Orð og tunga - 01.06.2002, Page 13

Orð og tunga - 01.06.2002, Page 13
Eiríkur Rögnvaldsson o.fl.: Vélræn málfræðigreining með námfúsum markara 3 Þetta lesist: Breytið greiningarstreng A í greiningarstreng B ef undanfarandi orð hefur greiningarstreng C. Setjum nú svo að annars staðar í textanum komi fyrir orðarunan a bad taste, og taste fái einnig tvöfalda greiningu, sem sögn og nafnorð. Þá getur markarinn ályktað sem svo að hér sé fundin regla um val milli sagnar og nafnorðs í ákveðnu umhverfi, og búið til eftirfarandi reglu út frá sniðmátinu hér að framan: (3) tag:VB>NN < - tag:JJ@[-l]. Þessi regla segir: Breytið greiningunni sögn í greininguna nafnorð ef orðið á undan er lýsingarorð. Ef markarinn er keyrður á sæmilega stórt þjálfunarsafn kemur hann sér upp tals- verðum fjölda reglna af þessu tagi. Það er háð ýmsum brey tum hversu margar reglurnar verða. Það fer m.a. eftir því hversu oft tiltekið samband kemur fyrir. Dugir að það komi fyrir tvisvar í textanum, eins og í dæminu af a good buy og a bad taste hér að framan, eða þarf það að koma oftar fyrir til að vera talið regla fremur en tilviljun - og þá hversu oft? Reglufjöldinn fer einnig eftir fjölda og gerð sniðmáta. Hér að framan var aðeins sýnt eitt sniðmát, þar sem reglan miðast við greiningu undanfarandi orðs; en einnig má hugsa sér sniðmát á við þessi: (4) tag:A>B <- tag:C@[-l] & tag:D@[l]. tag:A>B <- wd:C@[l] . Fyrra sniðmátið segir: Breytið greiningarstreng/4 í B ef undanfarandi greiningarstrengur er C og eftirfarandi greiningarstrengur er D. Seinna sniðmátið segir: Breytið A í B ef orðið á eftir er C. Það reglusafn sem til verður við þetta er síðan keyrt á sérstakt prófunarsafn (e. test corpus) sem er texti með réttri greiningu allra orða. Þá er hægt að meta hversu fullkomið reglusafnið er, út frá því hversu oft það skilar sömu greiningu og orðin hafa í prófunarsafninu. Nauðsynlegt er að skoða hvaða villur markarinn gerir og reyna síðan að endurbæta hann með því t.d. að fjölga og breyta sniðmátum. Stærð þjálfunarsafnsins skiptir einnig miklu máli; eftir því sem það er stærra má búast við betri niðurstöðum. Þegar búið er að koma upp eins fullkomnu reglusafni og hægt er þarf að skrifa tvö forrit, áður en farið er út í að marka áður ómarkaða texta. í fyrsta lagi er það svonefndur giskari (e. unknown word guesser). Hann er nauðsynlegur vegna þess að ekki er hægt að gera ráð fyrir því að öll orð í textanum sem verið er að marka finnist í orðasafninu sem unnið er með. Þessi giskari reynir þá að greina óþekkt orð út frá endingum, viðskeytum og öðrum atriðum sem geta verið til leiðbeiningar um greiningu. f öðru lagi þarf að skrifa markarann sjálfan. Hann flettir upp í orðasafninu, skrifar mögulegar greiningar hverrar orðmyndar inn í textann, og velur réttu greininguna úr þeim hópi í samræmi við reglusafnið. 3 Tilraunin 3.1 Hráefni og undirbúningur í tilraun okkar notuðum við sérstaka útfærslu af markara Brills sem Torbjörn Lager hefur skrifað og kallar fi-tbl (sjá Lager 1999). Við höfum unnið nokkuð með þennan
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.