Náttúrufræðingurinn - 2013, Qupperneq 36
Náttúrufræðingurinn
144
Eftir útbreiðslu er tegundunum
sem mynda þolhjúpa skipt í fjóra
hópa.3,4 T. spiralis hefur algjöra sér-
stöðu því hún hefur dreifst um allan
heim með mönnum og dýrum sem
menn hafa flutt um heiminn, viljandi
(til dæmis með svínum) eða óviljandi
(mýs og rottur). Í næsta hópi eru
fjórar tegundir (T. britovi, T. murrelli,
og arfgerðirnar T. T8 og T. T9), allar
bundnar við landsvæði í tempraða
beltinu. T. nelsoni er eina tegundin
sem lifir í hitabeltinu (Afríku). Í
fjórða hópnum eru tvær tegundir,
T. nativa og arfgerðin T.T6 sem hafa
aðlagast lífi á heimskautasvæðum
norðurhvels. Síðastnefnda tegundin
lifir eingöngu vestanhafs og er
algengust þar á útbreiðslumörkum
T. spiralis og T. nativa, en í Evrasíu
teygir útbreiðsla T. nativa sig víða
suður á kaldtempruðu landsvæðin
þar sem T. spiralis og T. britovi fara
að verða algengar.2,4,6 Þessar átta
þolhjúpamyndandi tríkínur lifa
eingögu í spendýrum og hafa þær
reynst mun hýsilsérhæfðari en
tegundirnar þrjár sem hafa lirfurnar
óhjúpaðar í vöðvum. Ein óhjúpuðu
tegundanna er T. pseudospiralis.
Sú hefur verið staðfest í flestum
heimsálfum og hefur þá sérstöðu
að geta smitað jöfnum höndum
spendýr og fugla.7 Í Evrópu og Asíu
hefur T. pseudospiralis stöku sinnum
verið staðfest í mönnum en auk
þess fundist í svínum, brúnrottum
(Rattus norvegicus), músum (Mus
musculis) og marðarhundum (Nyc-
tereutes procyonoides). Fuglarnir sem
hún hefur fundist í eru bæði hræ-
ætur (krákur) og kjötætur (ránfuglar
og uglur).8 Erfitt er að finna lirfurnar
við hefðbundna tríkínuleit þannig að
heldur lítið er vitað um náttúrulega
útbreiðslu T. pseudospiralis. Lönd í
Evrópu þar sem tegundin hefur þegar
fundist eru Finnland, Frakkland og
Ítalía en tegundin hefur einnig verið
staðfest austur á Kamtchatka-skaga,
á Indlandi og í Tælandi. Tegundin er
einnig þekkt í Norður Ameríku og
Ástralíu.2,4,6 Hinar tegundirnar tvær
sem ekki mynda hjúp um lirfurnar
(T. papuae og T. Zimbabwensis) lifa
báðar á suðurhveli og geta auk
þess að hrjá spendýr einnig lifað í
krókódílum.4,6,7
Tríkínur í
nágrannalöndunum
Í kaflanum hér að ofan kemur
fram að fjórar tríkínutegundir lifa í
námunda við Ísland.4 Vestan, norðan
og austan við landið er norður-
hjarategundin T. nativa algeng en
þegar komið er til Vestur Evrópu
bætast þrjár tegundir í hópinn. T.
spiralis og T. britowi lifa þar hlið við
hlið en þriðja tegundin er T. pseu-
dospiralis. Lítið er vitað um út-
breiðslu hennar en þó er vitað að
hún olli smiti í fólki í Frakklandi
um aldamótin síðustu og var talið
að smitið í því tilviki hafi verið
upprunið úr villisvíni (Sus scrofa).7
Mesta hætta fyrir menn að smitast
er í löndum þar sem hefð er fyrir
neyslu á hráu kjöti.9,10 Slíkt tíðkast
einkum í Frakklandi og á Ítalíu og
eru það einmitt löndin þar sem
flestir faraldrar hafa orðið í Evrópu
á seinni árum og áratugum.10
Árið 1975 urðu faraldrar í báðum
þessum löndum sem raktir voru
til áts á hrossakjöti. Eftir þá bitru
reynslu var farið að leita skipulega
að tríkínum í hrossakjöti í Evrópu.
Undanfarna áratugi hefur smitað
hrossakjöt í Evrópu komið víða að,
ekki síst frá gömlu austantjalds-
löndunum en einnig frá Norður-
og Suður-Ameríku. Smittíðnin í
hrossakjöti hefur samt alltaf verið
mjög lág, um fjórir af hverjum
milljón skoðuðum skrokkum hafa
reynst smitaðir. Oftar en ekki hafa
hrossin komið frá svæðum þar
sem mikið er um tríkínur í svínum.
Hvernig hrossin hafa náð í smitið
er óljóst þótt grunur leiki á því að
í sumum tilvikanna hafi smituðu
hrossin étið kjötúrgang eða hrein-
lega verið fóðruð á dýrapróteinum
(svínakjöti) til að auka fallþunga
þeirra fyrir slátrun.7,11
Kjöt sem veldur tríkínusmiti í
mönnum kemur úr ýmsum áttum.
Oft er það af heimilissvínum sem
hafa ekki verið heilbrigðisskoðuð
eftir slátrun og iðulega er smitið upp-
runnið úr villibráð eins og villisvíni,
skógarbirni (Ursus arctos) eða jafnvel
greifingja (Meles meles). Sums staðar
er hefð fyrir því að þurrka og reykja
kjöt af ýmsum veiðidýrum og búa
til úr þeim skinku. Þegar smitaðir
skrokkar komast á markað geta
tugir eða hundruð manna smitast
1. mynd. Hvítabjörn á Svalbarða – Polar
bear in Svalbard. Ljósm./Photo: Ragnar
Th. Sigurðsson.
2. mynd. Þessi hvítabjörn var felldur í Horn-
vík 20. júní 1963. Mestallt kjötið hafði verið
etið þegar ljóst var að dýrið var smitað af
tríkínum. – The polar bear was shot in Horn-
vík, NW Iceland on 20 June, 1963. Most of
the meat had been consumed when it became
clear that the bear was infected with Trich-
inella sp. Ljósm./Photo: Ole N. Olsen.