Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Náttúrufræðingurinn - 2013, Qupperneq 59

Náttúrufræðingurinn - 2013, Qupperneq 59
167 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Hjörleifur Guttormsson Sögulegar rætur náttúrustofa á Íslandi Náttúrufræðingurinn 83 (3–4), bls. 167–175, 2013 Á á ttunda áratug síðustu aldar varð vakning í áhuga á náttúruvernd og náttúru- rannsóknum hérlendis og tók hún til allra landsfjórðunga. Sumarið 1972 ræddi ég við þáverandi menntamálaráðherra, Magnús Torfa Ólafsson, um að æskilegt væri að ráðuneyti hans skipaði nefnd til að fjalla um stöðu náttúrugripasafna utan Reykjavíkur og tengsl þeirra við Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ). Ráðherra brást vel við þeim tilmælum og skipaði nefndina með bréfi haustið 1972. Ég hafði haft tækifæri til að ræða þessi mál við Magnús Torfa, m.a. í Stokkhólmi í júní fyrr á því ári þar sem haldin var umhverfisráðstefna Sameinuðu þjóðanna. Til að varpa ljósi á það málefni sem hér um ræðir, er rétt að draga upp grófa mynd af þróun og stöðu náttúrufræða, náttúrurann- sókna og safna á þessu sviði hér á landi. Hið íslenska náttúru- fræðifélag og upphaf háskólakennslu Hið íslenska náttúrufræðifélag (HÍN) sem stofnað var 1889 verður að teljast vagga náttúrufræðastarfsemi hérlendis. Félagið kom á fyrrihluta 20. aldar upp allmyndarlegu nátt- úrugripasafni sem frá 1908–1960 hafði aðstöðu í Safnahúsinu við Hverfisgötu, nú Þjóðmenningar- húsi. Árið 1947 afhenti félagið ríkinu safnið, og 1951 voru sett lög um Náttúrugripasafn Íslands sem ríkisstofnun með þremur föstum stöðugildum. Samkvæmt lögunum var safninu skipt upp í deildir í dýrafræði, grasafræði og jarðfræði/ landafræði og skyldu deildarstjórar skiptast á um að vera forstöðumenn. Lög þessi voru endurskoðuð 1965, nafninu breytt í Náttúrufræði- stofnun Íslands og ákvæði um vísindalegar rannsóknir á náttúru Íslands jafnframt styrkt. Nátt- úrugripasafnið hafði haustið 1959 flust í húsnæði að Laugavegi 105 við Hlemmtorg þar sem 1967 var opnuð sýning náttúrugripa í 100 m2 hús- næði, hún aukin og endurnýjuð 1989 og stóð svo til ársins 2008 að sýningin var tekin niður. Þeir fáu háskóla- menntuðu náttúrufræðingar sem útskrifuðust erlendis á fyrrihluta 20. aldar tengdust flestir eftir heim- komu Hinu íslenska náttúrufræði- félagi og safni þess með einum eða öðrum hætti, svo og Atvinnudeild háskólans eftir stofnun hennar 1937. Upp úr Atvinnudeildinni urðu til rannsóknastofnanir atvinnuveganna frá árinu 1965 að telja. Þess utan eða samhliða öðrum störfum unnu flestir náttúrufræðingar fyrir sér með kennslu á ýmsum skólastigum. Á háskólastigi hófst fyrst kennsla í náttúrufræðum hérlendis veturinn 1968–1969 við Verkfræði- og raun- vísindadeild Háskóla Íslands, þá bæði í líffræði og land- og jarðfræði. Miðaði hún í fyrstu einkum að því að mennta kennara, en brátt urðu rannsóknir vaxandi þáttur sam- hliða mikilli fjölgun nemenda.1 Líf- fræðihugtakið var nýtt af nálinni á þessum tíma og sama máli gegndi um vistfræði. Náttúruvernd í nútímaskilningi var jafnframt að festa rætur og styrktist með nýrri löggjöf 1971. 1. mynd. Úr sýningarsal Náttúrugripa- safns HÍN í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík. Ljósm. August Hesselbo 1914. 1 Þóra Ellen Þórhallsdóttir. Líffræðikennsla við Háskóla Íslands 30 ára. Morgunblaðið, Lesbók, 12. desember 1998.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.