Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2013, Side 13

Náttúrufræðingurinn - 2013, Side 13
121 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags stöðvakerfum en uppruni 7% gjósku- laga er enn óþekktur. Eftir tengingu gjóskulaga má nota tíðni gjóskufalls (þ.e. fjölda varðveittra gjóskulaga) til að áætla gostíðni eldstöðvakerfanna undir Vatnajökli (6. mynd). Jarðvegs- sniðin sjö ná þó ekki öll jafn- langt aftur í tíma og því dregur úr áreiðanleika tíðnimatsins er aftar dregur. Gjóskulög frá tímabilinu frá 6–8 þúsund árum finnast í fjórum opnum (Hreysiskvísl, Sauð- hraukum, Kárahnjúkum, Snæfelli, 1. mynd) og gjóska frá tímabilinu fyrir 5–6 þúsund árum finnst í fimm opnum (Núpsstaðarskógar og þær fjórar sem áður eru nefndar). Elstu 2–3 þúsund árin í gagnasyrpunni eru því betur skrásett norðan jökuls en sunnan hans. Á súluritum sem sýna breytingu á gjóskufallstíðni samkvæmt tengdum gjóskulögum má sjá tvo aðskilda toppa, annan frá því fyrir 5–6 eða 6–7 þúsund árum síðan og hinn fyrir 1–2 þúsund árum (6. mynd). Svipað mynstur sést hvort sem litið er á samanlagða tíðni gjóskufalls frá Grímsvötnum, Bárðarbungu og Kverkfjöllum, eða tíðni fyrir hverja einstaka eldstöð. Samanburður áætlaðrar gostíðni á sögulegum og forsögulegum tíma Frá árinu 1200 e.Kr. og til dagsins í dag, eru 64 Grímsvatnagos þekkt og 19 Bárðarbungugos8,18 en ekkert sögulegt gos er þekkt frá Kverk- fjöllum.29 Einungis hluti þekktra sögulegra gosa hefur myndað gjóskulög sem sest hafa til og varð- veist í jarðvegi umhverfis Vatnajökul og á láglendi.15 Grímsvatnagos sem mynda litla gjósku sem dreifist illa og fellur að mestu á jökulinn eins og í gosum á árunum 1983 og 2004,49,50 eru mjög ólíkleg til að mynda gjóskulög sem varðveitast og hægt er að bera kennsl á í jarðvegs- sniðum langt frá upptökum. Stærri gos, t.d. Grímsvötn 1922, 1934 og 2011 mynda gjósku sem hægt er að bera kennsl á lengra frá upp- takastað. Töluverðar líkur eru því á að hlutfall varðveittra gjóskulaga í jarðvegssniðum á hálendinu um- hverfis Vatnajökul sé hærra en hlut- fall varðveittra gjóskulaga í sniðum á láglendinu einfaldlega vegna aukinnar fjarlægðar til gosstöðva. Grímsvötn Eftir tengingu jarðvegssniðanna sjö fást sextán gjóskulög yngri en 1200 e.Kr. upprunnin í Grímsvötnum (4. mynd) sem er einungis ¼ hluti þekktra sögulegra gosa frá Gríms- vötnum yngri en 1200 e.Kr. Guðrún Larsen og Jón Eiríksson fengu hlut- fallið 1/5 fyrir Grímsvötn út frá jarðvegssniðum á láglendi sem skýrist af meiri fjarlægð frá upp- takastað.15 Ef forsendur varðveislu voru þær sömu á sögulegum og for- sögulegum tíma þá gefur mældur fjöldi gjóskulaga frá Grímsvötnum, á þeim 6500 forsögulegu árum sem skoðuð voru, margfaldaður með fjórum, áætlaðan gosfjölda nálægt 480. Grímsvötn voru því virkasta eldstöðvakerfið á forsögulegum tíma, en að meðaltali hefur gosið ~7 sinnum á 100 árum (spönn 4–14 gos/öld). Lægsta áætlaða gostíðni Gríms- vatna er 36 gos á 1000 árum, á tímabilinu fyrir 5–6 þúsund árum. Hins vegar verður að hafa í huga að fyrstu 2000 árin eru ekki skráð í þremur opnum (Steinadalur, Núps- staðarskógar, Nýidalur) og því er um algjöra lágmarkstíðni að ræða fyrir þetta tímabil. Hæsta gostíðnin er 140 gos á 1000 árum, á tímabilinu frá því fyrir 1–2 þúsund árum (6. mynd). Á síðasta árþúsundi (0–1 þúsund ár) hefur gostíðni verið há 6. mynd. Gjóskufallstíðni eftir tengingu jarðvegssniða.48 Ásinn til vinstri sýnir gjóskufallstíðni (fjölda tengdra gjóskulaga) en sá hægra megin sýnir áætlaða gostíðni (fjölda gosa). Athugið að á mynd d er kvarði annar. Tölur sem gefnar eru í súlunum vísa til gjóskufallstíðni. Litanotkun er sú sama og á 1. mynd. Tímaásinn er byggður á ald- urslíkani (sjá texta). Súlur með brotnum línum tákna lágmarks gjóskufallstíðni þar sem sniðin ná ekki yfir allt tímabilið sem súlan táknar. Athugið að gögnin ná aðeins 7600 ár aftur tímann og tíðnin fyrir 8–7 þúsund árum er því líklega of lág. – Com- bined tephra layer frequencies48 (TLF; scale on left) along with the estimated eruption frequency (scale on right). Numbers in columns refer to TLF. Colours as in Fig. 1. Time scale is based on soil accumulation rate calculations (see text). Columns with broken lines represent minimum estimates for the TLF because of incomplete soil re- cord. Also note that the data for the last time interval, 7–8 ka, only extend back to 7.6 ka (see text for further details). Áæ tlu ð go st íð ni – E st im at ed e ru pt io n fre qu en cy Aldur (þúsund ár) – Age (ka) Tí ðn i g jó sk uf al ls e fti r t en gi nu ja rð ve gs op na – C or re la te d TL F

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.