Orð og tunga - 01.06.2002, Síða 63
Jónína Hafsteinsdóttir
Sérkenni skaftfellskra örnefna
Hvað er það sem ræður einkennum örnefnaforðans á tilteknu svæði? Þar á landslagið
drjúgan þátt, orð sem notuð eru um landslag á viðkomandi svæði verða að örnefnum,
ýmist ein og sér, með forliðum eða í annars konar samsetningum. Einnig kann að koma
upp einhvers konar venja eða tíska í myndun örnefna innan sveitar eða stærra svæðis.
Liðir, sem notaðir eru til samsetningar ömefna, geta verið áþekkir og ekki ólíklegt að
sjá mætti einhvers konar mynstur ef nöfnum væri safnað og sett á kort eða raðað saman
á annan veg.
Hér verða tekin til athugunar nokkur landslagsheiti sem algeng eru og kalla má
einkennandi fyrir landslag í Skaftafellssýslum báðum og skoðað hvernig þau em notuð
í örnefnum. Efniviðurinn, sem unnið er úr, er örnefnaskrár í safni Örnefnastofnunar
íslands, og var leitað fanga í öllum hreppum bæði Austur- og Vestur-Skaftafellssýslu,
svo og í næstu sýslum til samanburðar, Rangárvallasýslu og Múlasýslum.
Til er í stofnuninni ódagsett samantekt eftir Stefán Einarsson prófessor, sem hann
mun hafa gert um það leyti sem hann var að safna ömefnum á Austfjörðum og í Austur-
Skaftafellssýslu, og reyndist notadrjúgt hjálpargagn við leitina. Meðal sendibréfa ýmissa
manna til Stefáns, sem til em í stofnuninni ásamt greinargerð hans sjálfs um þetta efni,
em nokkur frá ámnum 1956 og 1957. Má af þeim sjá að hann hefur haft í hyggju að
safna ömefnum á Austurlandi á árinu 1957. í skýrslu Þjóðminjasafnsins fyrir það ár
kemur fram að Stefán safnaði örnefnum í átta hreppum í Suður-Múlasýslu og fjórum
í Norður-Múlasýslu. Hann hafði amerískan styrk til starfans en afhenti Þjóðminjasafni
handritin (ÁrbFoml. 1959, 131). Aftur ferðaðist Stefán Einarsson um Austurland fyrir
amerískan styrk og skráði örnefni í alls sex hreppum í Norður-Múlasýslu og Austur-
Skaftfellssýslu árið 1961 (ÁrbFornl. 1962, 194). Stefán hefur þó verið farinn að huga
að þessum málum löngu fyrr; kemur það fram í bréfum frá ámnum 1930 og 1931.
Þau orð sem hér verða tekin til athugunar em ekki alveg bundin við Skaftafellssýslur
einar, þau virða ekki alltaf landamerkjalínur og laumast út fyrir svæðið, ýmist í austur-
eða vesturátt. Líka finnast dæmi þess að orð, sem em notuð og telja má algeng í
næstu sýslum, teygja sig yfir mörkin og nema land í Skaftafellssýslum. Jón Aðalsteinn
Jónsson kannaði útbreiðslu skaftfellskra mállýskuatriða og birti niðurstöður sínar árið
1953. Hann komst að raun um að þekking manna á þessum atriðum minnkaði því
53