Orð og tunga - 01.06.2002, Page 64

Orð og tunga - 01.06.2002, Page 64
54 Orð og tunga lengra sem dró frá sýslumörkum (Jón Aðalsteinn Jónsson, 147). Það sem í ljós kom við samantekt þessa pistils er mjög í samræmi við þá niðurstöðu. Eitt er rétt að taka fram áður en lengra er haldið: Örnefnaskrám úr Austur- Skaftafellssýslu er víða mjög áfátt hvað varðar lýsingu og staðsetningu örnefna og aðrar upplýsingar um þau. An efa hafa líka örnefni orðið eftir óskráð þegar söfnun fór þar fram í fyrstu, slfkt er regla fremur en undantekning í ömefnasöfnun. Er það mjög til baga þegar kemur að umfjöllun um þau, þó ekki sé stærri í sniðum en hér er. Það er heldur ekki nóg að halda nöfnunum til haga einum og sér, það þarf að vita hvar þau er að finna, hvernig staðurinn er, sem nafnið ber, og vita um annað sem getur varpað ljósi á nöfnin og þekkja sögur og sagnir þeim tengdar. Er enn geysimikið verk óunnið við endurbætur örnefnalýsinganna. Ömefnaskráning er betur á veg komin í Vestur- Skaftafellssýslu. Þar hafa gamlar skrár verið endurskoðaðar, en þó er þar ýmislegt eftir sem þörf er að taka til athugunar. Verður nú vikið að einstökum orðum sem finna má í skaftfellskum ömefnum og hugað að merkingu þeirra og útbreiðslu.1 Sker í sjó er alþekkt. Önnur merking orðsins sker er ‘grjóthrúga, grasi vaxin sand- þúfa; stakur klettur inni í landi’ (OM). í þeirri merkingu er orðið notað í Skaftafellssýsl- um og fjöldi örnefna myndaður af því. Þegar örnefnaskrár eru skoðaðar kemur raunar í ljós að merking þessa orðs er afar víð og breytileg. Sker virðast geta verið allt frá smáklettum til stórra svæða. í athugasemdum við ömefnaskrá Núpsstaðar segir: „Sker eru yfirleitt eggjagrjót og klettar með sléttlendi á milli“ (Öm.). I svömm við spurningum um örnefni Borgarhafnar og Vagnsstaða í Suðursveit segir um mun á hrauni og skeri: „Sker eru ekkert frekar ógróin. Á fyrst og fremst við um lögun og stærð“ (Örn.). Skal nú litið á nokkur sker og lýsingar þeirra: í Bæjarhreppi verða fyrir ýmis sker: í Þórisdal em smáklettar beggja megin við Dímu kallaðir Sker (Öm.). Móasker era „hraunnibbur í miðjum Móum“ í landi Hvamms og þar er Sker, „klettasker með berjalyngi". Sker heita þar einnig heiðalöndin uppi yfir Galtatungum einu nafni og „liggja allt vestur að vatnaskilum Laxárdals í Nesjum" (Öm.). í íandi Hóla í Nesjahreppi er fjallsegg kölluð Grjóthólasker og þar er einnig að finna Vatnssker (ft.) og Giljadalasker til fjalla (Örn.). I Borgarhafnarlandi er „smásker, kallað Hœnsnasker eftir hænsnakofa“ og ,Mosasker, flatt og mosavaxið" (Örn.). í túni Hofs í Öræfum var Sker, hæð sem nú er búið að slétta (Örn.). Dæmi um sker af ólíkum gerðum má finna í landi Svínafells í Öræfum: Þar em „smáir hólar með steinum upp úr, er nefnast Folaldasker“, og þar er Hálsasker, „stórt svæði... efri hluti þess er kjarri vaxinn, en vestri hluti þess neðan vegar er tún. í Hálsaskeri ofan vegar em útisamkomur oft haldnar" (Örn.). Þegar kemur í Vestur-Skaftafellssýslu virðist skerjum fjö'ga í örnefnaskrám. Ekki er gott að sjá hvort það stafar af því að meira sé þar talað um sker en austar eða skrárnar 1 Það skal tekið fram að hreppanöfn, sem notuð eru í greininni, eru þau nöfn sem giltu áður en skriða sameiningar sveitarfélaga með tilheyrandi nafnabreytingum rann af stað. f safni Ömefnastofnunar fslands er raðað í hirslur eftir sýslum og hreppum eftir „gamla kerfinu" sem hefur dugað til þeirra hluta bæði lengi og vel.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.