku vor, er í hugum manna. (R.G.) Fyrir hönd bekkjarsystkina í Breiða- gerðisskóla, Svandís Matthíasdóttir. Gísli Maack ✝ Gísli Maack fæddist 11. mars1953. Hann lést 23. apríl 2016. Útför Gísla fór fram 6. maí 2016.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.