Orð og tunga - 01.06.2002, Síða 12

Orð og tunga - 01.06.2002, Síða 12
2 Orð og tunga formation based learning. Hér er ekki ástæða til að lýsa þessum aðferðum sérstaklega; sjá t.d. Eirík Rögnvaldsson (2001:85—89), Jurafsky og Martin (2000:300-312). I tilraun okkar var notaður markari af síðastnefndu gerðinni, og í þessari grein er fyrst gefin lýsing á verkan markara af þeirri tegund. Síðan er tilraun okkar lýst í smáatriðum, og gerð grein fyrir helstu atriðum sem markarinn réð ekki við. í lokakafla er bent á nokkur atriði sem gætu leitt til betri árangurs markarans við greiningu íslenskra texta. 2 Markari Brills Ein þekktasta útfærslan á málfræðimörkurum er kennd við Eric Brill sem nú er sérfræð- ingur hjá Microsoft, og yfirleitt nefnd Brill's tagger, Brill type tagger eða eitthvað í þá átt (sjá Brill 1995). Slíkur markari byggist á aðferð sem nefnist transformation based learning, eins og nefnt var í inngangi. Forsenda fyrir notkun markara af þessari tegund er sú að til sé sérstakt þjálfunarsafn (e. training corpus). Það er texti sem hefur verið greindur handvirkt eftir sama kerfi og vélræna greiningin á að nota. Slíkt safn nýtist við leit að þeim mynstrum í textanum sem hægt er að setja fram í regluformi, og eftir því sem það er stærra má búast við betri niðurstöðum. Markarinn er nú keyrður á þjálfunarsafn þar sem hvert orð hefur tvo (eða hugsan- lega fleiri) greiningarstrengi. Hjá einræðum orðmyndum eru báðir (eða allir) strengimir samhljóða; en ef orðmynd er fleirræð fær hún fleiri greiningarstrengi. Verkefni mark- arans er svo að finna aðferðir til að velja rétta strenginn. Eftirfarandi dæmi er tekið úr The Wall Street Joumal Corpus: (1) wd(7 7 9 9, a) . tagt'DT' , 'DT' ,7799) . wd(7800,good). tag('JJ','JJ',7800). wd(7801,buy). tag('VB','NN',7801). Hér táknar wd orð og tag greininguna; 7799, 7800 og 7801 em svo bara hlaupandi númer orðanna í textanum. Af þessu má ráða að a er einrætt orð og getur aðeins verið greinir (D7); good er einnig einrætt og getur aðeins verið lýsingarorð (77); en buy getur aftur á móti hvort heldur er verið sögn (VB) eða nafnorð (NN). Hér hefur greiningin verið yfirfarin handvirkt og séð til þess að ranga greiningin kemur ævinlega á undan þeirri réttu. Markarinn les nú skrána og stansar við orð sem fá tvo mismunandi greiningarstrengi, eins og buy hér að framan. Þar fær hann þær upplýsingar að rétt greining orðmyndarinnar sé nafnorð, en í einangrun gæti hún eins verið sögn. Þá leitar hann að einhverju í umhverfinu sem gefur honum vísbendingar um að hér sé um nafnorð að ræða, en ekki sögn. I þeirri leit hefur hann hliðsjón af nokkrum sniðmátum (e. templates), sem leiðbeina um það hvað í umhverfinu gæti skipt máli. Eitt slíkt sniðmát gæti verið: (2) tag:A>B <- tag:C@[-l].
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.