Orð og tunga - 01.06.2002, Side 16

Orð og tunga - 01.06.2002, Side 16
6 Orð og tunga á prófunarsafnið. Þá tókst því að fækka röngum greiningum niður í 1026, þannig að 91,5% greiningarstrengja voru réttir. Síðan gerðum við tilraunir með að minnka markaskrána, þ.e. einfalda greininguna nokkuð, og tókum út upplýsingar um fallstjórn sagna og forsetninga. Ástæðan fyrir því er sú að þetta eru atriði sem vanalega eru ekki tiltekin í málfræðilegri greiningu, og þau verða væntanlega ekki heldur fyrir hendi í þeirri beygingarlýsingu sem við vonumst til að geta notað þegar þar að kemur. Við þetta fækkaði tvíræðum greiningum í prófunarsafninu talsvert, þannig að lagt var upp með 89% ótvíræða greiningu þar. Forritið var svo keyrt þrisvar á þjálfunarsafnið og lærði alls 339 reglur. Þær reglur voru svo keyrðar á prófunarsafnið og fækkuðu röngum greiningum í 616. Það þýðir að 95% greiningarstrengja eru orðnir réttir. Þetta er að okkar mati mjög góður árangur af fyrstu tilraun. Þó verður að hafa í huga að eftir því sem hlutfall réttra greiningarstrengja er orðið hærra verður erfiðara að bæta niðurstöðuna. Það er enn langur vegur upp í 98% rétta greiningu, en hærra verður tæplega komist. Ástæðan fyrir því er sú að eftir það fer málfræðinga að greina á. Er sem t.d. til vísunarfomafn eða tilvísunartenging? Er gcer atviksorð eða nafnorð? Er alltaf hægt að greina hvort sögn er í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? O.s.frv. Við höfum líka séð það á tilraunum sem við höfum gert að nákvæm greining hefur bæði kosti og galla. Það er t.d. oft erfitt að greina fallstjórn sagna og forsetninga, og margar villur í fyrstu greiningu okkar stöfuðu af því að fallstjórnin var rangt greind. En ef það tekst að greina fallstjórnina, þá kemur sú greining að miklum notum við greiningu á falli orðanna sem þessar sagnir og forsetningar stýra. 3.3 Reglur og villur Lítum nú aðeins á þær reglur sem markarinn dró út úr þjálfunarsafninu. í (8) sjáum við nokkur dæmi um reglur sem hann lærði í seinni tilrauninni. (8) tag:sfg3eþ>sfgleþ <- tag: fplen@ [-1,-2] o tag:cn>c <- tag:svg3en@ [1,2] o tag:cn>c <- tag:svg3eþ@ [1,2] o tag:af>fplfn <- wd:við@[0] & tag: sfglf n@ [1] o tag:sfg3en>sfglen <- tag: fplen@ [-1,-2] o tag:cn>c <- tag:sfg3eþ@ [1,2] o tag:af>fplfn <- wd:við@[0] & tag: sfglfþ@ [1] o tag:sfg3eþ>sfgleþ <- tag: fplen@ [1] o tag:svg3eþ>svgleþ <- tag:fplen@[-1] o tag:fpken>fpkeo <- tag:af@[-l] o tag:cn>c <- tag: sfg3en@ [1,2] o tag: sfg3en>sfg2en <- tag: fp2en@ [-1,-2] o tag: ssg>sþghen <- wd:var@[-1,-2] o tag: foheþ>lheþsf <- wd:einu@[0] & wd:í@[-l] o tag:fahen>faheo <- tag:af@[-l] o tag:af>fplfn <- wd:við@[0] & tag: sfglfn® [-1] o Fyrsta reglan segir: Breytið greiningunni sögn, framsöguháttur, germynd, þriðja per- sóna, eintala, þátíð í sögn, framsöguháttur, germynd, fyrsta persóna, eintala, þátíð ef greining næsta eða þarnæsta orðs á undan er fornafn 1. persónu, eintala, nefnifall -
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.