Morgunblaðið - 28.05.2016, Side 49
MENNING 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2016
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Ég tók mig til fyrir stuttu ogsetti nýjustu verk þeirramanna sem ég nefni í inn-
gangi undir smásjána. Atli hefur
verið að gera það gott í henni Holly-
wood undanfarin ár og starfaði
m.a. með hinum iðjusama Hans
Zimmer um hríð. Zimmer hefur
sætt nokkurri gagnrýni frá fagur-
kerum, sagður framleiða tár-
stokkna kvikmyndatónlist á færi-
bandi sem er
reyndar alveg
hárrétt. Nafn
hans er vöru-
merki, Hans Zim-
mer er „verk-
smiðja“ og hann
situr langt í frá
einsamall og sveittur yfir tónsetn-
ingunni. Tónlist Zimmer við Thin
Red Line (1999) er reyndar und-
ursamleg en ég hef ekkert sér-
staklega lagt mig eftir honum hin
síðustu ár. En þetta er útúrdúr! Ég
ætlaði að tala aðeins um Atla. Hann
hefur verið iðinn við kolann vestra
undanfarin ár en gaf sér þó tíma til
að semja tónlistina við hina dásam-
legu mynd Hrúta sem Grímur Há-
konarson leikstýrir. Virkilega vel
heppnuð tónskreyting þar sem Atli
nýtir sér harmonikku, kirkjuorgel
og gömul íslensk dægurlög til að
búa til gamaldags, sveitalega og al-
íslenska stemningu.
Ólafur Arnalds fer víða í list
sinni og snertir á klassík, poppi og
allra handa tónlist í raun og hefur
verið einkar farsæll í sínu fagi.
Hann semur m.a. tónlist fyrir sjón-
varp og kvikmyndir og á tónlistina
við hina vinsælu bresku þáttaröð
Broadchurch og hlaut fyrir hana
Bafta-verðlaunin bresku fyrir
tveimur árum. Heiður mikill, og
Ólafur vel að honum kominn. Þætt-
Dulmögn í Hollywood
Tónskáld Jóhann starfar í draumaverksmiðjunni en á eigin forsendum.
ina skreytir hann á hæfandi hátt,
þjónar þeim en læðir inn eigin áferð
á einkar smekklegan hátt.
Á sama hátt hefur Jóhann Jó-
hannsson komist í góðar álnir hvað
kvikmyndatónlistina áhrærir. Líkt
og hjá Ólafi er ferill hans marg-
þættur, hann sinnir eigin tilrauna-
kenndu sköpun en semur og fyrir
leikrit, dansverk og kvikmyndir.
Síðustu ár hefur hann unnið að
stóreflismyndum og átti hann tón-
listina við The Theory of Every-
thing og var tilnefndur til Óskars-
verðlauna fyrir hana. Þá var hann
og tilnefndur fyrir tónlist sína við
myndina Sicario sem ég ætla að
rýna lítið eitt í.
Því að tónlistin við Sicario er
nefnilega stórmerkileg. Hún er al-
gerlega frábær, skínandi gott dæmi
um hvernig hægt er að samtvinna
nokkurs konar þjónustuhlutverk
(að undirstinga og styðja við mynd-
ina með tónlistinni) og eigin, list-
ræna sýn. Líkt og þessum stóru hef-
ur tekist; John Williams, Ennio
Morricone, John Barry o.s.frv. Mað-
ur þekkir þeirra stíl, þó að myndina
vanti. Og Jóhanni tekst með mikl-
um glæsibrag að setja sjálfan sig
inn í tónlistina um leið og hún smell-
passar við framvindu myndarinnar.
Sicario fjallar um eiturlyfjastríð á
landamærum Bandaríkjanna og
Mexíkó, með tilheyrandi hasar og
spennu. Taktur myndarinnar er
hægur en knýjandi, það er listræn
ára yfir og Jóhann einhvern veginn
algerlega rétti maðurinn í verkið.
Jóhann segir í upplýsandi viðtali
við Deadline að leikstjórinn, Denis
Villeneuve, hafi beðið um „varfærn-
islega stríðstónlist“ og sú þversögn
hafi verið honum áskorun. Hann
leysir þetta í raun með slagverki
sem gárar stöðugt undir, stundum
hálfkæft en svo rís það upp og
magnar upp stemningu. Jóhann
brýtur þetta svo upp með fallegri
stefjum, Skúli Sverrisson leggur til
bassa á einum stað og Hildur
Guðnadóttir á og þátt í tónlistinni.
Semsagt, einkar tilkomumikið
dæmi og fjandakornið, hann átti að
taka Óskarinn!
» Því að tónlistin viðSicario er nefnilega
stórmerkileg. Hún er al-
gerlega frábær, skín-
andi gott dæmi um
hvernig hægt er að sam-
tvinna nokkurs konar
þjónustuhlutverk (að
undirstinga og styðja
við myndina með tón-
listinni) og eigin, list-
ræna sýn.
Tónlist Jóhanns Jóhannssonar fyrir vel kynntar stórmyndir frá draumaverksmiðjunni Hollywood hef-
ur vakið verðskuldaða athygli að undanförnu. Önnur tónskáld frá landi elds og ísa hafa þá einnig verið
að gera það gott í þeim geiranum, helst þá þeir Atli Örvarsson og Ólafur Arnalds.
Rúnar Þórisson
og hljómsveit
leika á Kex hos-
teli annað kvöld
kl. 21. Með
Rúnari leika
Arnar Þór Gísla-
son á trommur,
Birkir Rafn
Gíslason á gítar
og Guðni Finns-
son á bassa. Rúnar hefur gefið út
fjórar sólóplötur og munu lög af
þeim hljóma á tónleikunum. Hann
hefur síðustu misseri verið iðinn við
tónleikahald og þá m.a. á tónlist-
arhátíðum.
Rúnar og
sveit á Kex
Rúnar Þórisson
Vortónleikar karlakóranna Bartóna
og The Harvard Din and Tonics fara
fram í Gamla bíói annað kvöld kl. 20.
Bartónar ljúka með þessu sjötta
starfsári sínu en kórinn söng m.a. sl.
vor á tónleikum með Damien Rice og
árlegum jólatónleikum með Kvenna-
kórnum Kötlu.
The Harvard Din and Tonics er
bandarískur kór, stofnaður í Massa-
chusetts árið 1979. Hann saman-
stendur af 12 til 15 karlmönnum og
kemur fram án eiginlegs stjórnanda.
Kórinn hefur komið fram með lista-
mönnum á borð við Ellu Fitzgerald,
Bobby McFerrin, Lionel Richie og
Herbie Hancock, gefið út 14 hljóm-
plötur og sungið þjóðsöng Banda-
ríkjanna fyrir íþróttaliðin Boston
Celtics, Boston Bruins, Boston Red
Sox, New York Yankees, San Franc-
isco Giants, Tampa Bay Lightning
og í Ryder Cup golfkeppninni. Kór-
inn fer í tveggja til þriggja mánaða
tónleikaferðalag annað hvert ár og
ætlar að þessu sinni að hefja tón-
leikaferð sína hér á landi. Bartónar
munu m.a. syngja ættjarðarlög og
mansöngva Bartóna og The Har-
vard Din and Tonics djassstandarda
og popplög. Sérstakir gestir á tón-
leikunum verða Andrea Gylfadóttir,
Kristjana Stefánsdóttir og Svavar
Knútur.
Frá Bandaríkjunum The Harvard Din and Tonics syngur í Gamla bíói ann-
að kvöld og þykir sá karlakór einkar líflegur á sviði og skemmtilegur.
Bartónar syngja með
Harvard Din and Tonics
Eðalfiskur ehf • Sólbakka 4 • 310 Borgarnesi • S. 437 1680 • sala@edalfiskur.is • www.edalfiskur.is
Eðallax
fyrir ljúfar stundir
WARCRAFT 2, 5, 8, 10:30(P)
X-MEN APOCALYPSE 3D 7, 10
ANGRY BIRDS ÍSL.TAL 2, 3:50, 5:50
BAD NEIGHBORS 2 5,8,10
RATCHET & CLANK 1:50
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Miðasala og nánari upplýsingar
POWERSÝNING
KL. 22:30
TILBOÐ KL 2
TILBOÐ KL 2