Orð og tunga - 01.06.2002, Blaðsíða 71
Margrét Jónsdóttir: Um sagnimar virka og verka
61
(3) *Laat Virka mitt Hiarta Saur Iardrijkis wt. (=Lát virka mitt hjarta
saur jarðríkis út.)
KingoSöngk. 74 17s6
Grunnavíkur-Jón (1705-1779) hefur dæmi um virka í orðabók sinni.7 Þrennt vekur
athygli við lýsingu Jóns á sögninni. í fyrsta lagi segir hann beinlínis að virka sé notað í
stað verka. í öðm lagi er notkunin á virka + upp. I þriðja og síðasta lagi er merkingin
aðeins ‘hreinsa’. Þá merkingu og notkun má sjá í tvígang í orðabók Jóns Amasonar frá
1738. Það em næstelstu dæmin um sögnina. Hér verður annað dæmið sýnt:
(4) Tergo ([...]] eg þurka, stryk af, hreinsa, virka upp.
JÁNucl 18m
í elsta dæminu um virka, sbr. (3), er virka + út í sömu merkingu og virka + upp, þ.e.
‘hreinsa’. í Orðabók Bjöms Halldórssonar (1992), sem áður var nefnd, er merkinguna
líka að finna. í ritmálssafni Orðabókarinnareru ekki fleiri dæmi um þessa merkingu. En
alls eru níu dæmi um virka í safninu. Dæmafæðin veldur því að nokkmm erfiðleikum
er bundið að gera sér góða grein fyrir því hvernig sögnin og hin ýmsu merkingarsvið
hafa þróast í tímans rás enda dæmin öll frá tuttugustu öld nema þau sem nefnd hafa
verið. Dæmi Grunnavíkur-Jóns segja þó sína sögu.
Frá síðari hluta tuttugustu aldar eru tvö dæmi um virka með forsetningunni á\
merkingin er ‘hafa áhrif á, orka á, hrífa á’. Þau dæmi em í (5). Þetta er sama merking
og lýst er í lið 3 í (1). Þar er þó forsetningarinnar ekki getið eins og áður sagði.
(5) a. þegar bifreiðin fer yfir keðjuna, virkar hún á sérstakan
útbúnað, sem kippir í strenginn.
Vísir 28/10 1967,4-4 20s
b. öll hljóð, brak í stólum, bollaglamur eða skrjáf virkuðu á
mann einsog kirkjuhósti.
EKárAsn, 128 20s
Sömu merkingu má sjá í dæmunum í (6). Þar er virka án forsetningar:
(6) a. *þótt ég eitthvað yrki / um Englendinga og Tyrki, / má
telja víst það virki / sem verra en ekki neitt.
StSteinFerð, 98 20m
b. það rakastig, sem loft þarf að hafa til þess að virka
þægilegt.
Þjv 8/1 1972,4-2 20s
Merkingin ‘hafa áhrif á, orka á, hrífa á’ í (5) og (6) er sú sama og algengust er hjá verka,
sbr. (14) - (17).
En merkingarsviðin em fleiri. í Orðastað (Jón Hilmar Jónsson. 2001) er merkingu
virka lýst svo (lýsingin er hin sama og í eldri útgáfu (1994):
6s í aldursmerkingu dæma úr ritmálssafni Orðabókar Háskólans merkir að dæmið er frá síðasta þriðjungi
viðkomandi aldar. 17s á því við um síðasta þriðjung 17. aldar; m vi'sar til miðbiks aldarinnar en f til fyrsta
þriðjungsins.
7Orðabók Jóns Ólafssonar úr Grunnavík, Grunnavíkur-Jóns, er varðveitl í ljósriti og á seðlum f safni
Orðabókar Háskólans. Frumrit er varðveitt í Stofnun Áma Magnússonar (AM 433 fol.).