Orð og tunga - 01.06.2002, Blaðsíða 33
Guðrún Kvaran: Úr fórum Björns M. Ólsens
23
ekkert um útbreiðslu. f Fjallkonunni er þetta dæmi: „Allskonar spónamatr er kallaðr
„hafmatr" (1892:77), og er þar verið að tala um Vestfirði. Einnig er átt við Vestfirði í
Árbók Fornleifafélagsins: „Allr spónamatr er þar kallaðr hafmatr" (1884-1885:138).
Yngsta dæmið í Rm er úr Sölkit Völku Halldórs Laxness: „kom konan aftur með hafmat
í skál og mjólk útá“ (1994:107). Af þeim níu dæmum, sem Orðabókin á í Rm, benda
fimm til Vestfjarða. Orðið er einnig að finna í orðasafni skrifuðu af vestfirskum manni
líklega 1770-1780. Þar stendur: „hvíta, Spónamatur, so sem skyr, grautur og þesshattar
fæda“ (BA XX:282). Þá er það skráð í orðalista Brynjólfs Oddssonar (sjá domikur):
„Habbmatur mjólkurmatur" (BA XXXIX: 156).
í Tm em fjögur dæmi sem einnig em öll vestfirsk. A seðli, sem skrifaður var upp úr
dagbók Magnúsar Hjaltasonar Magnússonar við árið 1915, stendur: „Guðrún fylgikona
mín skyldi fá hafnmat sumar og vetur, ef hún ynni sér (bóndanum) úti við að sumrinu."
Ekkert dæmanna, sem ég hef nefnt, er úr Vestur-Skaftafellssýslu þannig að óvíst er
hvort heimild Sigfúsar er traust. Það þarf að kanna betur. Heimildir benda til að orðið
hafi á síðari öldum einkum verið notað fyrir vestan.
Fyrri liður orðsins, haf, er notað um spónamat og af því orði er leidd sögnin að hafa
í merkingunni ‘borða spónamat’, þ.e. átt er við mat sem menn ausa upp úr íláti (ÁBIM
1989:297).
harðatorf ‘mór’. Orðið er ekki fletta í B1 og það er ekki að finna hjá ÁBIM. JÓlGrv
þekkir orðið og telur það vestfirskt. í Rm em til níu dæmi og er hið elsta þeirra frá
17. öld. Orðið er nefnt í orðasafni skrifuðu af vestfirskum manni líklega 1770-1780:
„harda-torf, mór (So kallad til adgreiningar frá S verde, sem og so er elldevidar torf, hier
brúkanlegt, enn þad er ei eins hardt og mór, því þad er rett almennelegt mýrartorf, rist
eda stungid; og af því grasrótin fylger med, þá kallast þad Sv0rdur).“ (BA XX:282).
Orðið er skráð í orðasafni Steingríms Jónssonar biskups (sjá bokka) og er ljóst að hann
hefur skrifað skýringuna upp eftir vestfirska orðasafninu. Rasmus Rask hefur orðið
einnig í orðasafni sínu sem hann skrifaði upp 1814—1815: „hardatorf mór“ (BA XX,
292) og þrjú dæmi em úr Sóknalýsingum Vestfjarða. Þótt allar heimildirnar séu ekki
vestfirskar bendir þó margt til að orðið sé einkum notað þar. Ef blaðað er í Tm styrkist
sá gmnur því að öll þau átta dæmi sem þar finnast em vestfirsk.
hóf ‘brúðkaupsveisla’ (+Vf). B1 setur Vf. við þessa merkingarskýringu. ÁBIM
merkir orðið ekki sem staðbundið. í orðasafni skrifuðu af vestfirskum manni líklega
1770-1780 stendur: „hóf, veitsla“ (BA XX:282). Ekkert bendir til að þessi merking sé
staðbundin.
hræið mitt'greyið mitt’ (+Df.). B1 telur þessa merkingu ekki staðbundna. ÁBIM
gefur merkinguna ‘hró, grey, tötur (í ávarpi eða umtali um fólk eða skepnur)’ með
ýmsum öðmm og merkir orðið hræ því ekki staðbundið. JÓlGrv þekkir þessa notkun
frá Vestfjörðum. Hann segir: „Qvibusdam Vestfiordensibus hræ est vox Blandientis,
præsertim ad pueros minoris notæ, sed, ut aliis videtur, hoc plusqvam plebeium est
et insulum. Sed hræit mitt! Hræ-skinnit! Et hrætetrit! Vox est miserantis simul et
blandientis, inprimis ad canes“ (AM 433 fol.).
í orðasafni skrifuðu af vestfirskum manni líklega 1770-1780 stendur: „vox blandit;
vulgo usitata, mædurnar ávarpa soleidis jafnvel sín eigin börn“ (BA XX:282). Við
orðalista Steingríms Jónssonar biskups er þessi athugasemd: „börnenn, já hvörn eimn