Orð og tunga - 01.06.2002, Síða 73
Margrét Jónsdóttir: Um sagnimar virka og verka
63
e. Egils Orka svínvirkarl
f. Þessir brandarar svínvirkuðu hér fyrir nokkmm ....
í ritmálssafni Orðabókarinnar em tvö dæmi um að virka sé notuð í merkingunni ‘líta
út fyrir að vera, virðast vera’, sbr. (10). í íslenskum orðabókum er hins vegar hvergi
minnst á hana. En þetta er sama merkingin og sýnd er í lið 2 í (2).11
(10) a. .. .nær trjágróðurinn ekki alveg að gangstígum, heldur taka við
breiðir grasflákar. Garðurinn virkar á þann hátt léttari og stærri.
TímVerk 1957,77 20m
b. Þeir sem reyktu ekki virkuðu púkalegir.
Vísir 10/3 1970,13-1 20s
í textasafninu eru dæmin hins vegar fjölmörg:
(11) a. Báðir vom þreytulegir og Reagan virkaði mjög ellilegur
ásýndum.
.. 7ingvi.txt 1988
b. Ingibjörg sagði að Yuri... hefði virkað öflugur og kraftmikill.
.. ./moggi/innl.gr. 1997
c. Einar virkar sannfærður um að ...
.. ./moggi/ads.gr. 1997
d. Hann var orðinn dálítið fullorðinn og virkaði syfjulegur...
.. ./bleos.txt 1986
e. Ekki beint fríð, miklu fremur myndarleg, stælt og reisuleg og
virkaði töluvert eldri en tvítug ...
.. ./mannd.rit 1990
í (11) sést að virka stendur alltaf með lifandi fmmlagi. Það á þó ekki við nema um
annað dæmið í (10).
Það sem komið hefur fram um virka er dregið saman í (12):
(12) virka
a. Líklega tökusögn úr dönsku; frá lokum 17. aldar.
b. Dæmin em öll frá 20. öld nema tvö.
c. Sögnin er alltaf áhrifslaus.
d. í tveimur elstu dæmunum er merkingin ‘hreinsa’.
e. Flest dæmi em um merkinguna ‘hafa áhrif á, orka á, hrífa á’; þá
er sögnin með eða án forsetningar.
f. Allmörg dæmi eru um merkinguna ‘rækja hlutverk, starfa’;
g. Allmörg dæmi em um merkinguna ‘líta út fyrir að vera’.
11 f talmálssafni Orðabókarinnar er að finna seðil með sögninni virka þar sem segir:
Sagt er um þá, sem sýnast hærri en þeir eru, að þeir virki hátt. Ég held, að það sé raunar
venjulegra að segja það um kvenfólk.