Orð og tunga - 01.06.2002, Síða 96

Orð og tunga - 01.06.2002, Síða 96
86 Orð og tunga að gera ráð fyrir að hann vitni til málvenju sem tíðkaðist á yngri árum hans, en eigi að síður bendir þetta til aðfóviti hafi verið algengt, e.t.v. jafnalgengt og fógeti, eitthvað fram eftir 18. öld. Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans hefur 25 dæmi um fóviti, fóveti, hin elstu frá 1545 (fóviti DI 11:427) og 1553 (fóveti DI 12:610). Um fyrri orðmyndina eru lódæmi, þaraf 9 frá 16. öld en hin eru öll frá 17. öld (þ. ám. eitt skrifað ‘fótvita’ þf., 1617) nema eitt úr Heimsljósi Halldórs Laxness. Enn fremur er eitt dæmi um landfóviti frá miðri 18. öld (sjá síðar). Um seinni myndina hefur skráin 9 dæmi, nokkuð jafnt dreifð yfir tímabilið frá miðri 16. öld fram á miðja 20. öld (2); þar að auki er skráð eitt dæmi um fóeti frá miðri 19. öld. Eitt dæmi er að finna um hvora samsetningu fóvetaár (17. öld) og fóvetabestilling (17. öld), bæði úr annálum, og fimm um fóvetadæmi frá 17.-19. öld úr ýmsum ritum (eldra dæmi um þá samsetningu er reyndar að finna í bréfi á íslensku frá 1524 sem gefið er út í Hamborg, sjá DI 9:207). Þessar orðmyndir (a.m.k. fóveti) lifa því, að minnsta kosti í ritmáli, eitthvað fram eftir 19. öld; dæmin frá 20. öld eru úr sögulegum skáldsögum (Halldór Laxness, Jón Bjömsson). 3 Orðmyndin fógeti Elsta dæmi um orðmyndina/ógefi sem mér er kunnugt er í alþingissamþykkt frá 1491: „Didrik Píning, sem hér var fógeti“ DI 6:754,1491, svo og samsetningin fógetadæmi í sama texta: „enginn, sem kongsbréf hafi fyrir hirdstjórn né fógetadæmi" (s.st.). Skjalið er einungis varðveitt í útdrætti eða ágripi frá um 1770 og er því langt í frá örugg málheimild. í bréfum og skjölum frá 16. öld hef ég rekist á örfá dæmi um þessa orðmynd, þó engin í textum sem varðveittir eru frumriti. Oftast tel ég að hægt sé að skýra þessi dæmi sem síðari tíma breytingar skrifara, t.d. DI 8:646: „vonam Fogetum“ í konungsbréfi frá 1515 á dönskuskotinni íslensku (heilar setningar í því eru á dönsku!) sem varðveitt er í lagasafni Magnúsar Ketilssonar (1776), og DI 8:812: „hans fogeta“ og „sijner fogetar" í bréfi frá 1521 sem varðveitt er í afriti frá um 1720. Tvö dæmi vil ég þó ræða nánar. 1) I biskupsbréfi til konungs frá 1523 kemur fyrir ritmyndin ‘fogvita’: „ydar naads fogvita" DI9:164, afrit Jóns Ólafssonar úr Grunnavík (eftir 1726). Líklega hefur þeirri orðmynd sem Jóni var tömust, fógeti, slegið saman við eldri orðmyndina þegar hann afritaði bréfið. (Þó er ekki alveg útilokað að um sé að ræða framburðarmynd fyrir fóvita, og Jón hafi afritað rétt). 2) Ritmyndin ‘fogethe’ kemur fyrir í afriti Árna Magnússonar af íslenskri þýðingu frá 1544 af bréfi frá 1530: „vor fogethe" DI 9:523. Bréfið er konungsbréf sem fjallar um skipun lögmanns. Það er gefið út í Kíl og hefur vafalaust verið á lágþýsku. Ritmyndin ‘fogethe’ er trúlega „leki“ úr lágþýska textanum yfir í þýðinguna því mjög ólíklegt er að Ámi hefði breytt nokkru í uppskriftinni. Bæði þessi dæmi virðast skýranleg, jafnvel þótt ekki sé gert ráð fyrir breytingu skrifara. Sem fyrr segir er fáein dæmi að finna um fógeti í Alþingisbókum frá því eftir 1630. Hafa verður í huga að margir þeirra texta sem þar eru birtir eru aðeins varðveittir í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.