Orð og tunga - 01.06.2002, Blaðsíða 54
44
Orð og tunga
Hjá Gunnlaugi Oddsen (1823-1824: II68) kemur fyrir orðtakið mæla rán og regin.
Textasamhengið er eftirfarandi: varar hann þá vid þeim júdasinnudu kénnurum, er
mœltu alleina rán og reginn (...], er stiptudu íllt eitt. Þetta er þýðing á málsgreininni:
advarer han dem modde jpdisksindede Lœrere, der kun skiældte og smœldede [...], der
kun stiftede Ondt (Rasmus M0ller 1820: 260). Orðrétt merkir fyrri tilvísunarsetningin
‘sem einungis jöguðust og rifust’. í þýðingu Gunnlaugs (og félaga) stendur mœla rán
og regin sem sé fyrir ‘jagast og rífast’ e.þ.h., en það er vissulega ekki nákvæm útlegging
á orðum Rasmusar M0llers.
Bæði danski textinn og íslenzka sögnin ragna ‘bölva’, sem leidd er af regin (ef.
ragna), benda til að orðtakið sé notað í merkingunni ‘formæla, bölva’. En þar sem við
höfum aðeins þessa einu heimild, er greining orðmyndarinnar rán nokkrum vafa undir-
orpin. Ásgeir Blöndal Magnússon (1989:741 s.v. 3 rán) gerirráð fyrirþeim inöguleika
að rán sé hvorugkyn fleirtölu og merki ‘goðmögn’. Ekki er útilokað að hvorugkyn
lýsingarorðsins *rahna-, sem endurgert var hér að ofan, hafi við nafngervingu39 fengið
merkinguna ‘ákvörðunarvald, goð’ (< ‘það sem ákvarðar’). Þó er ekkert sem styrkir þá
skoðun frekar. Aftur á móti hefur íslenzkt fornmál orðasambandið ráð ok regin (sbr.
§3.1). Því virðist mér líklegra að í umræddu orðtaki sé rán og regin afbökun þess. í stað
orðsins ráð er komið gyðjuheitið Rán.
3.3 *rahnö-
Hér er um verknaðarnafnorð (nomen actionis) að ræða, sem leitt er af rótinni *rah-
með viðskeytinu *-nö-, sbr. t.d. ísl. rún ‘rúnastafur, vísdómur, leyndarmál, o.fl.’, gotn.
nlna ‘leyndarmál’ (< frg. *runö-) og ísl. laun ‘leynd’, fhþ. lougna *(af)neitun’ (< frg.
*laugnð-, af rótinni *Ieug- í Ijúga). Merking stofnsins *rahnö- var ‘ákvörðun’. Sem
persónugerving liggur hann fyrir í gyðjunafninu R(m, Rán.40 Samsvarandi persónu-
gervingu sýna norr. rý ‘vættur’, regin ‘goðmögn’ og ráð, sem í fleirtölu hefur m.a.
merkinguna ‘goðmögn’.
Af nafnorðinu *rahnð- ‘ákvörðun’ var leidd sögnin *rahnija- ‘ákvarða, ákveða,
leggja mat á, álíta, o.fl.’ (sbr. gotn. rahnjan ‘reikna út, telja til/með, álíta, líta á sem’).
Af þessari sögn var svo aftur leitt gerandnafnið (nomen agentis) *rahnija- ‘sá er tekur
ákvörðun, ákveður, o.fl.’. Samsvarandi orðmyndunarsamband er t.d. að finna í nafn-
orðinu *runö- (ísl. rún), sögninni *rúnija- (ísl. rýna) og lýsingarorðinu *rúnija- ‘sá er
rýnir’ (ísl. rýnrí).
-wSbr. t.d. hvorugkynsorðin djúp og gruim, sem upphaflega voru endingarlausar myndir nefnifalls og
þolfalls eintölu af lýsingarorðunum djúpur og gruimur (sbr. Hellquist 1891: 7-8).
40Andstætt þessari skýringu leit A. Kock (1896: 205) svo á að Rán væri orðið til úr *Raðn, sem væri
n-afleiðsla af rótinn ráð- í ráða. Um merkingu þess tjáir hann sig ekki, en af orðum hans má ætla að hann hafl
talið það merkja ‘sú er hefur yfirráð (yfir e-u)’. Kock gerði ekki frekari grein fyrir orðmynduninni, en tvö
viðskeyti kæmu til greina, sem bæði eru notuð við myndun óhlutstæðra nafnorða: og *-ni-. Á skýringu
Kocks eru eftirfarandi vandkvæði: 1) Merkingin ‘ríkja yfir’ er ung hjá sögninni ráða: hún virðist aðeins koma
fyrir í norrænu og ensku. 2) Sem frumviðskeyti (þ. Primársuffix, e. primary suffix) eru *-nö- og *-ni- notuð í
orðum er tilheyra elzta orðaforða germanskra mála (aðeins í myndun óhlutstæðra nafnorða af stofnum veikra
sagna hélzt viðskeytið *-ni- frjótt í germönskum málum, sbr. Meid 1967: 116-118).