Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Náttúrufræðingurinn - 2013, Qupperneq 7

Náttúrufræðingurinn - 2013, Qupperneq 7
115 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags á landinu.18 Þrátt fyrir að um 70% Bárðarbungukerfisins sé íslaust25, hafa langflest, eða um 20 af 23 þekktum gosum á sögulegum tíma, orðið í jökulþakta hluta þess.26,18 Gostíðni í Bárðarbungu virðist töluvert lægri en í Grímsvötnum en eldstöðvakerfin eru þó oft virk á svipuðum tíma.8,27 Ekkert gos er þekkt úr Kverk- fjöllum á sögulegum tíma.8,28,29 Nokkur gjóskulög hafa þó verið heimfærð á Kverkfjöll t.d. gos á árunum 1477, 1711 og 1717 en öll hafa þau síðar verið rakin til annarra eldstöðvakerfa með kortlagningu og efnagreiningum.8,28 Þrátt fyrir litla gosvirkni á sögulegum tíma er mikil jarðhitavirkni í Kverkfjöllum.30,31 Í eftirfarandi umfjöllun munu nöfnin Grímsvötn, Bárðarbunga og Kverkfjöll vísa til megineldstöðvanna og þess hluta eldstöðvakerfanna sem hulinn er jökli. Önnur eldstöðvakerfi Nokkur eldstöðvakerfi hafa myndað súr gjóskulög sem finnast víða um land og nýtast sem leiðarlög, þ.e. auðvelt er að þekkja þau og því má á öruggan hátt nota þau til tenginga á milli sniða, jafnvel á milli mis- munandi umhverfa s.s. jarðvegs, íss, stöðuvatna og sjávar. Þau eld- stöðvakerfi sem hafa myndað góð gjóskuleiðarlög og nýtast í þessari rannsókn eru Hekla, Torfajökull, Askja og Öræfajökull. Af þessum fjórum eldstöðvum hefur Hekla verið langöflugust við myndun súrrar og ísúrrar gjósku18 samanber hin þekktu forsögulegu gjóskulög H3, H4 og H5.t.d. 32 Upphleðsla og varðveisla gjósku Stærð sprengigoss ræður gjarnan mestu um dreifingu gjósku en sam- verkandi þættir eru hæð gosmakkar, lengd goss, ríkjandi vindáttir og vindstyrkur meðan á gosi stendur. Með því að safna upplýsingum um gjóskulög úr sniðum umhverfis eldstöð er hægt að nálgast sann- leikann um tíðni sprengigosa innan hennar. Einstakar jarðvegsopnur varðveita þó aðeins upplýsingar um hluta af gossögu eldstöðvar. Jafnframt verður að hafa í huga að einungis er hægt að finna lágmarks gostíðni með greiningu gjóskulaga í jarðvegssniðum þar sem fjöldi smá- gosa, og gosa sem af einhverjum ástæðum mynda ekki gjósku (t.d. ef gos nær ekki að brjótast upp í gegnum jökulhuluna), skilja ekki eftir sig varðveitt ummerki og fjöldi þeirra er því óþekktur. Í stað “lágmarks gostíðni” er hugtakið “gjóskufallstíðni” því gjarnan notað þegar fjallað er um fjölda varð- veittra gjóskulaga í jarðvegi. Aðferðir Sýnasöfnun og meðferð sýna Valin voru sjö stór jarðvegssnið um- hverfis Vatnajökul í u.þ.b. 5–30 km fjarlægð frá jökuljaðri. Staðsetning þeirra réðst mikið til af því hvar nægilegan jarðveg var að finna en stór landsvæði nærri jökuljaðri eru jarðvegssnauðir sandar og hraun. Opnurnar voru mældar með milli- metra nákvæmni á stöðum þar sem gjóskulög hafa varðveist vel (1. og 2. mynd) en þar sem tilgangur rann- sóknarinnar var að skoða tíðni gosa en ekki stærðir þeirra var meiri áhersla lögð á varðveislu gjósku fremur en réttar gjóskuþykktir í sniðum. Þrjú þessara jarðvegs- sniða höfðu verið mæld áður vegna annarra verkefna og sýnum safnað að hluta.t.d. 33,34 Jarðvegssniðin ná misjafnlega langt aftur í tíma eftir aðstæðum á hverjum stað. Sýnum var safnað af öllum gjósku- lögum, að örþunnum dreifum undan- skildum, þótt aðaláhersla væri lögð á forsögulegan tíma. Sýnin voru þurrkuð, sigtuð og heppileg korna- stærð, yfirleitt 0,125–0,250 mm, valin fyrir þunnsneiðagerð. Efnagreiningar á gjóskugleri úr hverju sýni voru gerðar í Cameca SX100 örgreini við Blaise Pascal háskólann í Clermont- Ferrand, Frakklandi. Upphleðsluhraði jarðvegs – aldurslíkan Umhverfisaðstæður s.s. loftslag, landslag, gróðurhula og jarðvegs- raki hafa áhrif á upphleðsluhraða jarðvegs35,36 en hann má nota til að reikna aldur gjóskulaga. Upp- hleðsluhraðinn er reiknaður á milli tveggja tímasettra gjóskulaga og jarð- vegsþykkt milli óþekktra gjósku- laga er svo notuð til að reikna aldur þeirra. Undirstöður slíks aldurs- líkans eru gjóskuleiðarlög sem þegar hafa verið tímasett t.d. með geisla- kolsgreiningum á gróðurleifum í ótvíræðum tengslum við gjóskuna. Því fleiri sem tímasettu leiðarlögin eru í jarðvegssniði þeim mun ná- kvæmara verður aldurslíkanið fyrir sniðið í heild. Mikilvægt er að leiðarlög séu tiltölulega vel dreifð í aldri þar sem aldurslíkanið byggir á þeirri nálgun að upphleðsluhraði jarðvegs sé jafn milli leiðarlaga, en sú nálgun stenst því verr sem lengra er á milli tímasettra leiðarlaga í líkaninu. Til að prófa áreiðanleika aðferðar- innar var aldurslíkanið notað til að reikna aldur á gjóskulagið HÖ sem staðsett er á milli H4 og H5 (2870 ára aldursmunur) og jafnframt var lagið tímasett með geislakols- greiningum á gróðurleifum í gjósku- laginu sjálfu og næst undir því. Aldurslíkanið gaf reiknaðan aldur HÖ 6160 ár (miðað við árið 2005) og geislakolsgreiningarnar (5275±55 og 5323±44 kolefnisár)37 gáfu kvarðaða aldurinn 6120±115 og 6150±90 ár (miðað við árið 2005). Áætluður aldur er því innan skekkjumarka aldursgreininganna sem sýnir að útreiknaður upphleðsluhraði jarð- vegs gefur mjög raunhæfan aldur á gjóskulög. Tenging milli jarðvegsopna Jarðvegsopnur eru tengdar með sextán gjóskuleiðarlögum (1. tafla, 3. og 4. mynd), níu þeirra eru frá Heklu, eitt frá Öræfajökli, Öskju og Torfajökli, þrjú frá Kötlu og tvö frá Bárðarbungu. Flest þessara gjóskulaga eru súr með mikla dreif- ingu og einkenni sem gera þau auðþekkjanleg úti í mörkinni t.d lit, kornagerð, kristallagerð eða upp- byggingu lags. Mun erfiðara getur verið að þekkja einstök basísk lög
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.