Orð og tunga - 01.06.2002, Page 11

Orð og tunga - 01.06.2002, Page 11
Eiríkur Rögnvaldsson Auður Þórunn Rögnvaldsdóttir Kristín Bjamadóttir Sigrún Helgadóttir Vélræn málfræðigreining með námfúsum markara 1 Inngangur Hér verður sagt frá tilraun til að greina íslenska texta málfræðilega á vélrænan hátt með aðferð sem nefnd er á ensku transformation-based learning. Þeirri aðferð, sem oft er kennd við Eric Brill, hefur verið beitt með góðum árangri á ýmis tungumál, en að því er við best vitum hefur hún ekki áður verið prófuð á íslensku. Að okkar mati voru niðurstöður tilraunarinnar nægilega góðar til að ástæða væri til að útfæra verkefnið frekar. Við stöndum nú ásamt Orðabók Háskólans að verkefni sem hefur það að markmiði að greina íslenska texta vélrænt með yfir 90% nákvæmni. í því verkefni verður byggt á þeirri tilraun sem hér segir frá, en þar verða einnig ýmsar aðrar aðferðir til vélrænnar greiningar prófaðar og bornar saman. Með vélrænni málfræðigreiningu er hér átt við það að greina orð í samfelldum texta málfræðilega, og skrifa greininguna inn í textann - eða réttara sagt, skrifa út nýja skrá þar sem greiningarstrengur er tengdur hverju orði. Málfræðilega greiningin getur verið misnákvæm; felst a.m.k. í greiningu orðflokks, en oftast einnig í nákvæmari greiningu einstakra málfræðilegra formdeilda. Hér er átt við hefðbunda greiningu sem flestir þekkja úr skólamálfræði; í nafnorðum er greint kyn. tala, fall og greinir, í sögnum persóna, tala, háttur, tíð, mynd, o.s.frv. Aðferðir við vélræna málfræðigreiningu, eða málfræðilega mörkun (grammatical tagging) eru ýmsar, en þrjár eru þekktastar; reglumörkun (rule-based tagging), lrkinda- mörkun eða tölfræðimörkun (stochastic/statistical tagging), og mörkun byggð á trans- 1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.