Orð og tunga - 01.06.2002, Síða 72
62
Orð og tunga
(7) virka
er síminn ekki í lagi? - nei, hann virkar ekki, <tækið> virkar
(<þannig; rétt, eðlilega, undarlega >)
Hér er frumlagið hlutur og merkingarlega er það nánast persónugert sem gerandi.
Merking sagnarinnar er ‘rækja hlutverk, starfa’. Þetta er í raun sama merking og lýst er
í íslenskri orðabók (2000), sbr. lið 1 í (1), enda þótt orðalagið sé hér annað. í ritmálssafni
Orðabókarinnar eru engin dæmi um notkun sem þessa. I textasafni hennar eru dæmin
hins vegar fjölmörg. Flest eru þau úr Morgunblaðinu en einnig úr öðrum textum eins
og sjá má í (8).8 Þar er frumlagið annaðhvort hlutur eða hlutgert orð:
(8) a. Búnaður virkar á þann hátt að hann túlkar fyrirmæli
ökumannsins...
.. ./moggi/bil.gr. 1997
b. .. .hvemig hljóðmerkjalúðurinn virkaði ef kæmi til loftárásar á
Reykjavík.
.. ./mannd.rit 1990
c. Séreignarlífeyrissjóður virkar eins og bankabók.
.. ,/moggi/ads.gr. 1997
d. Við elduðum hins vegar á olíuvél sem virkaði eins og prímus...
.. 7ved.txt 1985
e. Þannig virkar markaðurinn.
.. ,/moggi/ritst.gr. 1997
f. „Eg var bara að prófa hvort allt virkaði.“ Segir hún og setur sig í
stellingar.
.. ./engill.rit 1989
g. Eg mundi ekki virka ef ég sæti heima.
.. ./moggi/innl.gr. 1997
Sama merking sést líka hjá sögninni svínvirka (og botnvirka) sem mjög oft er notuð í
stað virka og er svínvirka áhrifslaus, sbr. dæmin í (9).9 Um svínvirka eru hvorki dæmi í
orðabókum né söfnum Orðabókarinnar.10
(9) a. Þetta virðist svínvirka heimanfrá allavega.
b. Eg er búinn að vera en það hafði aldrei virkað almennilega.
Napster svínvirkar hinsvegar....
c. ... bendir allt til þess að íslensku stafirnir svínvirki hvort sem
pósturinn kemur frá Mac eða Wintel.
d. og [eins og] einn Flateyringur orðaði það í sjónvarpsviðtali þá
svínvirkuðu garðarnir þegar á reyndi.
8Dæmin um virka og verka í textasafni Orðabókarinnar er unnin úr rúmlega fjórum milljónum og tvö
hundruð þúsund lesmálsorðum. Textamir sem leitað var í em Morgunblaðið (1997), 20 nýlegar endumiiningar,
8 skáldsögur Halldórs Laxness og 34 nýlegar skáldsögur. Aðalsteinn Eyþórsson á þakkir skildar fyrir leitina.
9Kristín Bjamadóttir sagði mér frá sögninni bomvirka.
10Dæmin í (9) og önnur dæmi um svínvirka fann Aðalsteinn Eyþórsson á slóðinni
http://www.webcorp.org.uk/.