Orð og tunga - 01.06.2002, Síða 97

Orð og tunga - 01.06.2002, Síða 97
Veturliði Óskarsson: Fóviti - fóveti - fógeti 87 mun yngri afritum.6 Sum þeirra eru þó frá þessum tíma eða litlu síðar (dæmin í Alþb. 5:585 og 586, frá 1639). Við lauslega leit í gömlum bókum hef ég fundið orðmyndina í bréfabók Brynjólfs biskups Sveinssonar (d. 1675) frá 7. áratug 17. aldar (bls. 169,233, 239; sbr. einnig hér fyrir neðan um land(s)fógeti). Nefna má að Jón Ólafsson Indíafari getur í Reisubók sinni (1661) um býfógeta Kaupmannahafnar (Völundur Óskarsson 1992:34, tvö dæmi) - en þegar hann ræðir fógetann á Bessastöðum, Tómas Nicolajsen, notar hann hins vegar orðmyndina fóveti (bls. 319, 320 þrisvar). Elsta dæmi um fógeti í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans er í samsetningunni fógetakona frá fyrri hluta 18. aldar (Jón Ólafsson úr Grunnavík). Dæmi um orðið ósamsett í Ritmálsskránni eru einungis 5, hið elsta frá 19. öld, hin frá 20. öld (í skránni er eitt dæmi um ritmyndina ‘ffóetann’ frá miðri 17. öld skráð sem dæmi um flettiorðið fógeti). Samsetningar eru hins vegar margar, 37 með fógeta- sem fyrra lið.7 Langflestar eru frá 19. og 20. öld; eldri eru einungis fógetafremd, fógetakona og fógetastofa (18. öld), eitt dæmi um hvert orð. Ekki þarf lengi að leita til að finna fleiri dæmi umfógeti frá 18. öld, t.d. í ritum Jóns Ólafssonar úr Grunnavík (1705-1779) (sjá t.d. Jón Þorkelsson 1897:xxiv „Nicolaus fógeta“, og xlii „fógetanum"; sbr. einnig dæmi úr orðabók Jóns sem nefnt var í næsta kafla hér á undan) og bréfum séra Gunnars Pálssonar (1714-1781) (sjá t.d. Gunnar Sveinsson 1984:93, bréf frá 1760). 3.1 Embættisheitið landfógeti Landfógetaembættið var stofnað 1683. Landfógeti var embættismaður konungs á Islandi sem annaðist um eignir og tekjur konungs og síðar, á landshöfðingjatíma (1874—1904), féhirðir landssjóðs (Bjöm Þorsteinsson & Bergsteinn Jónsson 1991:494). Sama ár og til embættisins var stofnað kemur orðið landfógeti fyrst fyrir í Alþingisbókum (Alþb. 7:629 og 633). Um það hefur Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans 11 dæmi frá 17.-19. öld og að auki 13 samsetningar, flestar frá 19. og 20. öld (eldri em landfógetaembætti frá síðari hluta 17. aldar, landfógetainna og landfógetaskrifari frá síðari hluta 18. aldar). Dæmi eru þó til um landsfóviti (-fóveti) og land(s)fógeti skömmu áður en stofnað er til embættisins; nokkur slík er að finna í bréfabók Brynjólfs biskups Sveinssonar (Jón Helgason 1942) í bréfum frá ámnum 1663-1674, höfð um þáverandi fógeta Tómas Nicolajsen og Jóhann Pétursson Klein (-v- bls. 156, 183, 191; -g- bls. 157, 158, 174, 259, 278 (án -í-), 296 o.v.). Þar sem skjölin em eldri en embætti landfógetans má gera ráð fyrir því að um sé að ræða eiginlega samsetningu á gmndvelli orðmyndunar. Einkum er athyglisvert að í prestastefnuályktun frá 1663 er að finna báðar samsetningar, landsfóveti og landsfógeti (Jón Helgason 1942:157). Einkennilegt er að séra Jón Steingrímsson (1728-1791) notar ætíð orðmyndina fóveti í ævisögu sinni þegar hann talar um Skúla Magnússon landfógeta (sjá Kristján Albertsson 1973, t.d. bls. 38, 42, 54; mörg fleiri dæmi eru nefnd í registri) og einnig 6Sjá Alþb. 1, formála, einkum bls. xiv-xxi, um varðveislu handrita. 7Ég hef ekki leitað sérstaklega að samsetningum með fógeii sem síðara lið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.