Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Náttúrufræðingurinn - 2013, Qupperneq 25

Náttúrufræðingurinn - 2013, Qupperneq 25
133 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags VH0414) gat vaxið á æti með járn(II) súlfat sem eina orkugjafa. Umræður Búist var við því fyrirfram, á miðað við reynslu erlendra hellaörveru- fræðinga,1,6,27,28 að erfitt gæti reynst að einangra og rækta í hreinrækt þá geislagerla sem búist var við að mynduðu meginmassa vegghrúð- ursins. Með því að sá á afar nær- ingarefnasnautt æti (1NA) og rækta við lágt hitastig (ýmist 15 eða 4°C), þá óx upp og náðist í hreinrækt nokkur fjöldi stofna með dæmigerð útlitseinkenni geislagerla (kóloníur sem fá svepplíka, greinótta og/eða loðna áferð við ræktun um lengri tíma eða við næringarefnasnauðar aðstæður). Meðal þeirra geislagerla sem náðust í hreinrækt úr Vatns- hellissýnunum reyndust vera þrír stofnar sem tilheyra svokölluðum nókardíum og nókardíulíkum (e. no- cardioform) bakteríum, auk Arthro- bacter, Plantibacter og Patulibacter stofna (5. mynd). Nókardíur og nókardíulíkar bakteríur í hellaslími Vatnshellis Nókardíur og nókardíulíkir geisla- gerlar mynda mikið greinda, sveppa- þráðlíka þræði með óreglulegum milliveggjum (e. septa). Þræðirnir vaxa yfir og ofan í agarinn og bera yfirþræðirnir (e. aerial hyphae) ekki gró, en undirþræðirnir (e. substrate hyphae) eða, hjá sumum tegundum, bæði undir- og yfirþræðirnir geta brotnað upp í óreglulegar staf- og kúlulaga einingar sem um margt minna á gró.29–31 Formgerð þessi var um tíma sögð þróunarfræðilegt millistig á milli hinna einföldu lurklaga (e. coryneform) geislagerla á borð við Corynebacterium sem aldrei mynda sveppaþráðlíkan vöxt og hinna formfræðilega flóknu eigin- legu geislagerla á borð við Actino- myces og Streptomyces sem mynda flókna sveppaþráðlíka þræði og gró í gróhirslum.32 Núgildandi flokkunarfræði geislagerla, þar sem nókardíulíkir gerlar virðast einkum koma fyrir í sínum eigin þróunar- sögulegu greinum, styður hins vegar ekki hugmyndina um nókardíulíki sem þróunarfræðilegt millistig.31 Nókardíulíkir gerlar koma fyrir í nokkrum ættum geislagerla, svo sem Nocardiaceae, Nocardioidaceae og Intrasporangiaceae.31 Þeir virðast algengir í hellaumhverfi,9,11,33–36 í sumum tilfellum ráðandi hluti líf- ríkisins,36 og má leiða að því líkur að þeir gegni þar mikilvægu hlutverki. 5. mynd. Skyldleikagreining á geislagerlum. Röðum úr flokki Actinobacteria sem rað- greindar voru út frá vísi 27F og voru lengri en 600 kirni var samraðað með MUSCLE algóriþma og tré teiknað með neighbour-joining aðferð. Markverðugleikagildin við greiningarpunkta eru bootstrap-prósentur eftir 1000 endurtekningar. Greinalengd er í hlutfalli við reiknaðan skyldleika og sýnir fjölda varðveittra útskiptinga meðal þeirra basa sem notaðir voru, en þeir voru 566 eftir að öll set sem innihéldu göt eða óákveðinn basa í einhverri röð samröðunarinnar höfðu verið útilokuð. – The evolutionary history of Actinobacteria was inferred using the Neighbour-Joining method. The percentage of replicate trees in which the associated taxa clustered together in the bootstrap test (1000 replicates) are shown next to the branches. The tree is drawn to scale, with branch lengths in the same units as those of the evolutionary distances used to infer the phylogenetic tree. The evolutionary distances were computed using the number of differences method and are in the units of the number of base differences per sequence. All positions containing gaps and missing data were eliminated, yielding a total of 566 positions in the final dataset. Evolutionary analyses were conducted in MEGA5. VH0501 AB245391 Kribbella ginsengisoli AM778575 Kribbella catacumbae AM778577 Kribbella sancticallisti EF126967 Kribbella aluminosa AB245387 Aeromicrobium panaciterrae VH0424 AF005022 Aeromicrobium fastidiosum AJ003055 Propionibacterium avidum X79289 Rhodococcus erythropolis AF430051 Nocardia soli VH0212 AY222321 Nocardia alba AJ399485 Streptomyces arenae AJ544063 Cryobacterium psychrophilum AJ310417 Plantibacter flavus EF593038 Microbacterium soli X80738 Arthrobacter crystallopoietes AJ243422 Arthrobacter luteolus AJ536198 Micrococcus luteus VH0708 AF235091 Arthrobacter sulfonivorans AF180950 Renibacterium salmoninarum VH0251 AJ640198 Arthrobacter stackebrandtii U65647 Rubrobacter radiotolerans CP001854 Conexibacter woesei AJ871306 Patulibacter americanus VH0809 AB193261 Patulibacter minatonensis X80725 Escherichia coli 90 100 100 97 100 100 58 99 92 81 63 100 100 90 91 64 100 83 85 93 91 79 90 60 85 80 60 98 10
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.