Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 11

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 11
119 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags (2. tafla). Þau gjóskulög sem eftir eru koma að mestu frá Kötlu og Heklu en 37 lög hafa ekki enn verið rakin til uppruna síns. Til að meta raun- fjölda gjóskulaga umhverfis jökul- inn þarf að tengja gjóskulögin á milli jarðvegssniða. Gjóskuleiðarlög Í jarðvegssniðunum sjö eru alls tuttugu og eitt gjóskulag sem nýtast sem leiðarlög, sum þeirra eru aðeins staðbundin leiðarlög en önnur finnast á svo til öllu landinu (1. tafla). Níu þessara laga eru mynduð í ísúrum og súrum Heklugosum (styrkur SiO2 > 52 þyngdarprósent) og þar af eru fjögur (H-1158, H3, H4, HÖ) í a.m.k. fjórum jarðvegssniðum en fimm (H-1104, Hy, HM, HS, H5) finnast í færri en fjórum sniðum og eru því flokkuð hér sem stað- bundin leiðarlög fyrir utan H5 sem getur seint talist staðbundið.32 Önnur leiðarlög eru úr Öræfajökli (Ö-1362, Ö-1727), Torfajökli (G), Öskju (A), Kötlu (K-1918, Eldgjá, Hrafnkatla, EN, NN, N1), og Bárðarbungu (V-1477, V-871). Súru gjóskulögin frá Öræfajökli 1362 og Torfajökli auk basísku laganna úr Veiðivatnagosi ~1477 og Vatna- öldugosi ~870 og Kötlulagsins sem kallast Hrafnkatla, finnast í fleiri en fjórum jarðvegssniðum en önnur lög finnast í færri en fjórum sniðum. Þá er vert að taka fram að gjóskulögin frá Torfajökli og Öskju, sem hér eru nefnd G og A, mynduðust bæði fyrir um 2000 árum. Í sumum jarðvegssniðum finnast þessi lög blönduð og virðast vera eitt gjóskulag en í öðrum finnst ýmist hreint Öskju- eða Torfajökuls- gjóskulag. Af þessum ástæðum hefur verið brugðið á það ráð að tala um þessi lög sem eitt lag og kalla það G+A. Ef lögin eru talin sem eitt lag þá sést að 10 lög (V-1477, Ö-1362, H-1158, V-871, Hrafnkatla, G+A, H3, H4, HÖ og H5) hafa næga dreifingu til að teljast óstaðbundin leiðarlög. Af þessum finnast alls fjögur lög í öllum sniðunum sjö (Ö-1362, V-871, Hrafnkatla og G+A). Leiðarlögin eru fremur vel dreifð í tíma og því eru aldurslíkön jarðvegssniðanna ásættanleg (1. tafla). Aldurslíkan byggt á upphleðslu- hraða jarðvegs Staðbundin gjóskuleiðarlög eru engu síður mikilvæg en þau sem dreifast um allt landið þegar aldurs- líkan er byggt fyrir hvert jarðvegs- snið. Það er því eðlilegt að fá mis- munandi upphleðsluhraða milli sniða innan ákveðinna tímabila vegna ólíkra umhverfisaðstæðna á hverjum stað og því er útreiknaður aldur gjóskulaga innan tímabila sem afmarkast af mismunandi gjóskuleiðarlögum lítið eitt breyti- legur vegna mislangra tímabila sem unnið er með (3. tafla). Til að draga úr skekkju á aldursútreikningum er stuðst við meðalaldur tengdra gjóskulaga en ekki aldur reiknaðan út frá upphleðsluhraða jarðvegs í stakri jarðvegsopnu. Snið nr. – No. of soil profile 1 2 3 4 5 6 7 Hæð jarðvegssniðs – Profile height (cm) 460 325 447 560 452 327 652 Heildar jarðvegsþykkt – Total soil thickness (cm) 214,7 211,8 209,7 377 294 203,5 282,3 Prósentur jarðvegs í opnu – Soil% in profile 46,7 65,2 46,9 67,3 65,0 62,2 43,3 Fjöldi JUH* tímabila – No. of SAR periods (Soil Accumulation Rate) 10 5 9 10 9 6 12 Tími (ár) – Duration (year) 6570 2530 6900 7320 7010 5910 6110 Fjöldi gjóskulaga – No. of tephra units 96 56 169 139 108 50 129 Yngsta gjóskulag – Youngest tephra Ö1362 V14771 V1717 +1 V1717 +1 V1717 K1755 K1918 Elsta gjóskulag – Oldest tephra H5 +3 H3 H5 +2 H5 +9 HÖ +26 H4 +10 HÖ +2 Gjósklög á 1000 ár – Tephra per 1000 yrs 14,6 22,1 24,5 19,0 15,4 8,5 21,1 Uppruni gjóskulaga – Origin of tephra 1 2 3 4 5 6 7 Grímsvötn 25 19 62 54 34 28 57 Bárðarbunga 30 20 58 44 32 10 21 Kverkfjöll 0 0 14 11 6 2 1 Katla basísk 20 11 15 10 13 5 36 Kalta súr 3 0 1 0 0 0 1 Hekla basísk 3 0 1 1 0 0 0 Hekla súr 6 2 7 7 5 2 6 Hekla T-lag 1 1 1 1 0 0 0 Öræfajökull 1 1 1 1 1 1 2 Torfajökull 1 0 4 3 3 0 1 Askja 0 1 0 0 1 1 0 Ísúrt 1 1 2 2 2 0 3 Basísk (óþekktur uppruni) 5 0 3 5 11 1 1 2. tafla. Upplýsingar um jarðvegssnið.48 – Soil profile information.48 1 Númer jarðvegssniða: 1 Hreysiskvísl, 2 Nýidalur, 3 Sauðárhraukar, 4 Kárahnjúkar, 5 Snæfell, 6 Steinadalur, 7 Núpsstaðarskógar. Staðsetning þeirra sést á mynd 1b. * JUH stendur fyrir jarðvegsupphleðsluhraða. Yngsta og elsta gjóskulag er gefið sem síðasta þekkta gjóskuleiðarlag og +(tala) sýnir hve mörg yngri/eldri gjóskulög finnast í sniði. 4. mynd. Tenging gjóskulaga milli jarðvegssniða. Mæld þykkt gjóskulaga er sýnd og litir vísa til uppruna gjóskunnar (sjá litaspjald). Hvít svæði tákna jarðveg. Sýnanúmer eru sýnd hægra megin við hvert snið og gjóskuleiðarlög eru merkt með nöfnum (sjá 1. töflu). Takið eftir að snið nr. 1 (Hreysiskvísl) er sýnt tvisvar til að loka tengingu umhverfis Vatnajökul og að snið nr. 3 (Sauðárhraukar) er sýnt með tveimur teikningum. Litla kortið sýnir staðsetningu sniða (sjá einnig 1. mynd). – Correlation of tephra marker layers between profiles. Measured thickness of tephra is shown and colour refers to source volcano (see legend). Blank intervals represent soil. Numbers to the right of each log show sample numbers and tephra marker layers are indicated by their abbreviated symbol (see Table 1). Tephra marker layer correlation between profiles is indicated by solid lines. Note that profile 1 is shown twice to close the correlation around the Vatnajökull ice-cap and the Saudárhraukar profile is represented by two logs because two sections were measured at that site in order to accommodate for stratigraphic disturbance present in the main profile. Inset map shows profile locations (see also Fig. 1).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.