Orð og tunga - 01.06.2002, Blaðsíða 46
36
Orð og tunga
(1) *rahönorr. r() í nno. rá ‘vættur’ (kvk,),skogsrá ‘skógarvættur’,1 2 sæ. rá
‘þ.s.’ (oftast hk., en líka kk og kvk. í mállýzkum), einnig í samsetningum
eins og bergsrá, skogsrá, sjörá. - Um físl. rœingr, rœingi, hálfræingr og
d. rœ sjá hér að neðan (§3.1).
(2) *rahnaísl.fáránn ‘kynlegur, frále'nur',fáránlegur.
(3) *raltnönorr. R(n (nafnið á konu Ægis).
(4) *ragina-: ísl. regin (jrQgn) ‘goðmögn’, gotn. ragin ‘ráð, ákvörðun’, fsax.
regin<o>giscapu ‘örlög’ o.s.frv.
Þessir stofnar eru undirstaða allra þein-a orða í íslenzku sem tilheyra umræddri orðsift.
3 Umræða um einstakar stofnmyndir og orð sem af þeim
eru komin
3.1 *rahö-
Germanska viðskeytið -ö- (< forgerm. *-á- < ie. *-eh2-) gegndi ýmsum hlutverkum.
Það hlutverk sem hér kemur við sögu er myndun verknaðamafna (nomina actionis)
af sagnrótum (sjá Meid 1967: §69.1). í þessari myndun koma öll hljóðskiptastig rótar
fyrir, sbr. e-stig: físl. bjgrg < frg. *bergö-\ o-stig: físl./pr < frg. *farö-\ hvarfstig: físl.
sorg < frg. *swurgö- eða *surgö-\2 é-stig: físl. s(t, sát < frg. *sé\tö-\ ö-stig: físl. gróf
< frg. *gröbö-. Eins og kunnugt er breytist óhlutstæð merking verknaðarnafnorða oft í
hlutstæða merkingu. Dæmi um slíka merkingarþróun höfum við t.d. í orðunum gjöf og
gröf. Þetta skiptir þó litlu máli hér.
Hljóðmynd stofnsins *ralw- sýnir að orðáherzlan hefur verið á rótaratkvæðinu á
forgermönskum tíma. Stofnar af þessari gerð höfðu áherzlu ýmist á viðskeyti eða rót,
sbr. frg. *sagö-, físl. sgg (af ie. rótinni *sekH- ‘skera, greina sundur’, sbr. lat. secö
‘sker’): frg. *spahö-, físl. sp(, spá (af ie. rótinni *spek- ‘skoða, rýna’, sbr. lat. speciö
‘sé, skoða’).
Merking orðsins *rahö-, sem leitt eraf rótinni *rah- ‘ákveða, ákvarða’, var ‘ákvörð-
un’. Við persónugervingu breyttist hún í ‘sá/sú sem hefur ákvörðunarvald (og þar með
yfirráð yfir e-u)’. í þessari merkingu var orðið tengt við yfirnáttúrulegar verur. Hér
komu í sjálfu sérbæði ‘goðmögn’ og ‘vættir’ til greina, en í umræddu orði varð vættar-
merkingin fyrir valinu. Bent skal á að orðið ráð, sem m.a. merkir ‘ákvörðun, yfirráð’,
ber vott um samsvarandi merkingarþróun, sbr. vnorr. r(ð (flt.) ‘goðmögn’ og sæ. (máll.)
rád ‘vættur’ (sjá nánar hér að neðan).
1 Fomnorska geymir e.t.v. dæmi um orðið rá ‘vættur’ í viðumefninu rásveinn, sem Gunnar nokkur, emb-
æltismaðuríBjörgvin, hafði, sbr. DNII 169 (frá 1329): Gunnare rasueirr, 172 (frá samaári): Gunnar rasuœin,
Gunnars rasuœins; III 153 (frá sama ári): Giumare rasueini. - Óvíst er um merkingu þessa viðumefnis, en
hugsanlegt er að það skírskoti til líkamsvaxtar Gunnars og að forliðurinn rá merki ‘dvergur’ (sbr. Kahle
1910: 176: „Wahrscheinlich ‘ein Mann von zwergenhaftem Wuchs’").
2Ekki er ljóst, hvort rótin hafði ívv- eða s- 1' framstöðu í gemiönsku, sbr. fhþ. sorga (frá 8. öld), sworga
(frá 9. öld í franknesku), gotn. saurga (með ait = [0] < u á undan r). Einnig er óvíst, hvort rótarmyndin var
*suergj‘- (LIV: 613-614) eða *serHf - (Mayrhofer 1992-1996: II 742) í indóevrópsku.