Orð og tunga - 01.06.2002, Síða 89

Orð og tunga - 01.06.2002, Síða 89
Stefán Karlsson: Fagrlegr - farlegr - fallegr 79 Forrit 573 hefur trúlega verið skert á þessum stað, því að hér vantar orðin ‘hlíft honum’ og á undan lýsingarorðinu hefur verið hlaupið yfir ‘sjau’. Eftir hefur staðið -‘faldlig’, skrifað fallig og skilið sem fagrlig}1 4 Aldur og uppruni Sú leit sem hér hefur verið gerð að lo. ‘falligr’ í íslenskum ritheimildum frá því fyrir miðja 16. öld hefur leitt í ljós að orðið hefur verið kunnugt frá því snemma á 14. öld í sömu merkingu og ‘fagrligr’, en hefur augljóslega verið sniðgengið í ritmáli og birtist a.m.k. jafnoft sem mislestur eða misskilningur annarra orða.18 Væri orðið gamalt, hvort heldur það ætti uppruna sinn í ‘fal-ligr’ eða ‘fall-ligr’, væri við fleiri dæmum að búast. Þegarum 1200eru þrírsamhljóðaklasarfarniraðfallasaman við ‘ll’, þ.e.a.s. ‘ðl’, ‘rl’ og ‘ldl’. Noreen (1923 (1970): 196-97) nefnir dæmi um tvö fyrrnefndu samföllin þegar í íslensku hómilíubókinni frá því um 1200, m.a.frolleikr (< ‘fróðleikr’) og framalla (< ‘framarla’). Dæmi um það þriðja eru einnig í hómilíubókinni, a.m.k. wþvellega og einfallegt (Larsson 1891:28 og 60). Sennilega hefur samfallshljóðið upphaflega verið langt, tannmælt / en síðan, a.m.k. á 14. öld, [dl]. Einhver elstu merki um þann framburð er rithátturinn Olleifr (fyrir ‘Oddleifr’) í AM 399 4to fráþví laust fyrir miðja 14. öld (Guðmundar sögur 1:182), og frá svipuðum tíma er hliðstæðan orny (‘Oddný’) í bréfi (Islandske originaldiplomer, nr. 9).19 Hvorki kemur til greina að ‘falligr’ eigi uppruna sinn í *‘faðligr’ eða *‘faldligr’, en ekkert er því til fyrirstöðu að ‘farligr’ sé að baki. Heldur ósennilegt er þó, að þar hafi verið á ferðinni lo. ‘farligr’, sem dæmi hafa fundist um í fomum skáldskap (sjá 2. kafla); það orð virðist hafa verið örsjaldgæft og þar að auki ekki sömu merkingar og ‘falligr’. En gæti lo. ‘fagrligr’ hafa fengið framburðinn ‘falligr’? Ekki virðist hafa verið mikið um að /g/ hafi fallið brott í fornu máli íslensku, að vísu þó úr miðjum samhljóðaklösum eins og í algengu orðmyndunum ‘morgni’ og ‘margt’ sem sjást ekki skrifaðir á annan veg en mart og morne þegar í elstu handritum (Larsson:213 og 232.) Klasinn /grl/ hefur varla verið til í öðmm orðum en fáeinum með ‘fagr’- að fyrri lið, og aðrir þriggja samhljóða klasar sem byrja á /gr/ hafa varla verið margir, helst líklega önnur orð með ‘fagr’- að fyrri lið og auk þess a.m.k. /grð/ í ‘fegrð’ og ‘megrð’. Forsendan fyrir því að breytingin ‘fagrligr’ > *‘farligr’ hafi orðið er að sjálfsögðu að tilhneiging hafi komið upp í íslensku til brottfalls /g/ í klasanum /grC/ þótt þess hafi ekki orðið vart í öðrum orðum en þessu, enda hefði slíkrar tilhneigingar varla verið búið 17“He seems to have substituted for a form in his exemplar (presumably fatlig) which he knew from the spoken language only, the standard form of the written language.” (Jonna Louis-Jensen 1963:xxxiii). l8Effalligum íTómas sögu ermislestur fyrirfalsligum (sjá 3. kafla) er aðeins eitt dæmi kunnugt í íslenskum miðaldahandritum um ‘falligr’ í merkingunni ‘fagrligr’. 19Samfallið sjálft var ranglega tímasett til 14. aldar í yfirliti mínu um íslenska málssögu (Stefán Karlsson 1989:16) og vitleysan endurtekin í endurprentun (2000:31).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.