Orð og tunga - 01.06.2002, Side 65
Jónína Hafsteinsdóttir: Sérkenni skaftfellskra örnefna
55
ítarlegri. Skerin eru enn sem fyrr ýmissar gerðar: Á Núpsstað er Langasker, mikið land-
svæði, nær norður í Jökul (Örn.). Á merkjum Foss, Hörgslands og fleiri jarða á Síðu er
Krókasker, 421 m á hæð, í örnefnaskrá Hörgslandsþorps kallað „allmikill hóll“ og varla
ofmælt. Hálendissvæði í landi Mörtungu á Síðu heitir einu nafni Kaldbakssker, og þar
er líka að finna Hattsker sem er „klettaborg, slétt að ofan, með lágum hömrum allt í
kring“ (Öm.). Á þessum slóðum em fleiri sker-nöfn höfð um hálendissvæði. Sker eru
líka smærri í sniðum: Gluggasker heitir „einstæður hóll með gati í gegn ofan til“ í landi
Tungu í Kirkjubæjarhreppi (Öm.). Söðulsker sem er „hár hóll með stalli í toppnum móti
norðri og lfkist mjög kvensöðli" er á landamerkjum Hátúna í Landbroti (Örn.). 1 Með-
allandi em nokkur sker: í landi Efri-Steinsmýrar er Háhestur, „allhátt sker með kletti
ofan á, ekki ólíkt og þar sæti kápuklæddur maður á hestbaki" og annað „með stórum
steini á bakinu, Strákasteinn“ (Örn.). í Langholts- og Feðgalandi heitir keilumyndaður
hóll Tjaldsker (Öm.). Grýttur blettur í landi Botna heitir Sker (Örn.). í Skaftártungu
og Álftaveri eru enn víða sker, t.d. Gildrusker í Hvammi, „bungumyndað smásker"
(Örn.). Ferðamannasker og Lestasker á Ljótarstöðum sýnast vera stór, má jafnvel kalla
svæði (Örn.). í örnefnaskrá Þykkvabæjarklausturs og fleiri jarða segir: „Vestur með
sjónum uppi á hraunbrúninni er Hádegissker... þar stendur nú Alviðruhamraviti.“ Þeg-
ar kemur vestur í Mýrdal em skerin nánast horfin úr örnefnaskrám. Þó em „gróðurlausar
auðnir“ í Höfðabrekkulandi nefndar Sker og svo eru einnig nefnd „gróðurlaus hraun“
í landi Heiðar (Örn.). Líklega ná sker ekki öllu lengra í vestur, nema hvað alþekkt er
Hrafntinnusker austan við Heklu. Ekki varð vart við sker í þessari merkingu austar en
í Skaftafellssýslum.
Næst skal litið á það sem Skaftfellingar nefna rof. Rof er ‘staður þar sem grassvörður
og hluti jarðvegsins hefur fokið’ (OM). Rofum bregður fyrir í ömefnum í Nesjahreppi,
t.d. heitirRo/ engjastykki í landi Fornustekka og Rofbakkar eru í Hoffellslandi (Örn.). Á
Breiðabólstað í Suðursveit er Rof haft um það sem „stóð eftir af uppblásnu landi“ (Örn.)
og í Skaftafelli er nafnliðurinn rof hafður um „háa rofbakka" (Öm.). Rof kemur fyrir
sem ömefni eða nafnliður í Fljótshverfi, á Síðu og í Landbroti, Meðallandi og Álftaveri,
haft til dæmis um „moldarrof ‘ og „hálfuppblásin börð“ og Rofabœr er bæjarnafn í
Meðallandi. í Reynishverfi í Mýrdal em rof, sem „heldur eru að blása“ og þar var Rof
„eyðibýli um langan aldur“ (Örn.). Engin dæmi fundust um rof í ömefnum í Suður-
Múlasýslu en nokkur í Rangárvallasýslu, einkum í Austur-Landeyjum. Eitt dæmi fannst
utan þessa svæðis um Rof sem örnefni, það er í Sel vogi, þar sem það er haft um uppblásið
heiðlendi, illa farið (Konráð Bjamason, 6).
Orðið klitrur (kvk. ft.) er til í merkingunni ‘smáklettar eða klappir’ (OM). Það
er að finna í örnefninu Kráksgilsklitrur í Hoffelli í Nesjum þar sem augljóslega er
átt við kletta, og Vatnshólaklitrur em meðal örnefna á Viðborði á Mýrum (Örn.).
Þessi mynd orðsins fannst ekki í örnefnum annars staðar, en það kemur fyrir sem
samnafn í Borgarfirði eystra, „heldur ómerkilegir klettar eða klitrur“ (athugasemdir
og viðbætur við örnefnaskrá Þrándarstaða). I örnefnaskrá Reynivalla í Suðursveit eru
,Miðbotnsklitur eða -klitrin“ og sagt dregið af „klitrast, að klutrast í klettum“ (Örn.).
Rák kemur víða fyrir í austfirskum örnefnum. Rák er ‘mjó sylla (í klettum eða
bjargi)’ (OM). í örnefnum er fleirtalan oftast „rákar“ en „rákir“ kemur þó fyrir. Rákar
em klettar í Stafafelli í Lóni, Rák er grasbrekka í landi Þinganess í Nesjum (Örn.). Margar