Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 26

Náttúrufræðingurinn - 2013, Blaðsíða 26
Náttúrufræðingurinn 134 Nocardia (fam. Nocardiaceae) Margar tegundir Nocardia ættkvíslar- innar, sem nókardíur og nókardíu- líkir gerlar draga nafn sitt af, eru auðræktanlegar og finnast í ýmsu umhverfi þar sem þær stunda gjarnan loftháð rotlífi.37 Þetta er því fremur stór ættkvísl, en 101 tegund var skráð þann 26. ágúst 2013 á á lista yfir viðurkennd flokkunarheiti dreif- kjörnunga (List of Prokaryotic Names with Standing in Nomenclature).38 Að minnsta kosti þrjár Nocardia tegundir eru fyrst og fremst tengdar hellaumhverfi, en tegundirnar N. altamirensis, N. jejunensis og N. spe- luncae voru fyrst einangraðar úr hellum, N. altamirensis úr vegghrúðri í Altamira helli á Spáni,34 hinir tveir úr jarðvegi á hellisgólfi á Jeju-eyju undan ströndum Kóreu.35,39 Margar tegundanna teljast jarðvegsgerlar og hafa nókardíur einangrast úr ýmsum jarðvegi. Má þar sem dæmi nefna nokkrar tegundir sem einangrast hafa úr snauðum eldfjallajarð- vegi, svo sem á eynni Stromboli40 og á Nýju-Kaledóníu41. Í Vatns- helli einangraðist stofn VH0212 úr hrúðri af afgirtum steini í Bárðar- stofu. Hann einangraðist á afar nær- ingarefnasnauðu æti (1NA) við 15°C og myndar snjóhvítar, trefjakenndar kóloníur (gerð 31). Kribbella og Aeromicrobium (fam. Nocardioidaceae) Tveir fulltrúar nókardíulíkra gerla úr ætt Nocardioidaceae, sem báðir mynda glitrandi hvítar eða glærar kóloníur, gerðir 18 og 27, á 1NA við 4°C, einangruðust úr vegghrúðri í Vatnshelli og reyndust þeir til- heyra hvor sinni ættkvíslinni. Stofn VH0501, sem reyndist tilheyra ætt- kvíslinni Kribbella, einangraðist úr vegghrúðrinu við hringstigann niður í Iður. Tvær tegundir þess- arar ættkvíslar, K. catacumbae og K. sancticallisti voru fyrst einangraðar úr veggslikju í katakombum í Róma- borg42 og eru þar meðal ráðandi baktería slikjunnar43. Enn ein tegund, K. aluminosa var einangruð úr veggs- likju í löngu yfirgefinni álúnnámu frá miðöldum í Þýringaskógi í Þýskalandi.44 Það er því ljóst að nokkrir meðlimir ættkvíslarinnar eru þekktir að því að þrífast í eins konar hellaslími, þó raunar séu flestar tegundir ættkvíslarinnar helst einangraðar úr jarðvegi.45–49 Þó svo varlega skuli farið í nota 16S rDNA raðir til að flokka bakteríur fínna en til ættkvíslar,50 þá gefa niðurstöður greiningarinnar (5. mynd, 2. tafla) til kynna að stofn VH0501 sé líkastur K. ginsengisoli og kunni því að falla í „hóp A“ sem Curtis og Meyers skilgreindu út frá MLSA greiningu byggðri á fimm genum,51 en í þeim hópi eru einnig katakombu- bakteríurnar K. catacumbae og K. sancticallisti. Ættkvíslin er staðsett í Nocardioidaceae ættinni og telst til nókardíulíkra geislagerla. Stofn VH0424 reyndist hins vegar tilheyra ættkvíslinni Aero- microbium. Hann einangraðist úr vegghrúðrinu á Vættagangi. Aero- microbium gerlar hafa ekki áður einangrast úr hellaumhverfi svo vitað sé og virðast raunar helst einangrast úr sjávarumhverfi.52,53,54 Nýverið einangruðu þó Peeters et al. Aeromicrobium stofn úr örveruslikju í möl á Suðurskauts- landinu.55 Einnig hafa gen þeirra fundist í jarðvegi í köldu um- hverfi, til dæmis úr olíumenguðum jarðvegi á King George-eyju við Suðurskautslandið.56 Þess má geta í þessu samhengi, að í rannsókn Cockell et al. á bakteríum í basalti í Valafelli nærri Heklu sáust meðal kjarnsýruraða í klónasafni merki um nókardíulíka gerla í sýnunum. Það er, annars vegar klón sem líktist Nocardiaceae gerlum (t.d. Nocardia og Rhodococ- cus) og hins vegar þrjú klón sem líktust Nocardioidaceae gerlum (svo sem Nocardioides, Aeromicrobium og Marmoricola).57 Raunar hefur einnig nokkuð af nókardíulíkum bakteríum, einkum af Rhodococcus ættkvísl, einangrast úr ýmsum vistgerðum hérlendis, svo sem úr mýrarlæk á Glerárdal16 og úr fléttum og jarðvegi á norður- og miðhálendinu (Oddur Vilhelmsson o.fl., óbirt). Aðrir geislagerlar: Arthrobacter, Plantibacter og Patulibacter Nokkrir stofnar lurklaga (e. coryne- form) geislagerla einangruðust úr sýnunum, þar á meðal þrír stofnar (VH0248, VH0251 og VH0708) sem reyndust tilheyra ættkvíslinni Ar- throbacter og einn (VH0414) sem til- heyrir ættkvíslinni Plantibacter. Sú síðarnefnda er tiltölulega ný ættkvísl innan Microbacteriaceae ættarinnar og inniheldur aðeins tvær tegundir, P. flavus58 sem einangraðist úr grasi og P. auratus, en hennar uppruni er óþekktur59. Áhugavert er að stofn VH0414, fulltrúi þessarar lítt þekktu ættkvíslar, er eini stofninn af þeim 28 sem prófaðir voru sem gat vaxið á járnsúlfatætinu 9K. Hann er því bæði afar sýruþolinn (pH-gildi 9K er 3,0 [fyrir þrýstisuðu]) og fær um járnoxandi frumframleiðslu, en ætið inniheldur engan kolefnisgjafa. Ekki er vitað til þess að járnoxunareigin- leikar Plantibacter gerla hafi verið kannaðir áður. Arthrobacter er hins vegar fremur stór ættkvísl innan ættar míkrókokka (Micrococcaceae) og telur 80 tegundir.38 Ættkvíslin telst til algengra jarðvegsgerla og er víða að finna í náttúrunni. Meðal annars hafa bakteríur af Arthrobacter ættkvísl fundist í köldu hellaum- hverfi í Síberíu60 og í íshelli í austur- rísku Ölpunum61. Raunar er nokkur fjöldi Arthrobacter tegunda upp- haflega einangraður úr köldu um- hverfi, svo sem úr jökulaur62 og úr jarðvegi og seti á Suðurskauts- landinu63. Sumar tegundir þess- arar ættkvíslar eru þekktar að krist- allamyndun og koma við sögu í myndun útfellinga í hellum.64–66 Má þar einkum nefna A. sulfonivorans sem talin er bera ábyrgð á myndun kalsítútfellinga í Herrenberg helli í Þýskalandi.65 Þótt lífrænar útfell- ingar (e. biomineralization) séu þekktari í karsthellum, þá eru þær einnig þekktar í sumum hraun- hellum, til að mynda á Azóreyjum.5 Einkar forvitnilegt væri að kanna nánar þátt örvera bæði í veðrun og annarri mótun Vatnshellis. Einn stofnanna (VH0809) sem einangraður var úr rauðbrúnni gólf-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.