Orð og tunga - 01.06.2002, Síða 39
Guðrún Kvaran: tír fórum Bjöms M. Ólsens
29
Tm. Undir flettunni snaggaralegur nefnir ÁBIM snakaralegur og telur snaggaralegur
framburðarmynd af því. Hann merkir flettuna 19. öld og er óvíst við hvort orðið hann
á. Hann vísar síðan í forliðinn snaka-. Þar er þó snakaralegur ekki en hins vegar
snakalegur ‘forvitinn; snaggaralegur’ sem eitt dæmi er um í Tm. Vasabókardæmið og
B1 eru því einu heimildir Orðabókarinnar um þetta orð.
snegda ‘skapstór kvenmaður’. Aftan við orðið stendur -rAf. B1 merkir orðið ekki
staðbundið og gefur ekki upp vestfirskan framburð. ÁBIM hefur elst dæmi um snegðu
frá 17. öld. Það er sennilega sótt í Bellerofontissrímur (1949:60). Annað dæmi í Rm er
úr handriti með viðbótum við orðabók Björns Halldórssonar: „Snegda tekst fyrir liott
okyrrlæti manna a faralsfæti: og snegdulegurkallaz sa madur, sem aldrei vill kyrr vera
og eyrir illa anara manna vidrædum (1992:444). Ekkert dæmi fannst í Tm. Merkingin
gæti verið vestfirsk en fleiri heimildir skortir.
snjófljóð = snjóflóð (alm). BMÓ strikar undir j-ið í -fljóð til þess að leggja áherslu
á framburðinn.
sori ‘frassi’ (+Df.). B1 hefur ‘úði’ sem eina merkingu í orðinu en merkir hana ekki
sem staðbundna. ÁBIM hefur hana einnig sem eina af mörgum: ‘botnfall, óhreinindi;
gjall úr málmi; úði, suddi’ (1989:929). í Rm var ekkert dæmi um merkingu BMÓ og
sama er að segja um Tm. Er því óvíst um útbreiðslu.
spáða ‘kvensnift (ekki sérstaklega um börn)’ (+Df.). Orðið er ekki merkt staðbundið
ÍBI. ÁBIM gefurmerkinguna ‘stelpukorn, ung stúlka...’ (1989:930). Ekkert dæmi vartil
í Rm en sjö í Tm. Þau voru úr Húnavatnssýslu, Eyrarsveit og af Vestfjörðum. Merkingin
virtist alls staðar jákvæð og orðið notað um ungar telpur. Sú merking sem fram kemur í
vasabókinni, heldur neikvæð og eins um fullorðna konu, kom hvergi fram en hún gæti
hugsanlega verið staðbundin.
spraka ‘lúða’. B1 merkir orðið Vf. og Af. ÁBIM hefur elst dæmi frá 17. öld. í
orðasafni skrifuðu af vestfirskum manni líklega 1770-1780 er orðið nefnt: „Spraka,
Spreke, flydra, heilagfiske (Eigenlega helld eg Spraka sie Smá flydra, her fiskast og
giaman meir af því, enn hinu stóra)“ (BA XX:282). Orðið kemur einnig fyrir á orðalista
Brynjólfs Oddssonar (sjá dornikur) (BA XXXIX: 158). JÓlGrv þekkir orðið en getur
ekki um útbreiðslu. Nokkur dæmi vom til í talmálssafni og vom þau öll vestfirsk.
starr ‘þras, illdeilur’ (+-Df.), starra ‘þrasa’ (+-Df.). B1 merkirdæmið Arnf. ÁBIM
hefur bæði orðin í sömu flettu og merkir 19. öld en ekki staðbundin. Hvorugt þeirra
fannst í Rm eða Tm. Líklegt er að Ásgeir haíi dæmi sín úr vasabókinni.
steintað ‘harðatorf’ (+Df„ +Vf.). B1 merkir orðið Arnf. ÁBIM hefur orðið ekki í
sinni bók og aðeins eitt dæmi var í Rin sem rekja má til Dalasýslu. Ekkert dæmi var í
Tm. Dæmafæð kemur því í veg fyrir að unnt sé að telja orðið með vissu staðbundið.
stobbaralegur ‘pattaralegur’ (+Df.). B1 merkirorðið Vf. ÁBIM merkirþað „nísl.“
og hefur hugsanlega heimild sína úr Blöndal en ekki vasabókinni beint. Aðeins eitt
dæmi var til í Rm frá Guðmundi Hagalín. Tíu dæmi vom í Tm og benda þau til að orðið
sé notað víðar en á Vestfjörðum.
strabbi ‘sporður á hákall’. B1 merkirorðiðekki staðbundið. ÁBIM hefurelst dæmi
frá 17. öld en elsta dæmi í Rm er úr Árbók Sögufélags ísfirðinga úr heimild frá 1723:
„hann hefur þann hlut, sem strabbi kallazt svo burtu selt á hvalfjörunni“ (1960:89).