Náttúrufræðingurinn - 2013, Qupperneq 37
145
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
á einu bretti. Oft hefur þetta gerst
til dæmis þegar þolhjúpasmitað
kjöt er sett í reyktar pylsur. Auk til-
fella í Frakklandi og á Ítalíu hafa
síðasta áratuginn einnig fundist til-
felli á Spáni, í Þýskalandi, Póllandi,
Rúmeníu og Rússlandi. Aftur á móti
hafa engin tilfelli fundist í mönnum
og dýrum um árabil í Danmörku,
Lúxemborg, á Bretlandseyjum,
Möltu og Kýpur.7
Á Grænlandi eiga sýkingar af
völdum T. nativa í fólki sér langa
sögu.12,13 Eins og víða annars staðar
í heiminum hefur tilfellum þar samt
fækkað síðustu árin og áratugina. Á
fimmta áratug síðustu aldar voru
skráð 420 tilfelli tríkínusmits á
Grænlandi og dóu 37 sjúklinganna.13
Síðan hafa engir stórir faraldrar
verið skráðir á Grænlandi. Nýlega
var gerð rannsókn á því hvort
finna mætti mótefni í 1012 börnum
og unglingum sem flest ólust upp
í þorpum á ströndinni norðan við
Nuuk á Vestur-Grænlandi. Ellefu
sýnanna voru jákvæð (1,1%) sem
staðfestir að börn og unglingar eru
enn að smitast á svæðinu þótt slíkt
sé tiltölulega fátítt.12 Líklegt er að
tríkínusýkingar fjögurra manna
á vesturströnd Grænlands á árinu
2001 séu tilkomnar vegna neyslu
þeirra á þurrkuðu kjöti af rostungi
(Odobenus rosmarus).14 Veruleg hætta
er á því að smitast borði menn hrátt
hvítabjarnarkjöt eða aðrar hráar
afurðir dýranna því allt að helmingur
fullorðinna hvítabjarna á Grænlandi
er smitaður af tríkínum.15,16
Hýslar
Tríkínutegundir sem hafa lirfur í
þolhjúpum hafa verið staðfestar í
meira en 100 tegundum spendýra,
auk mannsins. Mjög er þó mis-
munandi eftir landsvæðum hvaða
spendýr eru oftast smituð. Land-
spendýrin sem oftast hýsa tríkínur
á heimskautasvæðum norðurhvels
eru hvítabjörn, heimskautarefur,
sleðahundar og úlfur (Canis lupus)
en sjávarspendýrin sem fundist hafa
smituð eru rostungur, kampselur
(Erignathus barbatus), hringanóri
(Phoca hispida) og mjaldur (Delphi-
napterus leucas).17 Rostungurinn er
eina sjávarspendýrið sem iðulega
er smitað af tríkínum (dýrin smitast
við að narta í hræ af smituðum
kynsystkinum í látrum) en smit
í selunum og tannhvalnum er
sárasjaldgæft og sýkingarnar taldar
vera algjör undantekning.7,17 Á
tempruðum landsvæðum eru
tríkínur algengastar í heimilissvínum,
villisvínum, hundum, björnum,
refum og hrossum en í hitabeltinu
eru það vörtusvín (Phacochoerus
africanus), hýenur (Crocuta spp.,
Hyaena spp.) og sjakalar (Canis spp.)
sem oftast eru smituð.7
Lífsferill þolhjúpaðra
tríkína
Þolhjúpar meltast utan af lirfum í
maga spendýra. Eftir að hafa borist
niður í smáþarma tekur lirfan sér
bólfestu í slímhúð. Þar verður
óvenju hröð þroskun. Næstu 24–
36 klukkustundirnar skiptir lirfan
fjórum sinnum um ham og þroskast
annað hvort í kynþroska karl- eða
kvenorm. Fullorðnu ormarnir leita
þegar í stað uppi gagnstætt kyn til
að makast. Fljótlega eftir mökun
drepast karlormarnir en lirfur fara
strax að þroskast í kvendýrunum.
Gengur þroskunin hratt og fara
kvendýrin að fæða fullþroska lirfur
(fyrsta stigs lirfur, L1) strax að fimm
dögum liðnum.
Fullvaxnir karlormar eru ekki
nema 1,0–1,8 mm langir en kven-
dýrin nokkru stærri, 1,3–3,7 mm.9
Nýfæddu lirfurnar leita ekki út í
þarmaholið heldur taka stefnuna
inn í sogæðar og blóðrás hýsilsins
og berast þannig til hjartans og
dreifast svo áfram með líkamsblóð-
rásinni út um líkamann. Fljótlega
fer að bera á bólguviðbrögðum í
þeim vefjum og líffærum sem
lirfurnar stöðvast í.3,9
Við fæðingu er lirfan einungis um
100 µm löng. Kvenormarnir geta
orðið fjögurra til sex vikna gamlir
áður en þeir drepast og á þeim
tíma ala kvendýrin allt frá 200 upp
í 1600 lirfur. Sé ónæmiskerfi hýsils-
ins öflugt getur það farið að drepa
verpandi kvendýr strax eftir eina
til tvær vikur og takmarka þannig
fjölda lirfanna sem ná að dreifa sér
út um líkamann.
Lirfurnar eru algengastar í sístarf-
andi vöðvum sem krefjast stöðugs
blóðflæðis (hjarta, þind, tungu,
kjálkavöðvum og augnvöðvum). Á
áfangastaðnum vaxa lirfurnar án
þess að hafa hamskipti og fljótlega
byrja þær að framleiða efni sem
myndar hjúp utan um lirfuna. Jafn-
framt eru hýsilfrumur virkjaðar
til að framleiða efni sem hlaðið er
í ytra lag þolhjúpsins og sjá þessar
frumur síðan um að næra lirfuna til
frambúðar.
Þolhjúparnir eru misstórir eftir
því hvaða tríkínutegund á í hlut. Oft
eru lirfurnar orðnar um millimetri
á lengd og um 30 µm í þvermál
þegar þær hafa náð fullum vexti.3,9
Lirfurnar lifa oftast langtímum
saman. Lirfa var til dæmis enn á lífi í
svíni ellefu árum eftir að smitun átti
sér stað og í manni fannst lirfa enn á
lífi 31 ári eftir að smitun hafði orðið.9
Lirfurnar lifa mánuðum saman í þol-
hjúpum rotnandi hræja og ef kalt er
í veðri (2–4°) þrauka lirfur sumra
tegundanna í hartnær ár. Lirfur T.
nativa hafa samt algjöra sérstöðu því
þær þola langvarandi frost og eru
enn á lífi eftir fimm ár í 18° frosti.3,9
Sjúkdómseinkenni
Framgangur sjúkdóms af völdum
tríkína í mönnum er vel þekktur.
Fyrstu einkennin tengjast veru
ormanna í smáþörmum en þegar
lirfurnar fara að berast út um
líkamann og mynda þolhjúpa
breytast einkennin. Í fyrri fasanum
ber á kviðverkjum, niðurgangi og
uppköstum. Auk þess verður einnig
vart við svima, hita og kláða og geta
þessi einkenni varað allt frá fimm
upp í 45 daga eða svo lengi sem
kvendýrin eru á lífi. Þegar lirfurnar
byrja að dreifast um líkamann fer
fólk að fá höfuðverk, kuldaköst,
hósta, lið- og vöðvaverki, bólgur
og blæðingar í húð, augnabólgur
og kláða. Þessi einkenni, ásamt
slappleika, geta svo verið við-
varandi mánuðum saman áður en
bataferlið hefst og sársaukinn fer að