Orð og tunga - 01.06.2002, Síða 77
Margrét Jónsdóttir: Um sagnirnar virka og verka
67
(23) verka
a. Nafnleidd sögn; gamall arfur.
b. Elsta örugga dæmi um merkinguna ‘hafa áhrif á, orka á, hrífa á’
er frá fyrri hluta 18. aldar.
c. í merkingunni ‘hafa áhrif á, orka á, hrífa á’ er verka ýmist notuð
sem áhrifssögn eða áhrifslaus sögn.
d. Elsta örugga dærni um merkinguna ‘rækja hlutverk, starfa’ er frá
lokum 17. aldar; sögnin er þá áhrifslaus.
e. Elstu dæmi um verka + á í merkingunni ‘hafa áhrif á, orka á,
hrífa á’ eru frá fyrri hluta 19. aldar.
4 Samanburður á virka og verka
Eins og fram kom í upphafi þriðja kafla þá er merking verka sem lýst er hjá Fritzner
(1896) þrengri en skv. íslenskri orðabók (2000). Að lýsingu Fritzners gefinni hefur
merkingarsvið sagnarinnar víkkað í tímans rás. í framhaldi af því hvarflar hugurinn
óneitanlega að sögninni virka. Sé ráð fyrir því gert að hún sé tökusögn frá lokum 17.
aldar og að merkingarsvið hennar samsvari að einhverju eða öllu leyti því sem lýst er í
(2), sbr. Ordbog over det danske Sprog (1954), þá er ekki fjarri lagi að álykta sem svo
að hún hafi haft áhrif á merkingu verka og sagnirnar hafi á ýmsan hátt fallið saman. Orð
Grunnavíkur-Jóns sem vitnað var til í öðrum hluta eru til marks um það enda þótt þau
vísi aðeins til merkingarinnar ‘hreinsa’. Notkun sagnanna í nútímamáli styður einnig
þá skoðun.
Séu sagnimar virka og verka skoðaðar og bornar saman í ljósi þess sem fram hefur
komið sést að líkindin eru mikil að því er varðar merkingu og notkun. Þær em þó ekki
samferða að öllu leyti. í því sambandi skal ítrekað það sem kom fram snemma í öðram
kafla að fæð dæma um virka veldur því að nokkuð erfitt er að gera sér fullnaðargrein
fyrir því hvernig sögnin og hin ýmsu merkingarsvið hafa þróast. En helstu atriðin eru
dregin saman í eftirfarandi töflu:
(24) virka og verka
I Almennt
a. Sögnin virka er alltaf áhrifslaus en verka er ýmist áhrifssögn eða
áhrifslaus.
b. Báðar sagnirnar geta tekið með sér forsetninguna á.
II Aldur
c. Sögnin virka er frá lokum 17. aldar, (að lfldndum) dönsk töku-
sögn. Þau dæmi sem til em um sögnina em langflest frá 20. öld.
Sögnin verka er á hinn bóginn gamall arfur. Dæmi um hana em
frá öllum tímum.