Orð og tunga - 01.06.2002, Blaðsíða 89
Stefán Karlsson: Fagrlegr - farlegr - fallegr
79
Forrit 573 hefur trúlega verið skert á þessum stað, því að hér vantar orðin ‘hlíft honum’
og á undan lýsingarorðinu hefur verið hlaupið yfir ‘sjau’. Eftir hefur staðið -‘faldlig’,
skrifað fallig og skilið sem fagrlig}1
4 Aldur og uppruni
Sú leit sem hér hefur verið gerð að lo. ‘falligr’ í íslenskum ritheimildum frá því fyrir
miðja 16. öld hefur leitt í ljós að orðið hefur verið kunnugt frá því snemma á 14. öld í
sömu merkingu og ‘fagrligr’, en hefur augljóslega verið sniðgengið í ritmáli og birtist
a.m.k. jafnoft sem mislestur eða misskilningur annarra orða.18 Væri orðið gamalt, hvort
heldur það ætti uppruna sinn í ‘fal-ligr’ eða ‘fall-ligr’, væri við fleiri dæmum að búast.
Þegarum 1200eru þrírsamhljóðaklasarfarniraðfallasaman við ‘ll’, þ.e.a.s. ‘ðl’, ‘rl’
og ‘ldl’. Noreen (1923 (1970): 196-97) nefnir dæmi um tvö fyrrnefndu samföllin þegar
í íslensku hómilíubókinni frá því um 1200, m.a.frolleikr (< ‘fróðleikr’) og framalla
(< ‘framarla’). Dæmi um það þriðja eru einnig í hómilíubókinni, a.m.k. wþvellega og
einfallegt (Larsson 1891:28 og 60).
Sennilega hefur samfallshljóðið upphaflega verið langt, tannmælt / en síðan, a.m.k.
á 14. öld, [dl]. Einhver elstu merki um þann framburð er rithátturinn Olleifr (fyrir
‘Oddleifr’) í AM 399 4to fráþví laust fyrir miðja 14. öld (Guðmundar sögur 1:182), og
frá svipuðum tíma er hliðstæðan orny (‘Oddný’) í bréfi (Islandske originaldiplomer, nr.
9).19
Hvorki kemur til greina að ‘falligr’ eigi uppruna sinn í *‘faðligr’ eða *‘faldligr’,
en ekkert er því til fyrirstöðu að ‘farligr’ sé að baki. Heldur ósennilegt er þó, að þar
hafi verið á ferðinni lo. ‘farligr’, sem dæmi hafa fundist um í fomum skáldskap (sjá 2.
kafla); það orð virðist hafa verið örsjaldgæft og þar að auki ekki sömu merkingar og
‘falligr’.
En gæti lo. ‘fagrligr’ hafa fengið framburðinn ‘falligr’?
Ekki virðist hafa verið mikið um að /g/ hafi fallið brott í fornu máli íslensku, að
vísu þó úr miðjum samhljóðaklösum eins og í algengu orðmyndunum ‘morgni’ og
‘margt’ sem sjást ekki skrifaðir á annan veg en mart og morne þegar í elstu handritum
(Larsson:213 og 232.) Klasinn /grl/ hefur varla verið til í öðmm orðum en fáeinum með
‘fagr’- að fyrri lið, og aðrir þriggja samhljóða klasar sem byrja á /gr/ hafa varla verið
margir, helst líklega önnur orð með ‘fagr’- að fyrri lið og auk þess a.m.k. /grð/ í ‘fegrð’
og ‘megrð’.
Forsendan fyrir því að breytingin ‘fagrligr’ > *‘farligr’ hafi orðið er að sjálfsögðu
að tilhneiging hafi komið upp í íslensku til brottfalls /g/ í klasanum /grC/ þótt þess hafi
ekki orðið vart í öðrum orðum en þessu, enda hefði slíkrar tilhneigingar varla verið búið
17“He seems to have substituted for a form in his exemplar (presumably fatlig) which he knew from the
spoken language only, the standard form of the written language.” (Jonna Louis-Jensen 1963:xxxiii).
l8Effalligum íTómas sögu ermislestur fyrirfalsligum (sjá 3. kafla) er aðeins eitt dæmi kunnugt í íslenskum
miðaldahandritum um ‘falligr’ í merkingunni ‘fagrligr’.
19Samfallið sjálft var ranglega tímasett til 14. aldar í yfirliti mínu um íslenska málssögu (Stefán Karlsson
1989:16) og vitleysan endurtekin í endurprentun (2000:31).