Orð og tunga - 01.06.2002, Qupperneq 56
46
Orð og tunga
3.4 *ragina-
Þessi stofn er verknaðarnafnorð leitt af rótinni *rah-/rag- með viðskeytinu *-ina- (<
ie. *-eno-), en það var notað til að mynda bæði lýsingarhætti þátíðar (svo hjá sterkum
sögnum í germönsku) og verknaðarnafnorð, sbr. fslav. recem, ‘sagður’ og find. rácana-
hk. ‘skipulagning’, sem samsvara germ. *ragina- að öðru leyti en því að þau hafa e-stig
rótar (þ.e. endurspegla *rek-eno-). Samsvarandi orðmyndun sýnir físl. megin ‘máttur,
afl’ (með víxlmyndinni magn) < frg. *magina- (af rótinni *mag- í gotn. magan ‘vera
fær um, geta’, o.s.frv.).
Stofninn *ragina- er varðveittur í ísl. regin (með víxlmyndinni rQgn)50 ‘goðmögn’,
frn. raginakudo (á steininum frá Noleby) = raginakundð, þf. et. kvk. af *raginakundaR
‘reginkunnur’, þ.e. ‘goðkynjaður’, gotn. ragin ‘ákvörðun, ráð’, fsax. regin<o>giscapu
(hk. flt.)51 ‘örlög’ (eig. ‘ragnasköp’, þ.e. ‘örlög er regin skapa mönnum’),52 fe. rejn-
með áherzlumerkingu í samsetningum eins og rejn-weard ‘máttugur vörður’ (sbr. ísl.
regin- í reginefldur, reginhaf o.fl. orðum). Ennfremur kemur hann fyrir sem forlið-
ur fjölmargra mannanafna, t.d. norr. Ragnarr, Rggnvaldr, Ragnheiðr, Ragnhildr, fhþ.
Reginhart, Reginmund.
Gotneska sýnir upphaflega merkingu orðsins. í norður- og vesturgermönsku hefur
hún við persónugervingu breytzt í ‘sá/sú er hefur ákvörðunarvald’.
Mynd (stemma) er sýnir orðmyndunarfræðilegt samband þeirra orða er mest
hefur verið fjallað um
*rah-/rag-
*rahð- nno.sæ. rá 1 *rahna- *rahnð- *ragina- R$n, Rán regin, rggn 1
1 rœingr *fawa-rahna- *rahnija- (so.)
1 ^faránn^ 1
rœingi fáránlegur *fáráni *rahnija- (lo.) rœnn
fáránaháttur *fawa-rahnija-
fárœnn
50Þessi víxlmynd er orðin til við endurmyndun nf. og þf. flt. eftir þgf. (rQgnum) og ef. (ragná).
51Heliand 3347: M <reganogiscapu>, C <reginugiscapu> (samkvæmt Sievers 1878:230-231).
52f fomsaxnesku hefur fleirtöluorðið giscap(u) merkingamar ‘sköpun’ og ‘örlög’ (síðari merkinguna hefur
einnig fleirtalan sköp < *ga-skapu í íslenzku).