Orð og tunga - 01.06.2002, Side 18

Orð og tunga - 01.06.2002, Side 18
8 Orð og tunga 4 Lokaorð Þegar mat er lagt á niðurstöður þessarar tilraunar verður að hafa í huga að hún var takmörkuð á ýmsan hátt. Þar skiptir tvennt mestu máli. I fyrsta lagi var markarinn eingöngu prófaður á sams konar textum og hann var þjálfaður á. Ef hann hefði verið prófaður á annars konar textum hefði mátt búast við öðrum setningagerðum, öðrum tilbrigðum í orðaröð o.s.frv., sem reglusafn markarans hefði e.t.v. ekki átt jafnvel við. í öðru lagi voru engin óþekkt orð í prófunarsafninu, þ.e., engin orð sem ekki höfðu komið fyrir í þjálfunarsafninu. Venjulega draga óþekkt orð nákvæmni markara dálítið niður, því að engir giskarar eru fullkomnir. En þrátt fyrir þetta, og enda þótt enn standi vissulega talsvert eftir af villum, teljum við að góðir möguleikar séu á að ná betri árangri í greiningunni, enda eigum við enn mörg tromp uppi í erminni. Meðal þess sem unnt er að gera til að bæta árangurinn er að: 1. Stækka þjálfunarsafnið. Eins og áður segir nýtum við nú aðeins um 1/10 af Orðtíðnibókinni sem þjálfunarsafn, en gætum nýtt allt að 9/10 (og afganginn þá sem prófunarsafn). Því stærra sem þjálfunarsafnið er, þeim mun fleiri og betri reglur verða til. 2. Fjölga sniðmátum og endurbæta þau. Eins og áður kom fram ákvarða sniðmátin form reglnanna. Hér er hugsanlegt að fram komi munur á íslensku og ýmsum öðrum málum. E.t.v. hafa beygingar í íslensku þau áhrif að þar þurfi að skoða stærra umhverfi (t.d. þrjú orð á undan og eftir). 3. Einfalda greininguna. Greiningin í Orðtíðnibókinni er mun nákvæmari en venja er við vélræna mörkun; greiningarstrengir eru alls 621. Með því að einfalda greininguna er hægt að ná betri árangri; vega þarf og meta hversu mikilvæg einstök greiningaratriði eru. 4. Lagfæra reglurnar eftir á. Forritið skilar út skrá um þær villur sem standa eftir í prófunarsafninu, eftir að reglusafnið hefur verið keyrt á það. Með því að skoða þessar villur má oft sjá regluleika sem forritið hefur ekki bundið í reglur af einhverjum ástæðum, og búa slíkar reglur til handvirkt. Þegar búið er að ná eins góðum niðurstöðum úr markaranum og mögulegt er, með því að þjálfa hann á grunnskrám Orðtíðnibókarinnar, má byrja á að nota hann á ómarkaða texta. Við vonumst til að komast upp í a.m.k. 95% rétta greiningu áður en yfir lýkur, þótt við gerum okkur ljóst að það geti orðið erfitt. En niðurstaða í því máli fæst vonandi á næsta ári. Heimildir Brill, Eric. 1995. Transformation-Based Error-Driven Learning and Natural Language Processing; A Case Study in Part of Speech Tagging. Computational Linguistics 21: 543-566.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.