Orð og tunga - 01.06.2002, Page 45
Jón Axel Harðarson
Fáránn ræingur mælti rán og regin
Orðsifjafræðileg athugun nokkurra nafnorða og lýsingarorða
1 Inngangur
Skyldleiki orða eins og rceingur, fáránn og regin er sjálfsagt enguni ljós sem ekki hefur
kynnt sér forsögu þeirra. Ástæðan er sú að þau eru ólík bæði að formi og merkingu.
Til að átta sig á skyldleika orða nægja oft formleg og merkingarleg líkindi. Það þarf
t.d. ekki mikla kunnáttu til að sjá í hendi sér að orð eins og fara og för eru skyld.
Erfiðara verður hins vegar að tengja orðið fjörður við þau bæði vegna forms þess og
merkingar. Ólíkar stofnmyndanir, hljóðþróun og merkingarlegar breytingar valda því
oft að skyldleikatengsl orða verða ógreinileg.
í þessari grein verður fjallað um orðin rœingur, fáránn, Rán, rœnn og regin og
formleg og merkingarleg þróun þeirra skýrð; þá verður rakinn skyldleiki þeirra við önnur
orð. Að lokum verður dregin upp mynd (stemma) sem sýnir orðmyndunarfræðilegt
samband þeirra orða er mest koma við sögu. I viðauka er rætt um nafnið Stafró.
2 Stofnmyndir leiddar af rótinni *rah-/rag-
Þau orð sem hér verða athuguð hafa öll indóevrópsku sagnrótina *rek- ‘ráðstafa, ákveða,
skipuleggja’, sem varðveitt er í ýmsum indóevrópskum málum (sjá Pokomy 1959: 863
und LIV: 506). 0-stig þessarar rótar (þ.e. *rok-) þróaði í germönsku afbrigðin *rah-
og rag- (sem háð eru Vemerslögmáli). Af rótarafbrigðunum tveimur vom eftirtaldir
stofnar myndaðir:
35