Orð og tunga - 01.06.2002, Síða 14

Orð og tunga - 01.06.2002, Síða 14
4 Orð og tunga markara og fengið reynslu af því að endurbæta reglusafn hans. Að fenginni þeirri reynslu töldum við einboðið að athuga hvort hann gæti nýst við mörkun á íslenskum textum. Svo heppilega vill til að til er stórt og gott íslenskt þjálfunarsafn. Það eru grunn- skrárnar úr vinnslu íslenskrar orðtíðnibókar, sem Orðabók Háskólans gaf út 1991. Ritstjóri bókarinnar var Jörgen Pind, en Stefán Briem sá um vélræna málfræðigrein- ingu og Friðrik Magnússon um handvirka greiningu. Form skránna er sýnt í (5). Fremst er greiningarstrengur sem inniheldur upplýsingar um orðflokk og öll beygingarleg atriði. Strengurinn n k e n g fyrir framan hvolpurinn merkir þannig nafnorð, karlkyn, eintala, nefnifall, greinir. (5) f p k e n s f g 3 e þ o n h e o a o n k e o c n k e n g n k e n - m s f g 3 e þ n v e n hann átti afmæli I dag °g hvolpurinn Vaskur var afmælisgjöf hann eiga afmæli í dagur °g hvolpur Vaskur vera afmælisgjöf Þessi greining var að nokkru leyti unnin vélrænt, en síðan var farið vandlega yfir hana alla í höndunum og það á að vera hægt að treysta því að hún sé rétt. Þetta hráefni er alls 500 þúsund orð (5000 orða bútar úr 100 textum, sem skiptast á fimm mismunandi efnisflokka). Hér er því um að ræða mjög stórt og sérlega verðmætt þjálfunarsafn (til samanburðar má nefna að þjálfunarsafnið í hinu norska taggerprosjekt var um 100 þúsund orð, og textarnir í því ekki sérstaklega valdir). Greiningin í íslenskri orðtíðnibók er mjög nákvæm; það er notuð stór markaskrá (e. tagset). T.d. er fallstjórn forsetninga og sagna greind sérstaklega; upplýsingar um fallstjórn sagna birtast þó ekki í prentuðu bókinni. Alls kemur 621 mismunandi grein- ingarstrengur fyrir í bókinni. Byrjað var á að taka öll orðin í grunnskrám Orðtíðnibókarinnar og raða þeim í staf- rófsröð. Mörg þeirra fá þá fleiri en einn greiningarstreng. Þá er algengasti strengurinn tekinn og keyrður sem aukastrengur inn í markaða textann, á undan rétta greining- arstrengnum. I mjög mörgum tilvikum verður aukastrengurinn sá sami og hinn rétti greiningarstrengur sem orðið hefur fyrir. En það er auðvitað ekki alltaf sem algengasta greiningin á við, og í þeim tilvikum verða greiningarstrengirnir tveir mismunandi. At- hugið þó að alltaf er hægt að sjá hvor greiningin er rétt, vegna þess að upphaflegi (rétti) strengurinn er aftast. Það kann að virðast undarlegt að byrja á því að bæta röngum greiningum inn í skrá sem er rétt greind. En þetta er nauðsynlegt til að markarinn geti lært reglur sem endurskoða greiningu út frá umhverfi. Þegar hrár texti er markaður frá grunni þarf að byrja á að keyra hann saman við orðasafn með beygingarlegum upplýsingum, eins og áður var nefnt. Þegar um tvíræða orðmynd er að ræða fær hún þá í upphafi tvo greiningarstrengi. Með þeirri aðferð sem lýst er hér að framan lærir inarkarinn hvernig
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.