Orð og tunga - 01.06.2002, Side 65

Orð og tunga - 01.06.2002, Side 65
Jónína Hafsteinsdóttir: Sérkenni skaftfellskra örnefna 55 ítarlegri. Skerin eru enn sem fyrr ýmissar gerðar: Á Núpsstað er Langasker, mikið land- svæði, nær norður í Jökul (Örn.). Á merkjum Foss, Hörgslands og fleiri jarða á Síðu er Krókasker, 421 m á hæð, í örnefnaskrá Hörgslandsþorps kallað „allmikill hóll“ og varla ofmælt. Hálendissvæði í landi Mörtungu á Síðu heitir einu nafni Kaldbakssker, og þar er líka að finna Hattsker sem er „klettaborg, slétt að ofan, með lágum hömrum allt í kring“ (Öm.). Á þessum slóðum em fleiri sker-nöfn höfð um hálendissvæði. Sker eru líka smærri í sniðum: Gluggasker heitir „einstæður hóll með gati í gegn ofan til“ í landi Tungu í Kirkjubæjarhreppi (Öm.). Söðulsker sem er „hár hóll með stalli í toppnum móti norðri og lfkist mjög kvensöðli" er á landamerkjum Hátúna í Landbroti (Örn.). 1 Með- allandi em nokkur sker: í landi Efri-Steinsmýrar er Háhestur, „allhátt sker með kletti ofan á, ekki ólíkt og þar sæti kápuklæddur maður á hestbaki" og annað „með stórum steini á bakinu, Strákasteinn“ (Örn.). í Langholts- og Feðgalandi heitir keilumyndaður hóll Tjaldsker (Öm.). Grýttur blettur í landi Botna heitir Sker (Örn.). í Skaftártungu og Álftaveri eru enn víða sker, t.d. Gildrusker í Hvammi, „bungumyndað smásker" (Örn.). Ferðamannasker og Lestasker á Ljótarstöðum sýnast vera stór, má jafnvel kalla svæði (Örn.). í örnefnaskrá Þykkvabæjarklausturs og fleiri jarða segir: „Vestur með sjónum uppi á hraunbrúninni er Hádegissker... þar stendur nú Alviðruhamraviti.“ Þeg- ar kemur vestur í Mýrdal em skerin nánast horfin úr örnefnaskrám. Þó em „gróðurlausar auðnir“ í Höfðabrekkulandi nefndar Sker og svo eru einnig nefnd „gróðurlaus hraun“ í landi Heiðar (Örn.). Líklega ná sker ekki öllu lengra í vestur, nema hvað alþekkt er Hrafntinnusker austan við Heklu. Ekki varð vart við sker í þessari merkingu austar en í Skaftafellssýslum. Næst skal litið á það sem Skaftfellingar nefna rof. Rof er ‘staður þar sem grassvörður og hluti jarðvegsins hefur fokið’ (OM). Rofum bregður fyrir í ömefnum í Nesjahreppi, t.d. heitirRo/ engjastykki í landi Fornustekka og Rofbakkar eru í Hoffellslandi (Örn.). Á Breiðabólstað í Suðursveit er Rof haft um það sem „stóð eftir af uppblásnu landi“ (Örn.) og í Skaftafelli er nafnliðurinn rof hafður um „háa rofbakka" (Öm.). Rof kemur fyrir sem ömefni eða nafnliður í Fljótshverfi, á Síðu og í Landbroti, Meðallandi og Álftaveri, haft til dæmis um „moldarrof ‘ og „hálfuppblásin börð“ og Rofabœr er bæjarnafn í Meðallandi. í Reynishverfi í Mýrdal em rof, sem „heldur eru að blása“ og þar var Rof „eyðibýli um langan aldur“ (Örn.). Engin dæmi fundust um rof í ömefnum í Suður- Múlasýslu en nokkur í Rangárvallasýslu, einkum í Austur-Landeyjum. Eitt dæmi fannst utan þessa svæðis um Rof sem örnefni, það er í Sel vogi, þar sem það er haft um uppblásið heiðlendi, illa farið (Konráð Bjamason, 6). Orðið klitrur (kvk. ft.) er til í merkingunni ‘smáklettar eða klappir’ (OM). Það er að finna í örnefninu Kráksgilsklitrur í Hoffelli í Nesjum þar sem augljóslega er átt við kletta, og Vatnshólaklitrur em meðal örnefna á Viðborði á Mýrum (Örn.). Þessi mynd orðsins fannst ekki í örnefnum annars staðar, en það kemur fyrir sem samnafn í Borgarfirði eystra, „heldur ómerkilegir klettar eða klitrur“ (athugasemdir og viðbætur við örnefnaskrá Þrándarstaða). I örnefnaskrá Reynivalla í Suðursveit eru ,Miðbotnsklitur eða -klitrin“ og sagt dregið af „klitrast, að klutrast í klettum“ (Örn.). Rák kemur víða fyrir í austfirskum örnefnum. Rák er ‘mjó sylla (í klettum eða bjargi)’ (OM). í örnefnum er fleirtalan oftast „rákar“ en „rákir“ kemur þó fyrir. Rákar em klettar í Stafafelli í Lóni, Rák er grasbrekka í landi Þinganess í Nesjum (Örn.). Margar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.