Orð og tunga - 01.06.2002, Blaðsíða 52
42
Orð og tunga
3.2 *rahna-
í frumgermönsku var -na- (< ie. *-no-) ekki lengur frjó afleiðsluending, en germönsk
mál geyma þó allmörg nafnorð (sem flest eru erfð úr indóevrópsku) og nokkur lýs-
ingarorð, fornöfn og töluorð sem mynduð eru með henni. Lýsingarorðin eru ýmist
frumstofnar (leidd af sagnrótum) eða eftirstofnar (myndaðir af atviksorðum og nafn-
orðum). Frumstofnar lýsingarorða sýna einkenni lýsingarhátta og getur merking þeirra
verið bæði germyndar- og þolmyndarleg, sbr. fhþ. gern ‘sá er girnist e-ð, gráðugur’,
fsax. gern, fe. jeorn ‘gráðugur, ákafur’, ísl. gjarn (ennfremur gotn. faihugairns (ai
= [e]), físl. fégiarn ‘fégráðugur’) < ie. *ghérno- ‘sá er girnist e-ð’ : fsax. torn ‘bitur,
sorgbitinn’,fe. torn ‘bitur, sár, grimmur, hræðilegur’, mhþ. zorn(e) ‘reiður’ < ie. *drnó-
‘rifinn, klofinn’ 'l(sbr. find. dTrná- ‘örvilnaður, ruglaður’ < frumindóír. *dr[H]ná-).32
Slík lýsingarorð sýna e-, o- og hvarfstig rótar, en í þolmyndarmerkingu hafa þau venju-
lega hvarfstig. Dæmin hér að ofan hafa e- og hvarfstig. Dæmi um o-stig eru t.d. (f)ísl.
meinn ‘skaðlegur, meinsamur o.fl.’, fhþ. mein ‘falskur, svikráður’ < frg. *maina- <
ie. *mo]no- ‘sá er skiptir eða víxlar’,33 físl.feikn ‘ógurlegur, skaðvænn’, fhþ.feihhan
‘sviksamlegur, illgjarn’ < frg. *faikna-.
Islenzka hefur orðið járánn, sem reyndar virðist aðeins koma fyrir hjá þjóðskáld-
inu Matthíasi Jochumssyni (sjá OH), nánar tiltekið í þýðingu kvæðisins „Heimþrá“
(.Heimlengt) í ljóðabálknum „Bóndanum“ (Bonden) eftir norska skáldið Anders Hovd-
en. Erindið sem geymir umrætt orð hljóðar svo (Matthías Jochumsson 1956-1958: II
149):
Aldrei, nei aldrei ég festi hér fót,
fáránum stend ég á grunni;
enginn mér sinnir, og sveitin er ljót,
sést hvergi’ á fjallshlíð né unni,
ókunn er tungan, og ólystar-rót
oss í munni.
Og samsvarandi erindi í frumtexta er þannig (Hovden 1902: 19-20):
Aldri, nei aldri mitt Hjarta slær Rot
her i den framande Grunnen,
Mannen er vyrdlaus og Grendi er ljot,
Hugnaden aldri vert funnen,
illa so hpver det framande Knot
meg i Munnen.
Samanburður þessara texta sýnir að Matthías notar orðið fáránn sem þýðingu á no.
framande. Reyndar hefði orðmyndinframandi (eðaframanda) verið vel nothæf hér; hún
31 Um merkingarþróunina ‘riíinn’ > ‘órór, vanstilltur’ sjá þ. zerrissen.
32í indóírönsku hefur viðkomandi rót víxlmyndir með og án barkaopshljóðs (//).
33Germ. *ga-maini- ‘sameiginlegur’ í gotn. gamains, fhþ. gimeini, fe. jemœne o.s.frv. (ss lat. commiinis
‘þ.s.’ < *kom-mojni-) er hins vegar eignarsamsetning (bahuvrThi) leidd af nafnorðinu *momo- ‘skipti’ (sbr.
lit. máinas ‘þ.s.’); merking hennar var ‘sá sem hefur samskipti (við e-n)’.