Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Náttúrufræðingurinn - 2013, Qupperneq 31

Náttúrufræðingurinn - 2013, Qupperneq 31
139 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags þeir vaxa á. Í því samhengi má benda á að margir stofnanna eru færir um að nýta sér ólífrænt fosfat. Einn stofn, VH0414 sem kennigreindur var sem geislagerill af Plantibacter ættkvísl, reyndist fær um að vaxa á valæti fyrir járnoxandi bakteríur. Það er því freistandi að álykta að hann stundi að einhverju leyti efnatillíf- andi frumframleiðslu í hellinum, en álitið hefur verið að afoxað járn og mangan í basalti geti einmitt þjónað sem orkugjafi fyrir efnatillífandi bakteríur í hraunhellum.2,104 Er örverulífríki Vatnshellis hætta búin af ágangi ferðamanna? Örveruslikjan í lofti og veggjum Vatnshellis er mikilvægur hluti af náttúrufari hellisins og því hlýtur sú spurning að vakna hversu við- kvæmt þetta lífríki er fyrir ágangi ferðamanna, nú þegar aðgengi að hellinum hefur verið auðveldað til muna. Við spurningunni er ekki til einhlítt svar, enda hafa takmarkaðar rannsóknir farið fram á þessu efni hérlendis. Ekki liggja fyrir upp- lýsingar um lekt hraunsins yfir Vatnshelli, en líklegt má þó telja að yfirborðsvatn eigi tiltölulega greiða leið að hellinum eftir smásprungum. Gróður er verulegur á svæðinu (1. mynd) og því virðist líklegt að bæði næringarefni af ýmsum toga og jarðvegs- og gróðurgerlar berist að jafnaði í hellinn í nokkrum mæli. Einangrun Vatnshellis frá um- hverfinu er því ekki algjör, jafnvel þótt mannaferðir væru engar. Ef 2. tafla er skoðuð má einnig sjá að fæstar þeirra baktería sem ræktuðust upp úr Vatnshelli virðast upprunnar úr fólki, en aðeins þrír stofnar (VH247, VH0406 og VH0424) af þeim sem kennigreindir voru sýna mesta samsvörun við bakteríur af mönnum. Örverulífríki Vatnshellis virðist því tiltölulega lítt snortið. Raunar eru vísbendingar um að hellaslím sé almennt fremur þolið fyrir röskunum. Má í því sambandi nefna rannsókn Johnston et al.96 sem rannsökuðu áhrif þvagmengunar í einum Carlsbad-hellanna í New Mexico. Þau komust að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir nokkur merkjanleg áhrif mengunarinnar, þá væri örverulífríkið á staðnum enn að mestu leyti saman sett af hellabakteríum, fremur en af mann- tengdum tegundum, og stungu þau raunar upp á að hellabakteríur mætti nýta til lífhreinsunar (e. bioremedia- tion) á mengun í hellaumhverfi.96 Á hinn bóginn eru þekkt dæmi um varanlegar og óafturkræfar skemmdir sem orðið hafa vegna breytinga á örverubíótu í hellum. Þekktustu dæmin þar um eru þær skemmdir sem orðið hafa á hella- málverkum frá steinöld, svosem í Lascaux og Altamira hellum.107–110 Í báðum þessum hellum höfðu mál- verkin varðveist um þúsundir ára, en umhverfisbreytingar af völdum aukinna mannaferða í kjölfar þess að hellarnir (endur)uppgötvuðust og framkvæmda í þeim hafa leitt til breytinga á ráðandi örverubíótu hellanna og verkin liggja undir skemmdum af völdum sveppa, þörunga og baktería. Þó svo menn- ingarminjar séu engar í Vatnshelli, þá teljum við að örveruslikjan hafi gildi í sjálfri sér og hvetjum til að allra eðlilegra varúðarráðstafana sé gætt við skoðun hellisins. Summary Bacterial life in the Netherworld – the culturable microbiota of Vatnshellir cave Lava tubes contain unique and little ex- plored microbial habitats. Vatnshellir in the Purkhólahraun lava field presents several examples of the type of macro- scopic microbial mats commonly termed ‘cave slime’. We sampled cave slime and other microbial habitats in Vatnshellir and cultured and isolated bacteria on several media, including oligotrophic ones. Forty-nine isolates have been identified by means of par- tial 16S rRNA gene sequencing. They were found to belong to nineteen gen- era in six classes. Most of the Vatnshellir bacteria are primarily heterotrophic, al- though nearly half of the strains tested were able to scavenge inorganic phos- phate from a culture medium and the several tested strains could fix atmo- spheric nitrogen, indicating that the Vatnshellir microbiota is partly able to scavenge inorganic nutrients and may therefore possibly contribute to cave weathering. However, only could be shown to be iron-oxidizing under the conditions used. Several identified strains are closely related to bacteria as- sociated with glaciers and cryoconite, underscoring the psychrotrophic and oligotrophic nature of the Vatnshellir environment. We conclude that Vatns- hellir is host to a unique microbiota with clear conservation potential.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.