Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 5

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 5
113 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Skyggnst í fortíð Grímsvatna, Bárðarbungu og Kverkfjalla Góð þekking á hegðun eldfjalla í fortíðinni, t.d. gostíðni, stærð gosa og lengd goshléa, er forsenda þess að hægt sé að segja fyrir um hegðun þeirra í framtíðinni. Gostíðni Grímsvatna, Bárðarbungu og Kverkfjalla var könnuð með rannsókn á gjóskulögum varðveittum í allt að 7600 ára gömlum jarðvegi á völdum stöðum umhverfis Vatnajökul. Auðþekkt gjósku- leiðarlög (t.d. H3, H4 og H5) voru undirstaða tenginga milli jarðvegsopna en staða gjóskulaga í jarðvegssniðum og aðalefnasamsetning voru notuð við fíntengingar basískra gjóskulaga. Alls fundust 345 gjóskulög á þessu tímabili, þar af eru 70% mynduð í Grímsvötnum, Bárðarbungu og Kverk- fjöllum. Gjóskufallstíðnin var notuð til að áætla gostíðni á hverju þessara þriggja eldstöðvakerfa. Grímsvötn eru virkust en þar hefur að meðal- tali gosið um sjö sinnum á öld (spönn 4–14 gos) á forsögulegum tíma (fyrir ~870 e.Kr.), Bárðarbunga fylgir á eftir með ~5 gos á öld (spönn 1–8). Kverkfjöll hafa verið róleg með 0–3 gos á öld, en gosvirknin er mjög lotubundin og goshlé verða lengri en 1000 ár, núverandi goshlé er orðið 1200 ár. Hæst var gostíðnin fyrir 1–2 þúsund árum en lægð er í gostíðni í öllum þremur eldstöðvakerfunum fyrir 2–5 þúsund árum, á „lágvirkni- tímabilinu“. Það virðist fremur afleiðing af minni kvikuframleiðni en vegna umhverfisbreytinga af völdum stærðarbreytinga á jöklum. Á for- sögulegum tíma sést 1000–3000 ára munur á gostíðnitoppum eldstöðva sem eru yfir miðju íslenska möttulstróksins og á eldstöðvum á syðri hluta Eystra gosbeltisins, þar sem landrek er lítið sem ekkert. Ef framtíðin speglast í fortíðinni benda þessar niðurstöður til þess að búast megi við aukinni eldvirkni á suðurhluta Eystra gosbeltisins í framtíðinni. Náttúrufræðingurinn 83 (3–4), bls. 113–126, 2013 Bergrún Arna Óladóttir, Guðrún Larsen og Olgeir Sigmarsson Inngangur Ísland er einn fárra staða á jörðinni þar sem úthafshryggur rís yfir sjávarmál og því er hér hægt að fylgjast með og öðlast betri skilning á eldvirkni hryggjakerfa. Að auki er möttulstrókur undir Íslandi sem eykur eldvirkni landsins. Líklegt er að virknin, sem oft er í fyrstu metin út frá gostíðni, tengist framboði af kviku sem rís frá möttli inn undir jarðskorpuna. Gliðnunarhraði á Ís- landi er stöðugur um 2 cm/ári1 en hann gefur til kynna, ásamt áætlaðri þykkt jarðskorpu Íslands (11–45 km),2 hversu stöðug kvikufram- leiðsla í möttlinum þyrfti að vera til að mynda allt það basalt sem byggir upp jarðskorpuna (6 m3/s eða 0,2 km3/ári).3 Þrátt fyrir stöðugan rek- hraða er eldvirkni gosbeltanna breytileg4,5,6 bæði hvað varðar gostíðni og kvikuframleiðni.t.d. 7–10 Skilningur á því hvað veldur lotubundinni eldvirkni er takmark- aður, en hugsanlega er skýringuna að finna í óstöðugri kvikuframleiðslu í misjafnlega auðbræddum möttli. Væri kvikuframleiðsla möttuls hins vegar stöðug, mætti útskýra lotu- bundna eldvirkni með breytilegum taftíma kviku í aðfærslukerfum undir eldstöðvum. Gostíðni á Íslandi á sögulegum tíma (frá Landnámi ~870 e.Kr.) er rúmlega 20 gos á hverri öld að meðal- tali, eða gos á ~5 ára fresti.11,12 Minna er vitað um tíðnina á forsögulegum tíma en hraunakortlagning Sveins Jakobssonar13 sýnir að eldvirkni á Eystra gosbeltinu virðist hafa verið lotubundin á nútíma (síðustu ~10 þúsund árin, kvörðuð ár) með hæstu tíðnina frá því fyrir um 7–9 og 1–3 þúsund árum. Gossaga Kötlu síðustu 8400 árin sýnir tvö tímabil með hæsta gosvirkni, það fyrra fyrir 7–8 þúsund árum og það seinna fyrir 2–4 þúsund árum.10,14 Súr eldvirkni á nútíma sýnir svipaðar niðurstöður eða tvo virknitoppa, frá 7–8 þúsund og 1–3 þúsund árum.15,16 Jafnframt er aldursdreifing gjóskulaga í sjávar- kjarna norður af landinu með tvo toppa í gjóskumyndun, frá því fyrir um 5–7 þúsund árum og á síðustu 2 þúsund árum.17 Virkustu eldstöðvakerfi landsins á sögulegum tíma, Grímsvötn og Bárðarbunga,18 eru að hluta undir Vatnajökli, og verður hér fjallað um gjóskufallstíðni þeirra og Kverkfjalla síðustu 7600 árin. Gjóska er notuð Ritrýnd grein
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.