Orð og tunga - 01.06.2002, Blaðsíða 36
26
Orð og tunga
erfitt að skera úr um hvort orðið sé staðbundið eða ekki. Tiltækar heimildir benda þó til
Vestfjarða.
kvenskur ‘laglegurtil kvenmannsstarfa’. B1 merkir orðið Vf. og lýsir merkingunni
á sama hátt og BMÓ. ÁBIM merkir orðið ekki sem staðbundið. Elsta dæmi Rm er frá
17. öld og dæmin benda ekki til staðbundinnar notkunar.
kýta ‘steinbítsmagi’. Við orðið er sett spurningarmerki. B1 hefur samt tekið það
með og merkt Arnf. ÁBIM hefur elst dæmi frá 17. öld og merkir orðið sem staðbundið.
I Rm voru þrjú dæmi, hið elsta frá 17. öld frá Jóni Indíafara en hin tvö úr Islenskum
sjávarháttum Lúðvíks Kristjánssonar. 1 öðru þeirra segir: „Á Vestfjörðum voru hrognin
kölluð kýta“ (IV: 89). I hinu er verið að segja frá orðum um steinbítsmaga og var kýtan
fengin úr Blöndalsbók (IV:346). í Tm var ekkert dæmi um þessa merkingu. Hugsanlegt
er að merking BMÓ sé vestfirsk en það þarf að kanna betur.
kæpa ijót húfa’ (+Df.). B1 merkir orðið Vf. ÁBIM hefur elst dæmi frá 19. öld og
merkir orðið ekki sem staðbundið. Dæmi í Tm benda til að hins sama.
lóa ‘smálúða’. Ein af merkingum orðsins í B1 er ‘smálúða’ og merkir hann það Vf.
ÁBIM hefur elst dæmi frá 19. öld og merkir orðið sem staðbundið. Hugsanlega er það
dæmi úr vasabókinni. Elst dæmi um lóu í þessari merkingu í Rm er úr Andvara: „smá-
lúður undir stofnlúðu stærð eru á Vestfjörðunum nefndar „lóur“ en á Norðurfjörðunum
„lok“ (1917:79). Orðin lóa og lok eru bæði nefnd á orðalista Brynjólfs Oddssonar (sjá
dornikur) í merkingunni ‘lítið og minnsta heilagf.’ (BA XXXIX: 158). í Tm voru nær
öll dæmin um þessa merkingu vestfirsk, eitt var þó úr Austur-Húnavatnssýslu.
manni ‘fóstri, vinur. Þetta er alúðlegt nafn sem ekki er gefið nema einum)’ (+Df.).
B1 merkir orðið Vf. ÁBIM hefur elst dæmi frá 18. öld. Allmörg dæmi eru til um þetta
smækkunarorð í Rm en ekkert þeirra sýndi amfirsku notkunina. Hana má því líklega
telja staðbundna.
melankólíska ‘þunglyndi’. B1 setur spurningarmerki framan við orðið og telur það
erlent í málinu. Hann hefur dærni frá Vf. og Árn. ÁBIM hefur elst dæmi frá 16. öld.
Ekkert bendir til staðbundinnar notkunar.
mógur ‘mór’. Við er bætt: „(ac. móg, mógnum, mógsins)“. B1 merkir orðið Vf.
ÁBIM merkir orðið staðbundið og frá 19. öld. Hann styðst þar líklega við vasabókina.
Hvorki fundust dæmi í Rm né Tm og virðist vasabókin eina heiinildin.
mysutað ‘hitalítið tað, klíningur’. B1 merkir orðið Vf. Það er ekki með hjá ÁBIM
og engin dæmi voru í Rm og Tm. Vasabókin er því þarna líklega eina heimildin.
naskur ‘hnyttinn, fyndinn’. B1 hefur ekki þessa merkingu í orðinu. Sama er að
segja um ÁBIM sem gefur merkinguna ‘glöggur, snjall, fundvís á e-ð; leikinn, seigur’.
Hann hefur elst dæmi frá 18. öld (1989:659). Ekkert þeirra var þó í merkingu BMÓ.
Hvorki í RM né Tm kom fram þessi merking. Hún gæti því verið vestfirsk en einnig er
hugsanlegt að um misskilning hafi verið að ræða.
nánus ‘= nápína’. Orðið er framburðarmynd af nánös. B1 merkir það ekki sem
staðbundið og ÁBIM hefur elst dæmi frá 18. öld.
nápína ‘nískurkvenmaður’. B1 merkirorðiðekki sem staðbundið. ÁBIM hefurþað
ekki með sem flettu. Dæmi í RM benda ekki til staðbundinnar notkunar.
neðan ‘upp’. B1 merkir þessa notkun Vf. og nefnir dæmið: „ganga n., gaa opad (et
Bjærg el. en Skrænt).“ Sjá gelmingur.