Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2013, Síða 27

Náttúrufræðingurinn - 2013, Síða 27
135 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags slikju í Iðrum reyndist tilheyra ætt- kvíslinni Patulibacter, en hún til- heyrir ættbálki Solirubrobacterales og er því fremur fjarskyld öðrum þeim geislagerlum sem fundust í hellinum og allir tilheyra ættbálki Actinomycetales. Innan Patulibacter eru einungis þekktar fjórar tegundir, P. americanus, P. ginsengiterrae, P. medicamentivorans og P. mina- tonensis.38 Ein þessara tegunda, P. americanus, sem einangraðist úr örveruskurn (e. biological soil crust) á Kóloradó-hásléttunni í Bandaríkj- unum, er þekkt að kuldaþolni.67 Aðrir gerlar Þó svo líklegt megi telja að geisla- gerlar myndi meginmassa hella- slímsins, þá er ljóst að í því þrífst einnig nokkur fjöldi annarra baktería sem notið geta góðs af samlífinu við geislagerlana. Hér skal getið nokk- urra áhugaverðra ættkvísla. Gammapróteusargerlar (classis Gammaproteobacteria): Níu kennigreindir stofnar úr vegg- slími reyndust tilheyra flokki Gam- maproteobacteria. Einn þessara stofna, VH0239, er einkar forvitnilegur og tilheyrir hinni sérkennilegu ættkvísl Nevskia, en hún telur bakteríur sem eiga búsvæði sitt á mótum vatns- og loftfasa þar sem hún myndar skæni sem er nægilega vatnsfælið til að smáir vatnsdropar sem úðað er á það haldast hnattlaga ofan á bakteríuskæninu.68 Skænið myndast þannig að stakar frumur í vatns- fasanum mynda svokallaðan slím- stilk úr fjölsykrum sem að mestu eru úr rhamnósa. Slímið gerir það að verkum að bakterían yfirvinnur yfirborðsspennu vatnsins og situr nú ofan á vatnsyfirborðinu. Við frumuskiptingu myndar skænið því dótturfrumurnar, sem loða saman í slíminu og mynda lag ofan á vatninu.69 Sýni VH02 var þurrt hrúðursýni af afgirtum steini í Bárðarstofu. Það, að Nevskia hafi einangrast úr sýninu bendir til að rakinn í hellinum sé nægur til að vatnsfilma nái að myndast á stein- inum af og til. Hugsanlegt er að Nevskia og slímsykrur hennar leggi eitthvað af mörkum til hinnar glitrandi áferðar hellaslímsins. Aðeins þrjár tegundir Nevskia- gerla eru þekktar: N. ramosa sem einangrast hefur úr árvatni,70,71 N. soli og N. terrae sem báðar einangruðust úr jarðvegi í Kóreu.72,73 Það er því ljóst að stofn VH0239 til- heyrir fágætri og forvitnilegri ætt- kvísl baktería og er óneitanlega fengur að slíkri gersemi úr undir- heimum Vatnshellis. Nevskia-gerlar hafa ekki fundist í hellaslími áður, svo vitað sé. Hinir Gammaproteobacteria-stofn- arnir átta tilheyra allir ættkvísl- inni Pseudomonas, en hún er afar tegundaauðug og eru bakteríur af þessari ættkvísl mjög algengar í jarðvegi, ferskvatni og víðar í umhverfinu, meðal annars hér á landi.16,74 Þær eru þekktar að fjöl- hæfni sinni við súrefnisháð niður- brot og geta nýtt sér hin fjölbreyti- legustu efnasambönd til næringar. Þær eru einnig þekktar að því að mynda ásætuvöxt (bíófilmu) og dafna á því formi við harkalegar að- stæður. Í því sambandi má til dæmis nefna Pseudomonas-ásætur þær sem gjarnan myndast í sápuhólfum þvottavéla.75 Það þarf því ekki að koma á óvart að Pseudomonas gerlar þrífist í hellaslími. Þess ber að gæta að Pseudomonas gerlar eru gjarnan auðræktanlegir76 og því er ekki rétt að draga ályktanir um mikilvægi þeirra í hellahrúðrinu út frá fjölda þeirra í stofnasafninu. Betapróteusargerlar (classis Betaproteobacteria) Átta stofnar reyndust tilheyra flokki Betaproteobacteria, allir í ætt- báli Burkholderiales. Einn stofninn, VH0405, tilheyrir líklega ættkvísl- inni Collimonas eða hinni náskyldu en lítt þekktu ættkvísl Glaciimonas (sjá nánar fyrir neðan). Collimonas er meðal annars þekkt að sveppáti (e. mycophagy), það er, að brjóta niður sveppaþræði og nærast á þeim.77 Heimkynni Collimonas er gróinn jarðvegur ýmiss konar,78 þar á meðal á Norðurslóðum,79 og finnst hún oftast þar sem saman fara lítið eitt súr jarðvegur, nálægur sveppa- gróður, takmarkað aðgengi að nær- ingarefnum og litlar eða engar mannaferðir, en hún er talin við- kvæm fyrir raski og ágangi78. Annar markverður eiginleiki Collimonas eru veðrunareiginleikar, en með- limir þessarar ættkvíslar eru meðal mikilvirkustu steinæta gerlaríkisins. Þær geta nýtt sér ólífræn fosföt og leyst upp steindir á borð við bíótít.78,80 Líklegt er talið að sam- spil sveppáts og steináts Collimonas baktería gegni mikilvægu hlut- verki í örveruvistkerfum í snauðum jarðvegi.78 Telja má að þessir eigin- leikar Collimonas gegni lykilhlut- verki í örveruvistkerfi Vatnshellis og er í því sambandi rétt að undirstrika áðurnefnt samband Collimonas við lítinn ágang mannfólks. Einungis þremur tegundum hefur verið lýst innan Collimonas ættkvíslarinnar og hafa þær allar verið einangraðar úr auðgunar- eða valræktum þar sem valið hefur verið fyrir kítínætum úr umhverfissýnum. Tegundirnar eru C. fungivorans sem fyrst var lýst árið 2004 og var einangruð úr sandi af Norðursjávareynni Tersc- helling81 og C. arenae og C. pratensis sem báðar voru fyrst einangraðar árið 2008 úr náttúrlegu graslendi77. Samsvörun 16S rDNA raðarinnar úr stofni VH0405 við nánasta ættingja í gagnagrunni viðmiðunarraða (refseq_rna) í GenBank var aðeins 95% yfir 1028 kirni. Einnig setur Infernal algóriþminn82,83 hjá Ribo- somal Database Project vefgáttinni stofninn í Collimonas ættkvísl, en aðeins með 83% öryggi. Ef leitað var með BLAST84 gegn öllum GenBank gagnagrunninum fékkst betri sam- svörun við raðir úr óræktuðum um- hverfissýnum og ókennigreindum bakteríustofnum. Besta samsvörun (99%) var við röð nr. JX545209, sem tilheyrir hinni nýuppgötvuðu ætt- kvísl Glaciimonas, en hún var fyrst skilgreind árið 2011 út frá stofni sem einangraður var úr jökulaur í austurrísku Ölpunum. Hún er eini þekkti meðlimur þessarar nýupp- götvuðu ættkvíslar, sem er náskyld Collimonas. Upprunaflokkun20 út frá margfaldri samröðun með MUSCLE19 styður þá ályktun að

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.